16 desember 2006

Gleðilegt


bókaflóð! Hafið þið einhverntíman séð jafn fallegt og svipfagurt barn?? Dundaði mér við þetta fyrir 7 árum og fann þetta þegar ég var að taka til á servernum. Vefþjónninn orðinn feitur af rusli. Ég er bara einn nokkuð ánægð með þessa fyrstu stafrænu klippimynd mína.


Pantaði mér ILLUMINATED POEMS eftir Allen Ginsberg og Eric Drooker handa sjálfri mér í eitthvað gjöf. Vonandi fæ ég jólabókina frá bókaflóðinu já flóðbylgjunni 2003 eða jafnvel 1989 í jólagjöf frá einhverjum.

Annars hitti ég kött í dag sem var stór og mikill, hann stökk í fang mér þegar ég klappaði honum og slefaði og malaði og af honum hrundu hárin bröndótt. Ég veit ekki hvað hann hét en ég varð að skilja hann eftir þegar gestgjafinn kom. Hann stóð við gluggan kaldur og hrakinn og ég full af sektarkennd. Mikið var hann annars yndislegur og ég ætla rétt að vona að þeir sem annast hann séu honum góðir annars legg ég svo á og mæli með að þau verði sýnishorn af hund í næsta lífi.

Engin ummæli: