31 desember 2006

Heldur

þú með Saddam eða okkur var ég eitt sinn spurð á köldum desemberdegi af Guðna Ágústssyni þegar ég ásamt slatta af öðrum mótmælendum vildum minna ríkisstjórnina á þau voðaverk sem framin voru í Írak í okkar nafni í boði Halldórs og Davíðs.

Ég veit að Tígris-Hitler var ekki góður maður og stóð sjálfur fyrir hryllilegum voðaverkum. En það réttlætir ekki það sem gerst hefur í Írak undir handleiðslu USA-Stalíns. Hvenær mun fólk átta sig á að morð réttlætir ekki annað morð. Að tönn fyrir tönn og auga fyrir auga er hin fullkomna leið mannkyns til glötunar.

Eitt er það sem mér finnst ganga út yfir öll velsæmismörk hjá fjölmiðlum í tengslum við þetta og það er að sýna myndir af Saddam við það að deyja, með snöruna um hálsinn og nú var maður að frétta að hægt er að nálgast upptökur eða myndir af því hvernig hann er myrtur. Þetta finnst mér mikil vanvirðing við aðstandendur hans, hvort sem að hann var böðull eða ekki. Hvað verður næsta snuffið fyrir okkur sem erum orðin ónæm fyrir viðbjóðnum: kannski væri hægt að sýna nauðganir hermanna á barnungum stúlkum í beinni frá Fallujah?

Vesturveldunum hefur tekist að búa til píslavott úr Saddam, með því að hengja hann við upphaf Eid al-Adha, sem er hátíð hinnar miklu fórnar, stund fyrirgefningarinnar, sú stund sem Saddam ásamt öðrum leiðtogum í hinum múslímska heimi hafa notað til að fyrirgefa glæpamönnum og sleppa nokkrum völdum mönnum eða konum úr haldi. Ekki ósvipað og gerðist þegar Jesús var fórnað en Barabas fékk að ganga laus. Tekist hefur að búa til einskonar Jesús úr Saddam. En kannski var það tilgangurinn með þessu. Búa til grundvöll fyrir meiri átök og kynda undir borgarastyrjöldina í Írak.

30 desember 2006

Fann

þessa hriflu um tvö af ensku smákverunum mínum rétt í þessu, var að goggla sjálfa mig eins og ég geri stundum, því þá finn ég líka stundum svona gersemar.

Contemporary Poetry With An Eye Towards Resistance

The Messenger and The World
Birgitta Jonsdottir
Beyond Borders
http://this.is/poems
$15.00 - The Messenger
No price info. - The World


Beyond Borders Chapbook Series is the publisher of the two most recent chapbooks by Birgitta Jonsdottir. Adding to the imaginative appeal of her words, is the artwork, also the creation of the poet. Birgitta is from Iceland. She brings with her work a voice that transcends borders and speaks to those seeking peace in a world far removed from it. Her poetry reflects on the gods and goddesses of an Icelandic past, as it intones the future.

With articulate skill, she draws our attention to social and environmental concerns; the fact she does this so well in a language other than her own is another reason to praise her writing. Here is yet another reason: within the pages of these two collections, she gives voice to issues that touch our souls, as she reflects on the world that is the place of our both our dreams and our collective nightmares.


Take a few moments to consider these opening lines in Huginn og Muninn—


"The black bodies of the ravens,
touching boundaries of time.

Scanning for news . . .

They feed on knowledge,
feed on gossip,
spit it in the hungry ears of Odin."

"They even soar within the undreamt dreams,
and within the thoughts that are being born."

Asgardur is a dwelling recreated that reverberates with gods, misrembered by mankind:

"There are the glorious palaces
of forgotten times.
There you can drink the magic brew
Sweet with honey dew
-soothe the soul."

"The Gods play with their powers
seductively raw
soft or brutal.

The Gods of elemental nature.
Mirrors of our desires."


From her chapbook, The World, the poem Heroes reminds us of the true heroes too often overlooked in the jumble of news headlines that intrude upon the contemporary conscious mind:

"It takes courage beyond words,
to settle on a new soil,
where all that was is not
but a distant memory. . .

The true heroes of the our world,
leave behind their small fortunes,
their education,
their family,
their culture. . .

wash dishes,
clean toilets,
work the fish.
with doctor degrees,
in our Western World."

"They are the voices that build bridges
between cultures
Embrace our differences."

Birgitta's poem, Horror of War, focuses on the repugnance of war and the abhorrent reality that defines it. It is a piece dedicated to a child who died during the opening days of the Iraq war. Here is a section of the poem:

"Headless bodies
Burned flesh
Smell of decay
a wedding band
on a slim delicate finger
Shades of memories
a future that can never be

A lonely head in a lush green field
eyes wide open
In the hollow a reflection
of untold love …

These are images
we should put in a frame
Mount them in our homes
so we never forget;
the true horror of war"

Finally, in The Shadows, once more the poet's use of imagery resonates with intensity as it transcends the ordinary:

"Heart shaped clouds
cry of ravens
A mysterious union of souls
weaving bright threads
between worlds
between the hearts of the poets

We were ripe

Now it is all gone
washed away in
oceans of lies . . ."

Birgitta Jonsdottir was born in 1967, in Reykjavik, Iceland. She has lived in Denmark, Sweden, Norway, England, the United States, Australia and New Zealand. Her poetry has been translated into 12 languages and has been published in anthologies, TV, radio, magazines, newspapers, and on the Internet. She is a member of United Poets and the Icelandic Writers Union. You may buy her books through Beyond Borders. Birgitta now lives in Iceland and is busy working on a number of projects (as well as translating two books of poetry).

Terry Lowenstein

©2006 The Centrifugal Eye - Collected Works - All Rights Reserved.

26 desember 2006

Jæja, mind over matter

svínvirkar fyrir mig. Ég fór í heitt bað í gær og kyrjaði innra með mér, mér líður frábærlega, ég er að springa úr orku. Ég er heil heilsu og bla bla bla. Ég var alveg hundveik fram að þeim tíma. Þegar ég svo var búin að setja saman eitt legó harry potter skip og eta heil ósköp að ýmsum berjum: þá var ég heil heilsu.

Aðfangadagur var svona hjá okkur: Við Neptúnus höfum komið okkur saman um það að matarhefðir okkar á jólunum einkennast af því að hafa aldrei sama matinn tvisvar. Við borðum ekkert með andlit: fisk, fugl, ferfætlinga ýmsa. Hann fékk að velja jólamatinn í ár og vildi endilega lasagna. Því útbjó ég slíkt með nokkrum lúxustilbrigðum. Þistilhjörtu og skringilegir sveppir, allskonar ristuð fræ og aspassósa. Ég hafði ferskt salat með þessu og svo prófuðum við að eta laufabrauð með í stað hvítlauksbrauðs. Það var eins og Delphin segir það geggjað gott. Fyrr um daginn rauk ég út að ná síðustu jólagjöfinni í hús. Bol fyrir Neptúnus sem á stendur "bankanum þínum er sama um þig". Gerði vöruskipti við Sigga Pönk, hann fékk bók og ég fékk bol. Þá kom dóttir mín til okkar rétt fyrir tvö og við rukum út á Jazzinum að ná í ættarhöfðingjann: hana ömmu í rútuna.

Keyrðum hana á áfangastað og krakkarnir léku sér við hvolpinn Kóp og ég færði Grétu frænku langþráð málverk eftir mig. Hún var mjög ánægð með málverkið sem ég valdi að gefa henni. Svo kom bróðir minn og við vorum í eitt andartak næstum öll á einum stað.
Svo brunaði ég heim með krakkafjöld og við tókum upp gjafir frá dóttur minni og hún tók upp gjafir frá okkur og okkar hlið fjölskyldunnar. Þetta er í fyrsta sinn sem hún er hjá okkur á aðfangadag og það var mjög sérstök tilfinning. Hún var alsæl með gjafirnar og við líka og svo þurfti ég að bruna með hana á hitt heimilið um fjögur. Ég er óendanlega þakklát fyrir að hafa hana þó eitthvað hjá mér, þegar hún bjó erlendis þá var það svona happa og glappa hvenær og hvernig við myndum hittast.

Þá var að klára tiltekt og byrja að elda matinn: við vorum klukkutíma of sein að borða sem var allt í lagi. Strákarnir fengu allt það sem þá dreymdi um og gott betur: og ég fékk líka allt sem mig langaði í, fékk Draumaeyjuna til að leika með mér frá strákunum og Sendiherrann til að lesa. Fórum í smá singstar og töluðum við ættingja í síma og svo man ég ekki meira vegna þess að jólaflensan tók yfir.

En allavega þá er ekki hægt að ná þeim anda sem hér ríkti með orðum. Það var eitthvað friðsælt, eitthvað kátt, eitthvað rólegt, eitthvað æst, jú nú veit ég :himnaríki á jörð: Gleðilegt nýtt ár:)

Blogga ekki aftur fyrr en á nýju ári.... ætla í dag að finna foss ef ég mögulega get og skreyta fleiri piparkökur með marsipan og óhollum litum.

25 desember 2006

Vaknaði

í nótt og var andvaka á meðan flensa tók líkama minn yfir. Þvílíkur tími til að verða veik. Bið því vini mína forláts sem enn hafa ekki fengið frá mér jólakveðju.

Aðfangadagur var óvenjuskemmtilegur hjá okkur. Skrifa um hann þegar ég er orðin hressari. Skelli hér nokkrum myndum.

Birtukveðjur að vanda úr himnabjörgum.23 desember 2006

Gleðilega birtuhátíð


Kæru vinir til sjávar og sveita, ég óska ykkur gleðilegra jóla.

Mín persónulega ósk fyrir næsta ár er að mér takist betur til með að vernda jörðina okkar og að fólk vakni til meðvitundar um þá einföldu staðreynd að einstaklingar geta breytt heiminum, fyrst og fremst með því að breyta sjálfum sér og horfast í auga við ótta sinn. Breytingar er það afl sem fær heiminn til að snúast. En breytingar án mannúðar eru miskunalausar.

p.s. Ég sendi ekki pappírskort og hef ekki gert í tíu ár af tilitsemi við jörðina:) Þó auðvitað þau kort sem ég hef fengið í ár hafi hrundið brosi á mitt andlit.

Og að lokum langar að deila með ykkur Lífsreglunum fjórum; ágætt veganesti inn í nýtt ár. Takk fyrir allt þetta gamla og góða.

Með birtukveðjum: Birgitta

Vertu flekklaus í orði
Talaðu af heilindum. Segðu aðeins það sem þú meinar. Passaðu að nota ekki orðið gegn þér eða til að slúðra um aðra. Beindu krafti orða þinna í átt að sannleika og kærleika, því orðið er eins og svartagaldur ef þú notar það án umhugsunar.

Ekki taka neitt persónulega
Ekkert sem annað fólk gerir er þín vegna. Það sem aðrir segja og gera er speglun af þeirra eigin veruleika, þeirra eigin hugarástandi. Þegar þú hættir að taka skoðanir og gjörðir annarra nærri þér, verðurðu ekki lengur fórnarlamb ónauðsynlegrar vanlíðunar.

Ekki draga rangar ályktanir
Hafðu hugrekki til þess að spyrja spurninga og til að biðja um það sem þú raunverulega vilt. Hafðu samskipti þín við aðra skýr svo þú komist hjá misskilningi og sárindum. Þessi eina lífsregla getur umbreytt lífi þínu.

Gerðu alltaf þitt besta
Þitt besta mun breytast á hverju andartaki við ólíkar aðstæður. Burtséð hverjar kringumstæðurnar eru, gerðu einfaldlega alltaf þitt besta og þú munt hætta að fordæma, fara illa með þig og fyllast eftirsjá.

22 desember 2006

Vin

Las upp í Vin sem er athvarf fyrir geðraskaða þann tuttugasta. Hef ekki komið þarna áður, mjög fallegt athvarf og ég skemmti mér vel við spjall og laufabrauðaát. Ég ákvað að gefa Vin 20 eintök af Dagbók kameljónsins, ég deildi þeim svo út eins og jólasveinn. (Finnst að við ættum að bæta við einum jólasveini sem gæti heiti Bókarýnir eða Bókahrellir eða Bókaormur.)

Allavega þá fannst mér frábært að fá að lesa upp fyrir fólkið þarna og að spjalla bæði við gesti og starfsmenn. Það er mjög ánægjulegt að svona staðir finnist fyrir fólk með geðraskanir. Held að Bóbó frændi hefði haft mjög gaman af því að kíkja á svona stað og jafnvel Valdi afi líka. Fordómar gagnvart geðveiku fólki eru enn til staðar en það er ekki eins áberandi og áður.

Jæja það er best að halda áfram að gera piparkökulistaverk: set myndir inn í dag af listaverkunum. Mér er að takast að gera ljótustu skrímslakökurnar að litríkum abstraktlistaverkum. Það verður gaman að éta ódauðleg listaverkin, þessi gjörningur minnir mig á sandmandölur.

Og eitt enn, ég ætla eftir jól að gerast bókadraugur og skilja dagbókina eftir víða um borg handa fólki að lesa. Ég gerði svipað fyrir 10 árum eða svo þegar ég var orðin dauðleið á að halda málverkasýningar. Ég þvældist um nágrenni mitt og skildi málverk eftir í umhverfinu. Ég kallaði þetta ruslatunnusýningu en oftar en ekki skildi ég málverkin við ruslatunnur eða upp á kirkjugarðgirðingum.

Og enn eitt enn sem ekki má gleymast: Ég er að fara til Suður-Ameríku: Granadaskáldahátíð í febrúar: fékk loks að vita að ég hef fengið styrk og þá get ég leikið Sendiherra Íslands á framandi slóðum í enn eitt skiptið.

21 desember 2006

Skúbb:

júhú loksins fæ ég að skúbba
Hér og nú hefur verið lagt niður og síðasta tölublað DV kemur 29. des

spurningin hvenær eigum við að stofna niður með fríblöðin samtökin? kannski gerist þess ekki þörf, kannski lognast þau út af og deyja á næsta ári

hef tekið eftir því hér í stigaganginum hjá mér að enginn tekur blöðin með sér upp þau enda öll í endurvinnslunni eða ruslatunnunni ef ég er ekki vakandi yfir að bjarga þessu vikulega tonni af pappír frá þeim örlögum að verða urðuð í stað þess að umbreytast í mjúkan sænskan klósettpappír

19 desember 2006

einkennandi þversögn

Pútín ræðir vopnasölu og frið við Sýrlandsforseta

17 desember 2006

Ég ætla að reyna að nota þetta stutta frí til að vinna í þýðingunni á dagbók kameljónsins og samtölum við drauga. Annars iða ég bókstaflega í innra skinninu, þrái svo mikið að finna tíma til að vinna í bókunum sem búa innra með mér og þurfa að komast á blað. Það er vitað mál að ég mun ekki fá ritlaun enda það fyrirkomulag ákaflega furðulegt og til þess gert að setja rithöfunda í stöðuga pressu. Þetta er svo furðulegt land og fólkið með. Allir í akkorði og gæðin eftir því. Skil ekki þetta fimm stjörnu bókaflóð. Tæknilega séð ættum við að hafa Nóbelshöfund ár hvert miðað við snilldina sem vellur hér fram ár hvert.

Ég var svo lánsöm að detta ung að árum inn í heimsbókmenntirnar og verð að segja að þó við eigum marga hæfa höfunda hérlendis þá háir það þeim, þetta akkorð. Væri betra ef bækur fengju sinn tíma til að gerjast og fá gagnrýnan yfirlestur og ritstjórn. Þær margumlofuðu íslendingabækur nútímans sem ég les fá mig oftar en ekki til að hugsa, "æjæj bara ef þarna hefði verið skorið niður um helming" allt of mikið um að bækur séu fullar af einhverri stephen king uppfyllingu. Þó teljast þær til meistaraverka meðal bókmenntarýna en kannski bara í ár á meðan flóðið er slíkt að ekki gefst tími til að lesa nema brotabort, flestir lesa þeir sömu tíu bækurnar og margar jafngóðar bækur "meistaraverkana" fljóta hjá án þess að vekja eftirtekt.

Mér leiðist þetta flóð og hef aldrei haft gaman af því. Það minnir mig stöðugt meir á flóðbylgju sem skilur eftir sig eintóma eyðileggingu. Kannski eru bækur ekkert annað en skelfirinn, fjöldaframleiddur í Kína til að kasta peningum í af einhverri skyldurækni gagnvart þeim sem þykjast lesa á meðan bækurnar hljóða í bókaplastinu uns þær enda í kolaportinu.

NB: Ég hef svo sem reynt að koma að hugmyndum hjá RSÍ um hvernig bæta mætti ritlaunakerfið en ekki fengið nein viðbrögð. Hef kynnt mér hvernig slíkir ríkisstyrkir eru í framkvæmd í öðrum löndum og boðið þeim sem í stjórninni sitja að spjalla um þessa hluti. Ég held að ég sé enginn öfgamanneskja en kannski lifi ég í algerri sjálfsblekkingu. Ég var eitt sitt bitur yfir öllu bullinu og skil ekki af hverju ég fékk mín fyrstu ritlaun upp á heila tvo mánuði en svo aldrei síðar. En í raun og veru þá snýst þetta ekki um mig sem rithöfund heldur frekar úttútnaða siðferðiskennd mína og víða er pottur brotinn þegar kemur að þessu blessaða bullkerfi sem heitir launasjóður rithöfunda. Skil ekki af hverju það er ekki tekjutengt og af hverju forlögin borga ekki sínum metsöluhöfundum bara laun eins og önnur fyrirtækjum er gert að borga fólki laun fyrir sína vinnu.

En núna kallar geymslan á mig, brimfull af fötum handa rauða krossinum sem skulu út í dag:)

16 desember 2006

Gleðilegt


bókaflóð! Hafið þið einhverntíman séð jafn fallegt og svipfagurt barn?? Dundaði mér við þetta fyrir 7 árum og fann þetta þegar ég var að taka til á servernum. Vefþjónninn orðinn feitur af rusli. Ég er bara einn nokkuð ánægð með þessa fyrstu stafrænu klippimynd mína.


Pantaði mér ILLUMINATED POEMS eftir Allen Ginsberg og Eric Drooker handa sjálfri mér í eitthvað gjöf. Vonandi fæ ég jólabókina frá bókaflóðinu já flóðbylgjunni 2003 eða jafnvel 1989 í jólagjöf frá einhverjum.

Annars hitti ég kött í dag sem var stór og mikill, hann stökk í fang mér þegar ég klappaði honum og slefaði og malaði og af honum hrundu hárin bröndótt. Ég veit ekki hvað hann hét en ég varð að skilja hann eftir þegar gestgjafinn kom. Hann stóð við gluggan kaldur og hrakinn og ég full af sektarkennd. Mikið var hann annars yndislegur og ég ætla rétt að vona að þeir sem annast hann séu honum góðir annars legg ég svo á og mæli með að þau verði sýnishorn af hund í næsta lífi.

Það

hefur verið áhugavert að fylgjast með dramanu í Hádegismóunum undanfarna daga. Ég hef greinilega hætt á fullkomnum tíma. Ég verð samt að bæta nokkru við misvitra umræðuna sem ég hef séð um þetta mál allt. Eitt er víst: það eru englar í þessu máli öllu. Allir eru þessir blessaðir menn sem þarna bítast á lausir við alla sjálfsrýni á sína starfshætti í gegnum tíðina og enginn þeirra myndi komast inn fyrir gullna hliðið á heiðarleikanum einum saman enda eru þeir blessunarlega lausir við slíkt. Leynimakkið á Blaðinu var vægast sagt óspennandi. Það eina sem ég lærði í skátunum forðum daga væri að það væri ljótt að hvíslast á fyrir framan aðra. Þessir kallar voru alltaf eitthvað að pukra og hvíslast á. Komu svo með allsherjar breytingar á öllu sem áður var á fundum sem allir máttu vera með á þegar fréttirnar sem þeir voru að segja okkur um okkur voru þegar komnar á vefmiðla landsins.

Blaðið er ofurselt auglýsingadeildinni, það hlýtur að vera frekar pirrandi að reka ritstjórn undir slíku ofurvaldi. Það hlýtur líka að vera pirrandi að horfast í augu við hve margir flúðu Blaðið eftir að SME tók við, hef aldrei unnið á vinnustað þar sem jafn mikil óánægja grasseraði. En það er kannski ekkert skringilegt þegar yfirmannahrokinn var orðinn slíkur sem hann var. Ásgeir var laus við allt slíkt og ég held að margir hafi saknað hans. Það má kannski segja um Janus að hann sé klár umbrotsmaður en hann er algerlega glataður yfirmaður og vonandi tekur hann ekki að sér að stjórna í nánustu framtíð það bara á ekki við hann. Enginn af þessum köllum er alslæmur en þeir ættu allir að hugsa vel um lögmál orsaka og afleiðinga, því enginn þeirra er fær um að komst út úr eigin fórnarlambspytti og réttlætingabullinu.

En horfum ekki framhjá þeirri staðreynd að öll blöð sem eru algerlega háð auglýsingum og fólk fær án þess að biðja um þau inn um bréfalúguna, já slík blöð eru hreinlega ekki trúverðug. Ég segi því niður með helvítis fríblöðin, ég er hætt að geta lesið þau vegna ógeðs á því hve auglýsingunum er klínt framan í mig á sífellt ógeðfeldari hátt, eins og í miðri grein í formi hringja eða sem gervi forsíða. Hvenær mun þessu pappírsflóði sem ekkert inniheldur nema fréttir um fyrirtæki og vörur sem reynt er að dulbúa sem faglegri umfjöllun linna. Þegar ég kem niður í sameign á morgnana þá er eins og stífla hafi brostið og gangurinn er fullur af innihaldslausum blöðum sem hafa ekkert að segja mér sem ég hef ekki þegar lesið annars staðar.
Fríblöðin eru ekki bara uppfull af lélegri blaðamennsku og ljótum auglýsingum (ég hef því miður aukið við hið síðarnefnda) heldur eru þau líka að ganga frá blaðamannastéttinni sem slíkri.
Akkorðsvinnan á Blaðinu var slík dag hvern að hún minnti mig einna helst á þann stutta tíma sem ég vann í frystihúsi. Allt drifið í gegn á methraða, eru ormar í blaðinu, það tekur enginn eftir því. Allt í gegn um maskínuna því neytendur gera engar kröfur. En hvernig fer það með góða blaðamenn að þurfa að vinna stöðugt undir slíku álagi þar sem fyrirtækjastefnan er að greiða aldrei yfirvinnu en alltaf ætlast til hennar. Ég minni fólk á þá speki að ekkert sé ókeypis og það er ekkert nema blekking að halda að þessi blöð séu frí. Þeirra markmið er að troða upp í almenning auglýsingar og ekkert annað liggur þar að baki. Fann aldrei örla á neinni hugsjón hjá Kalla og Steini Kára nema að græða peninga. Heyrði aldrei talað um einhvern metnað um gæði blaðsins, miklu frekar um hve vel hefði tekist að belgja það út af auglýsingum.
Þannig er nú það og ég verð að viðurkenna að þó ég hafi unnið þarna í 9 mánuði þá las ég blaðið aldrei. Gerði nokkrar heiðarlegar tilraunir en fannst bara of erfitt að finna efni innan um allar auglýsingarnar. Las á netinu það sem ég vildi fræðast um. Reyndar eru netmiðlarnir að verða ömurlegri með hverjum deginum vegna sama vandamálsins, auglýsingar sem byrja allt í einu að tala og syngja. Arg en í það minnsta var engum pappír fórnað í það.

Að sjálfsögðu er ekki við blaðamennina að sakast, þau hafa mörg hver átt í hatrammri glímu við tímann og mörg þeirra gert stórgóða hluti miðað við það sem þeim er boðið upp á. Spurning hvort þau ættu ekki að setja skýrari mörk og koma sér út úr þessu akkorðsaðferðum þar sem lítill tími er til að stunda vinnubrögð sem kalla mætti vönduð án þess að flokkast undir stjörnublaðamenn. (hvað er annars þetta stjörnublaðamannabull minnir mig á stjörnupopp)

14 desember 2006

Í minningu


Baiji höfrungana sem formlega var lýst útdauðum í gær. Var að lesa mér til um þá áðan og komst að því að þeir dóu út meðal annars út af áhrifum af byggingu stærstu stíflu í heimi. Baiji lifði í ferskvatni í Kína. Ég hef reynt að vekja athygli á annarri tegund höfrunga í útrýmingarhættu og hvet alla sem er annt um lífríki jarðar að skrifa undir áskorun sem ég útbjó fyrra til ríkistjórnarinnar í Pakistan en þar búa hinir blindu hvítu höfrungar og eru næstir á listanum til að hverfa að eilífu.

Hér er linkur í frétt um þetta af CNN og hér er undirskrifarlistinn minn fyrir blindu höfrungana sem einnig búa í ferskvatni.

Hef alla tíð elskað höfrunga allt frá þeim tíma sem ég sá þá hoppa og skoppa upp úr haffletinum þegar ég var út á sjó með pabba í bernsku.

11 desember 2006

Það

fólk í bókabransanum sem nýtur jólabókaflóðsins ætti kannski frekar að vinna við slátrun búfénaðar eða við að stjórna frystihúsi þar sem tarnavinna er nauðsyn svo hráefnið skemmist ekki, en við bókmenntir.

Helgin

þessi var alger fjölskyldu og vina helgi. Ég held að ég verði heimakærari sem árin líða. Nenni ekki að fara neitt út á skemmtanir í desember vegna offramboðs. Fæ hræðilegan valkvíða og enda með að fara bara snemma upp í stóra mjúka rúmið mitt með Ísidór ísbjörn mér við hlið og eldgamlar jólabækur. Þá eru dökkar súkkulaðirúsínur aldrei langt undan og fátt notalegra en að sofna útfrá einhverri bók. Er að ljúka við Gunnlaðarsögu. Mér finnst hún frábær en samt fullvæmin á köflum. Ég ætla ekki að kaupa neinar jólabækur í ár. Bíð eftir að þær bækur sem mér ber að lesa í þessu lífi detti í fang mitt eins og þær gjarnan gera. Ég kaupi aldrei neitt dót, nema kannski prentara og ristavélar en samt sogast að mér dót úr öllum áttum og bækur, ég held að innra með mér búa lítið dýr sem heiti bókasegull og hann hefur einstakt lag á að soga til síns alls konar furðulegar bækur sem flögra inn um bréfalúguna mína. Verð reyndar að viðurkenna að ég er að safna bókum eftir Alan Moore (v for vendetta gaurinn) og Sacco og fleiri teiknimyndasöguhöfunda (graphic novel) og kaupi þær gjarnan á amazon, svo er líka verið að safna jack vance en hans bækur kaupi ég notaðar í gegnum amazon marketplace. Þær eru aðallega fyrir herra N, en ég dett í þær líka þegar ég hef nægan tíma. Enginn höfundur með eins ótrúlega mikinn og undarlegan orðaforða og vance.

Ég hreinlega elska að versla á netinu. Ég á bágt með að pína mig til að ráfa um verslanir, verð svo utan við mig að skyndilega er ég búin að kaupa eitthvað allt annað en ég ætlaði að kaupa og ráfa um í óráði uns ég finn leiðina heim. Held að það sé lyftutónlistin sem geri mér þetta. Hún er svo hryllileg að maður verður að loka á öll skynfæri.

Bakaði eðal döðluköku fyrir herra N sem heppnaðist afar vel. Ég er búin að vera að ýta því undan mér í meira en mánuð að baka hana og svo var þetta ekkert mál. Merkilegt þetta fyrirbæri sem heitir að mikla fyrir sér hlutina. AKA að gera úlfalda úr mýflugu. Ég er rosalega góð í þessari íþrótt. Þarna er kannski minn fyrsti möguleiki á að vinna mér inn meistaratitil í einhverju.

10 desember 2006

Þetta er besti


vefurinn sem ég hef fundið til að gleða aðra í verki með jólagjöf sem er þrunginn góðum fyrirheitum og afleiðingum. Kíkið endilega í vefverslun the Hungersite. Ég keypti handa ótilgreindum ættingja þetta. Ég ætla að gefa sjálfri mér þetta. Það sem er notalegt við þessa búð er að í hvert skipti sem þú verslar þarna ertu að gefa mat. Þessi vefur er fyrsti vefurinn sem naut mikilla vinsælda með kerfinu one click a day. Þá smellti maður á hnapp og gaf bolla af mat fyrir hvern smell. Núna eru þeir komnir með allskonar aðra möguleika eins og styrkja konur til að fara í mamogram til að leita að brjóstakrabbameini og gefa skólabörnum bækur í löndum þar sem fátækt er mikil.

Ég fæ annars alltaf algert óbragð í munninn yfir öllu þessu jólafári. Ég neyddist til að fara í Smáralind í gær vegna þess að yngri syni mínum var boðið í afmæli þar. Ég var stödd í Hagkaup á meðan að versla föt á drenginn enda vex hann sem baunaspíra og allt í einu byrja Nylon að syngja. Ég vissi ekki hvert ég gæti flúið en skaut mér út hið fyrsta. Og svona var þetta allsstaðar í Smáraland. Það átti að fá mig til að standa í bókabúðum og trufla fólk við innkaup með því að lesa upp úr bókinni sem ég var að þýða og ég hreinlega gat ekki fengið mig til þess.

Ég er reyndar svo skringileg að ég reyni að hafa jól á hverjum degi. Hver dagur gæti svo sem verið síðasti dagurinn á lífi. Ég nenni ekki að stressa mig á þessum árstíma. Ég nenni ekki að setja einhverjar himinháar væntingar um að þetta eigi að vera mest spes dagur ársins. Ég nenni ekki að borða á mig gat út af því að núna er desember og ég nenni ekki að taka þátt í þessu bulli. Aðal ríkidæmið í kringum jólin er tíminn sem maður fær til að njóta með sínum nánustu, þó ár og dagur sé síðan manni tókst að smala öllum saman, enda skilja haf og heimar alltaf einhverja frá.

Pétur Blöndal

lítur svo á að allir aðrir hugsi og geri eins og hann, eða ættu að gera það. Þeir eru reyndar fjölmargir ráðamenn og konur sem gera þessi herfilegu mistök en Pétur er ef til vill sá þingmaður sem gerir í því að afhjúpa það.

Reyndir virðist flokkurinn hans líta á sig sem valdaflokk. Ég hélt alltaf að fólkið inn á þingi væri þarna í vinnu fyrir mig. (ég veit að ég er frekar einföld) Mér finnst verst að ekki er hægt að reka þetta fólk fyrir léleg vinnubrögð. Hefði verið gaman að sjá einhvern axla ábyrgð á Íraksmálinu á sínum tíma, á Kárahnjúkaklúðrinu, á eilífum svikum við öryrkja og gamla fólkið.

Hvernig væri annars að hafa sérstakt framboð fyrir glæpamenn. Minnihlutahópur sem þarf sinn þrýstihóp á þingi og Árni gæti leitt þann flokk með hljómfagurri röddu. Annars gæti ég nú tuðað út í hið óendalega yfir ömurlegu réttarkerfi landsins.

Fólk sem klifrar upp í krana fær hærri sektir en barnaníðingar, það fær lengra skilorð en nauðgarar. Skil ekki af hverju nauðgun er ekki bara nauðgun og af hverju nauðgun telst ekki til ofbeldis af verstu gerð.

Annars þá held ég að það sé kominn tími fyrir grasrótina að sanna sig í þjónustuhlutverkinu á þingi. Valdaþreyta og valdahroki ríkisvaldins hreinlega orðið hættulega kærulaust.

06 desember 2006

Skringilegt líf kameljónsins

Í hittifyrra stóð ég fyrir utan hótel Borg með skilti í brunagaddi þar sem ég minnti ásamt nokkrum öðrum félögum mínum ráðamenn landsins á jólagjöf Íslendinga til Íraka: samábyrgð okkar á ástandinu í Írak. Í dag söng ég jólalög með fólkinu sem reyndi að horfa fram hjá okkur og skiltunum okkar á þessum sama stað nema bara inni í hlýjunni. Gæddi mér á ora grænum og laufabrauði. Vissi ekki hvort ég ætti að hlægja eða gráta. Varð að fara út í göngutúr í miðju kafi til að hugsa skýrt.

Hvernig breytir maður heiminum? Úti eða inni??!!

p.s. sérstakt áhugamál mitt og langtímaverkefni er að finna leið til að virkja hinn almenna borgarar (ef hann er þá til) til að skynja og trúa því að það sem hann gerir hefur áhrif.

26 nóvember 2006

Upplifanir

undanfarið hafa verið með fjölbreytilegasta móti undanfarin mánuðinn og af svo miklu að taka að ég ætla aðeins að rifja upp nóvember í þessu tilliti::::::

Fyrst : Hin alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils: Ég hef farið á margar alþjóðlegar ljóðahátíðir og þessi er sú næstskemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í og farið á. Held að enginn muni slá út þessa í hinni ofurmögnuðu borg Medellín í Kólumbíu. En skemmtanagildi Nýhilshátíðarinnar slagaði vel upp í Prometo. Menningarsnobb hefur alltaf farið ákaflega í taugarnar á mér og ég fann enga slíka strauma í Stúdentakjallaranum. Það var bara nokkuð inspirerandi að sjá þessi útlensku skáld í mixi við þessi íslensku og ekki skemmdi tónlistin og performanse snildartaktar sem sum þeirra bjuggu yfir.

Auðvitað var ekki allt jafn skemmtilegt en í heildina séð þá var þetta ógleymanlegt hátíð og ég vona að næst verði staðurinn stærri, ég varð frá að hverfa seinna kvöldið vegna þess að það var svo þétt setið og ég orðin fótafúin.... og nennti ekki að standa í marga tíma.

Svo fór ég á alveg magnaða tónleika með Sykurmolunum. Ég var ein af þeim fáu heppnu sem sáu þessa hljómsveit spila í eldgamla daga. 20 ár síðan... ótrúlegt. Ef eitthvað var þá voru þau hreinlega betri núna en þá. Það var eitthvað svo fullkomið jafnvægi á milli þeirra allra. Hér á árum áður var ég hálf hrædd við Einar Örn. Hann var oft frekar andstyggilegur við mig þegar ég rakst á hann í partíum og ég ákaflega viðkvæmur unglingur undir pönkarabrynju minni. Ég var meira segja farin að hafa martraðir þar sem hann var eins konar skrímsli sem lagði mig viðstöðulaust í einelti og ég vaknaði kófsveitt og vonaði að ég myndi ekki rekast á hann í þessari litlu borg. (ég er löngu hætt að vera hrædd við Einar Örn og hafa martraðir með hann í aðalhlutverki:) Og í eldgamla daga þá fannst mér hann bara vera skemmdarverk í Sykurmolunum. En 17. nóvember þessa á þessum ógleymanlegu tónleikum þá fannst mér hann vera það sem stóð upp úr á tónleikunum. Alveg frábær skemmtikraftur og óendanlega meinhæðin komment sem runnu frá honum í stríðum straumum fengu ekki bara mig til að velltast um að hlátri. Um miðbik tónleikana var runnið á mig einskonar æði og langaði mig mest að hoppa sem óð væri eins og í gamla daga en það var ekki hægt vegna þrengsla. Eldri sonur minn (15 ára) var þarna ásamt vini hans sem átti líka afmæli 17ánda. Þeir voru ekki síður hrifnir af þessum tónleikum en ég. Þó Múm væri skemmtilega skringileg sveit, þá voru Rass bara flottastir. Alter egó Ótt(arrrrrs) er eins og teiknimyndapersóna úr einhverri súrealískri japanskri teiknimynd og hrá og einföld lögin algerlega fullkomlega fyndin en þó ekki. Það eina sem ég get sett út á tónleikana voru þessi löngu hlé á milli atriða. Ég var gjörsamlega ónýt í fótum og baki að standa svona hreyfingarlaus í þvögunni. En ég vildi ekki missa hina fullkomnu staðsetningu við miðju nálægt sviðinu og varð því að standa eins og þvara. Þoli ekki að sitja á tónleikum og það eina sem bjargaði mér var að geta hoppað smá þegar Sykurmolarnir spiluðu. Enda útlendingarnir allt um kring líka að hoppa. Þá leið nálardofinn úr fótunum.

Hápunkturinn var svo Johnny Triump... og hinn ódauðlegi Luftgitar. Mjög glöð að N fékk að upplifa þetta. Ætla að gefa okkur plötuspilara í jólagjöf og draga svo allar gömlu plöturnar út úr geymslunni og hafa almennileg tónlistarjól. Á að eiga tvær Sykurmolaplötur. Ég er með alvarleg fráhvörf frá öllum gömlu plötunum mínum. Gaf reyndar flestar uppáhaldsplötur mínar í einhverju kasti þegar ég var um tvítugt til að sanna að ég væri ekki þræll efnislegra hluta (damm) ....

Ég hélt svo ræðu á leynifundi síðasta laugardag sem tókst ótrúlega vel að sögn þeirra sem hlýddu á og ég fékk að gefa til baka eitthvað af því sem mér hefur verið gefið.

Langþráður tími hjá tannlækni varð loks að veruleika. Já það eru með sanni forréttindi að fá að fara til tannlæknis enda óheyrilega dýrt og furðulegt að að tennur og munnur séu ekki hluti af líkamanum í almannatryggingarkerfinu.

Já fátt finnst mér skemmtilegra en að fara til tannlæknis og skil ekki fólk sem kvartar undan því. Hef reynt að fá Fríðu frænku til að setja spegil í loftið hjá sér en mér hefur enn ekki tekist að sannfæra hana..

Þá hitti ég og átti langa fundi með þýskri kvikmyndagerðakonu og byrjuðum við að vinna ljóðavídeó saman. Hún er fremur framúrstefnuleg og veit ég ekki hvernig þetta mun þróast en með okkur tókst ágætur vinskapur. Hún varð fyrir því óláni að stranda út á Gróttu, símalaus og illa klædd. Hún var þarna í kulda og roki orðin raddlaus og köllum um hjálp og hræddist mjög að verða úti. Loks heyrði einhver til hennar og lögreglan kom á bát og bjargaði henni úr sjálfheldunni. Hún var samt þakklát fyrir þessa upplifun og ætlar að nota hana sem skapandi drifkraft.

Ég lagði óhemju vinnu á mig að búa til slideshow fyrir earth first global warming daginn en veður var válynt og enginn mætti. Notum þetta vonandi síðar. Þá lagði ég líka mikla vinnu á mig að tímasetja slideshow og tónlist sem ég fékk hjá Jóa Eiríks fyrir nýhilshátíðar hlut minn, en tónlistin var sett í vitlaust kerfi og eitthvað klikkaði að setja myndasýninguna af stað um leið og tónlistina .... næst hef ég með mér hljóðmann .... eða konu.

En það var hellingur af öðrum upplifinum í nóvember sem ég vildi gjarnan tala um ... og bæti einu við en svo er ég hætt... þarf að fara að vinna í conversations with ghosts NÚNA eða hinn ítalski vinnifélagði minn mun senda mér voldug og lamandi hugskeyti frá ítalíu og gefa hana út alla í klessu.... ég las bókina Svavar Pétur og tuttugusta öldin eftir Hauk Má og hún heillaði mig nógu mikið til að ég las hana til enda. Er núna að lesa verðlaunabók frá því í fyrra og er skemmt...
ásamt því að lesa the teachings of don juan.... sem ég hef reyndar lesið áður en hún datt í fang mitt um daginn og þrábað um að verða endurlesin....

Ég nenni ekki að lesa þessa færslu yfir til að leita að innsláttarvillum eða málfarsvillum

enda er ég veik og því ætti mér að vera allt fyrirgefið sem ég skrifa...

bara eitt og svo ekki meir... bókin sem ég var að þýða fyrir sölku er ekki nýaldarvæmni og ekki nýaldartexti og ekki mjúk ... heldur vægarlaust heiðarleg... og ég hef hafið að særa út sníkjudýrin í huga mér....

25 nóvember 2006

Jæja

þá ætti hin þýðingin mín að vera komin út, en auðvitað þá bilaði eitthvað í prentsmiðjunni, saumavélin í rusli og kalla þarf til viðgerða erlendan sérfræðing.

Ég ætla að gefa nokkur eintök af dagbók kameljónsins í ókeypisbúðina á eftir og kaupa ekkert í dag. Svindlaði smá í gær og keypti heil ósköp af mat. Annars mæli ég ekki með því að keyra bíl þegar maður er með hita. Mér leið sem ég væri á einskonar ofskynjunarferðalagi þegar ég keyrði út á nes. Og ekki skánaði þessi upplifun þegar ég kom inn í Bónus og allt þetta jóla jóla dæmi blasti við. Ég hef reynt að leiða hjá mér þetta jóladæmi. Það er svo margt í sambandi við jólin sem fer svo hryllilega í taugarnar á mér. En ég ætla samt að baka haug af smákökum. En ekki með hita. Maður ætti ekki að búa til mat þegar maður er veikur. Bara borða epli og sælgæti og drekka te og kaffi og djús og vatn og malt.

Þetta finnst mér alger snilld


Nýhil kynnir: Hannes - Nóttin er blá, mamma

Hannes - Nóttin er blá, mamma er fyrsta bindi í einlægu meistaraverki
um einn umdeildasta hugmyndafræðing 20. aldarinnar, Hannes Hólmstein
Gissursson. Um er að ræða sannkallað stórvirki í íslenskri
bókmenntasögu sem varpar nýju og fróðlegu á manninn á bak við bláa
skjöldinn.

