Í hittifyrra stóð ég fyrir utan hótel Borg með skilti í brunagaddi þar sem ég minnti ásamt nokkrum öðrum félögum mínum ráðamenn landsins á jólagjöf Íslendinga til Íraka: samábyrgð okkar á ástandinu í Írak. Í dag söng ég jólalög með fólkinu sem reyndi að horfa fram hjá okkur og skiltunum okkar á þessum sama stað nema bara inni í hlýjunni. Gæddi mér á ora grænum og laufabrauði. Vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Varð að fara út í göngutúr í miðju kafi til að hugsa skýrt.
Hvernig breytir maður heiminum? Úti eða inni??!!
p.s. sérstakt áhugamál mitt og langtímaverkefni er að finna leið til að virkja hinn almenna borgarar (ef hann er þá til) til að skynja og trúa því að það sem hann gerir hefur áhrif.
06 desember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli