21 desember 2006

Skúbb:

júhú loksins fæ ég að skúbba
Hér og nú hefur verið lagt niður og síðasta tölublað DV kemur 29. des

spurningin hvenær eigum við að stofna niður með fríblöðin samtökin? kannski gerist þess ekki þörf, kannski lognast þau út af og deyja á næsta ári

hef tekið eftir því hér í stigaganginum hjá mér að enginn tekur blöðin með sér upp þau enda öll í endurvinnslunni eða ruslatunnunni ef ég er ekki vakandi yfir að bjarga þessu vikulega tonni af pappír frá þeim örlögum að verða urðuð í stað þess að umbreytast í mjúkan sænskan klósettpappír

2 ummæli:

Myrkrakompan sagði...

Um leið og fer að harðna á dalnum í efnahagslífinu og auglýsendur halda að sér höndum eiga allir fjölmiðlarnir eftir að finna fyrir því, þar á meðal fríblöðin. Þá verður eitthvað af þeim skorið niður.
Leiðinlegt að heyra þetta samt út af öllu fólkinu sem vinnur þar.

Einar

Joy B aka Birgitta Jónsdóttir sagði...

Auðvitað er leiðinlegt að missa vinnu. En lífið er nú einu sinni þannig að ef ein hurð lokast þá opnast önnur. Vinna við dagblöð í dag minnir mig á þann tíma þegar allir voru með .com fyrirtæki. Allir töldu sig sjá möguleika á að græða á því og allskonar fólk sem átti ekkert erindi í þann leik spilaði með og tapaði. Þessi blaðabóla mun hjaðna og þeir sem eru hæfir munu fá vinnu áfram og fólk sem er oft ráðið til að fylla upp í tómið fær vinnu við eitthvað annað. Blöðin eru brimfull af engu. Endalausum kynningum fyrir fyrirtæki og viðtölum um ekkert. Verð að viðurkenna að eina blaðið sem ég nenni að lesa er Morgunblaðið. Finnst það þó fara versnandi. Uppáhaldsblað mitt fyrr og síðar var Þjóðviljinn: enda ekkert blað sem hefur hlutfallslega birt eins mikið af ljóðum:) Blaðið pirrar mig út af öllum þessum auglýsingum sem er troðið inn um vit mín. Það má teljast SME til tekna að hann gef nokkrum blaðamönnum það rými sem þeir þurftu til að kafa aðeins dýpra en gegnur og gerist í nútímablaðamennsku.