Bókin er 2 blaðsíður á lengd og aðeins til sölu í bókabúð Máls og
menningar á Laugavegi og Pennanum-Eymundsson í Austurstræti. Hún
kostar 99 kr. og rennur allur ágóði til Mæðrastyrksnefndar. Þess má
geta að bókin stökk beint í 9. sæti metsölulistans, eftir einungis
einn dag í sölu!

Óttar Martin Norðfjörð er ungur og metnaðarfullur rithöfundur. Þetta
er fyrsta ævisaga hans

Uppskeru

hátíð Sölku næsta miðvikudagskvöld í Þjóðleikhúskjallaranum klukkan 20:00
Hér er dagskráin: Hvernig væri nú að þeir vinir og vandamenn sem þetta blogg lesa komi svo ég gleymi ekki hvernig þeir líta út vegna þess að ég hitti ykkur svo sjaldan :)

Enda líður tíminn hratt á gervihnattaöld.... hraðar sérhvern dag...


Kristín Ómars: Jólaljóð (4-5 mín.)

Helga Einars/ Vala: Njála (Jóhann Eiríks.) (8 mín.)

Valgeir Skagfjörð: Fyrst ég gat hætt ... (handbók) (8 mín.)

Fríða Ingvarsd.: Dætur hússins (þýdd skáldsaga)(8 mín.)

Steingrímur J. Sigf.: Við öll (8 mín.)

Tónlistaratriði: Valgeir Skagfjörð (5-8 mín.)

---------------------------------------------------------

Sigurður A. Magnússon: Garður guðsmóður (ferðabók)(10 mín.)

Birgitta Jónsd.: Lífsreglurnar fjórar (þýdd indjánaspeki)(8 mín.)

Pjetur Hafstein: Vökuborg og draums (ljóðabók)(5 mín.)

Kristian Guttesen: Brekkan (þýdd skáldsaga)(8 mín.)

Súsanna Svavarsd.: Rauðhettuklúbburinn (þýdd handbók)(8 mín.)

24 nóvember 2006

Takk takk
kæru sjálfstæðismenn fyrir að hafa valið Árna Johnsen sem ykkar mann á þing.

Frábært að fá mann með slíkt siðferðisþrek og heiðarleika að leiðarljósi til að annast fjársýslu ríkisins.

Mæli með því að þið berjist fyrir því að fá hann í embætti dómsmálaráðherra.

Skellið honum svo í embætti fangelsismálastjóra ef dómsmálaráðuneytið er ekki laust.

Nei sjaldan hefur maður séð aðra eins táknmynd heiðarleika og Árna.
.
Til hamingju með valið, svona er lýðræðið gott og réttlátt.
Árni greyið er aðeins fórnarlamb tæknilegra mistaka og kannski eilítillar græðgi. Freistingarnar líka þess eðlis að hvernig ætti nokkur lifandi maður að standast þær. Tælandi ókeypis timbur á kostnað sambræðra sinna.

En var það ekki einmitt hann Gísli Marteinn ofurkrútt sem sagði að við þurfum ekkert velferðarkerfi vegna þess að ríka fólkið aumkar sig yfir þá sem eiga bágt!!?? Kannski eru sjálfstæðismenn að aumka sig yfir aumingja vesalings Árna.

Lifi bananinn!

Hin

árlegu serial veikindi á heimilinu eru hafin. Allir búnir að vera veikir. Í gær fór ég til tannlæknis með hita. Mæli ekki með því ef það þarf að deifa. Annars þá var þetta súrealísk upplifun. Ég lá þarna í einskonar móki og inn kemur Fríða frænka sem hefur alla tíð verið uppáhalds tannlæknir minn. Eftir að hafa legið alein um stund á meðan deifingin byrjaði að virka og hlustað á veðurfregnir, Hallormstaður, suðsuðvestan tveir, hiti við frostmark og svo framvegis, komu þær stöllur inn og um leið hófst harmonikkuþáttur. Fríða fékk mikla löngun til að gera við mína skemmdu tönn dansandi. Ég í mínu hitamóki átti ekkert erfitt með að sjá hana fyrir mér í hröðum dansi með borinn taktfastann, gat ekki hlegið með gúmmíklút í munni og tunguna svo dofna að ég var smámælt í nokkra klukkutíma.

Það er undarleg tilfinning að hafa hita. Allt verður óáþreifanlegt og tíminn er stórfljót sem rennur inn og út úr draumheimum. Veit ekkert hvað er raunverulegt lengur. Væri alls ekki viss um tannlæknaheimsóknina nema vegna þess að skjannahvít fylling blasir við tungunni þegar ég snerti hana með tungubrodd.

21 nóvember 2006

1. desember

mun ég hefja hina nýju vinnu sem ég er mjög spennt fyrir og auðvitað kvíði ég líka fyrir því, alltaf stress að gera eitthvað nýtt. Ég er að fara að vinna á skrifstofu VG fram yfir kosningar. Held að þetta verði einhverjar þær mikilvægustu kosningar sem við höfum sem þjóð staðið frammi fyrir. Þar eð ef við viljum sporna við risaeðluskrímslinu sem virðist hafa komið fyrir áleggjum allstaðar um landið. Þar eð ef við viljum eiga eins og einn foss eftir sem er ekki stýrt af manna höndum og aðeins hleypt af fyrir ferðamenn.

Annars þá er margt sem á mér brennur. Finnst svo margt algerlega skakkt og skælt í þessu samfélagi og við íslendingar eins og börn að leik með skæri.

Ég vil ekki græna konu í gönguljósin, ég vil að öll vinna mín sé metin. Líka þetta sjálfsagða, sem aldrei telst til tekna.

Ég vil geta verið meira heima, mamman sem er heima þegar krakkarnir koma heim úr skólanum. Skil ekki af hverju fjarvinnsla hefur ekki rutt sér meira til rúms hérlendis. Ég gæti gert allt sem ég geri í vinnunni upp á Blaði hér heima.

Hnífurinn stendur í yfirmannskúnni. Þeir óttast að maður vinni ekki alla tímana, en vinna er afköst ekki klukkustundir. Og ég afkasta miklu meira heima en þar. Enginn samtöl, bara ég og hlý tölvan mín og almennilegt kaffi.

Ekki

dauð, ekki löt, aðeins hin fullkomna afsökun að gera ekkert.

"harmakvein nútímamannsins: það er svo mikið að gera hjá mér"

Hvað er það eiginlega? hvað er þetta mikla að gera?!

Það má segja að maður sé einskonar þræll offramboðs af afþreyingu og munaði.

Ég held að þrátt fyrir ýmsa skemmtun undanfarið, sem með sanni var mjög skemmtileg þá hafi það að moka snjó sem ég gerði í gær í klukkutíma verið toppurinn á tilverunni undanfarnar vikur.

08 nóvember 2006

Delphin

átti afmæli í gær. Orðin sex ára. Ótrúlegt hvað tíminn er bæði hægur og hraður. (klisja en satt) Ég er svo óendanlega heppin með hvað ég á frábæra krakka. Í gærmorgun(n) gaf ég Delphin hljómborð og hann hoppaði og skoppaði af gleði en var samt alveg til í að eiga það með mér og Neptúnusi. Verð að viðurkenna að ég mun sennilega nota það meira en þeir báðir. Það er nefnilega kennslaforrit í því og ég hef alla tíð dreymt um að kunna að spila á píanó. Svo er alls ekki leiðinlegt að búa til tónlist, hávaða og prófa alla þessa girnilegu takka.

Eftir að við tókum upp pakka og svoleiðis neyddist ég til að fara til vinnu en Neptúnus sótti afmælisbarnið í skólann. Hann hafði búið til ratleik fyrir litla bróður sinn og eytt óhemjumiklum tíma og hugarflugi í það. En ratleikurinn færði Delphin gamlan glanspókemonkarl sem hann ágirntist mjög. Ég kom svo heim rétt fyrir átta og bjó til óskamat fyrir hr D, ala pítu og síðan var snæddur ís og horft á tvo fyrstu futurama þættina.

Eins og

sjá má í fréttatilkynningunni frá Nýhil þá mun ég hljómorða á hátíðinni um helgina. Veit ekki hvort kvöldið ég ætla að skapa draugagang en held að það verði á laugardagskvöld. Ég hlakka til að upplifa hin stórfurðulegu erlendu skáld sem án efa munu hafa áhrif. Ég er nú einu einu sinni kameljón.

Ég ætla að lesa úr Samtölum við Drauga með draugalegri tónlist eftir product 8 sem jafnvel fær mig til að fá gæsahúð ef ég spila hana hátt.

Kannski ef ég finn tíma mun ég varpa draugum af netinu á mig meðan ég hljómorða.

Nýhil kynnir: Nú fyrst riðlast líf ykkar!

Um komandi helgi verður alþjóðleg ljóðahátíð Nýhils haldin í annað sinn og verður ekkert til sparað að gera dásemdirnar sem fyllstar ofsa og ást. Færustu sérfræðingar Nýhils í alþjóðlegri og innlendri ljóðlist hafa lagt nótt við nýtan dag síðastliðinn misseri og sett saman allra mögnuðustu mögulega ljóðadagskrá og verður blásið til sannkallaðs ljóðasvalls föstudaginn 10. nóvember næstkomandi og stendur orgían yfir fram á sunnudagsmorgun. Dásemdirnar verða slíkar að andans menn og konur munu froðufella höfuðstöfum og svitna stuðlum langt fram eftir næsta ári, krafturinn slíkur að orð munu ríma sjálfkrafa hvert við annað og allir læsir menn munu falla í stafi, orð, setningar, erindi, kvæði, heilu bálkana!

Hátíðin verður haldin í Stúdentakjallaranum og í Norræna húsinu. Dagskrá er eftirfarandi:

Föstudagur 10. nóvember - Stúdentakjallarinn kl. 20.00-01.00 Ljóðapartý
Laugardagur 11. nóvember - Norræna húsið kl. 12.00-15.00 Málþing um samtímatilraunaljóðlist
Laugardagur 11. nóvember - Norrænahúsið kl. 16.00-18.00 Ljóðaupplestur
Laugardagur 11. nóvember - Stúdentakjallarinn kl. 20.00-01.00 Ljóðapartý

Erlendir þátttakendur eru að þessu sinni þau Kenneth Goldsmith, Matti Pentikäinen, Leevi Lehto, Anna Hallberg, Jörgen Gassilewski, Derek Beaulieu, Jesse Ball, Christian Bök, Katie Degentesh, Gunnar Wærness og Jane Thompson. Frekari upplýsingar um erlendu þátttakendurna má finna í viðhengi.

Auk hinna erlendu gesta, sem að þessu sinni eru helmingi fleiri en síðast, eru fjölmargir Íslendingar, og má þar helst nefna: Þórdís Björnsdóttir, Halldór Arnar Úlfarsson, Kristín Eiríksdóttir, Óttar Martin Norðfjörð, Ingibjörg Magnadóttir, Valur Brynjar Antonsson, Eiríkur Örn Norðdahl, Ófeigur Sigurðsson, Haukur Már Helgason, Ingólfur Gíslason, Kristín Svava Tómasdóttir, Þórunn Erlu Valdimarsdóttir, Bjarni Klemenz, Birgitta Jónsdóttir, Kabarettinn Músífölsk , Stórsveit Áræðis, Donna Mess, Berglind Ágústsdóttir, Reykjavík!, og Skakkamanage.

24 október 2006

Gönguferðir

aftur komnar á dagskrá hjá mér. Var alveg búin að sniðganga fjöruna vegna anna allt of lengi. Fór með Delphin í göngutúr í fjörunni í gær og þar lét hann mig leika einhvern furðulegan leik sem vakti hjá okkur kátínu. Fann að vetrardrunginn hvarf á einu augnabragði og svei mér þá ég held að ég muni gera snjókarla á færibandi og kannski kaupa mér snjóþotu í stað þess að bölsótast.

22 október 2006

Sofandi

á frumsýningu! Ég er kannski alltof kröfuhörð en mér fannst þessi útfærsla á Amadeus svo hryllilegt að undir lokin var ég búin að loka augunum og útilokan ljótustu leikmynd sem ég hef séð og æði misjafnan leik okkar stærstu og einbeitti mér aðeins að tónlistinni. Naut sálumessunar í hálfgerðu móki inní mínum haus og fannst að þetta hefði verið flott útvarpsleikrit.

Ætla að kaupa mér sálumessuna, var búin að gleyma klassískri tónlist. Kannski gerist hið sama um ljóð. Maður verður svo upptekinn af samtímanum og þessu endalausa áreiti að maður hættir að sjá tæra snilld.

Sumir njóta bara viðbjóðar og vilja lesa um þarma sem festast í niðurföllum.

Ég er að spá í að hætta að ganga með linsurnar og sjá heiminn aftur í móðu.

Eru

íslensk skáld löt? Hvert er hlutverk skálda? Eiga þau að vera framsækin, gagnrýnin, sjálfhverf? Er einhver starfslýsing á því að vera ljóðskáld? Er einhver þörf fyrir ljóðskáld? Er þetta ekki starfsstétt sem er algerlega tilgangslaus?

Samkvæmt rannsóknum mínum á gegni þá eru ljóðabækur eiginlega aldrei í útláni á bókasöfnum. Nýjasta bókemenntasögubókin gerir skáldum lítil skil og það er ákveðin stefna hjá fjölmiðlum sér í lagi ljósvakamiðlum að fá ekki ljóðskáld til að lesa upp því það þarf að borga þeim höfundagjöld. Og ekki eru ljóðabækur nægilega vinsælar til að fjalla um þær í sjónvarpi.

Ljóðið er eins og dauður hestur og enginn les það nema hráætur orða. Ljóð eru hallærisleg, verða aldrei töff, sama hve mikið þau eru blönduð. Niður með ljóðið, kominn tími fyrir líknardauða enda ömurlegt að horfa á það engjast í sífelldum tilgangslausum endurtekningum einskis.

21 október 2006

Hér með

tilkynnist að ég hef ákveðið að bjóða mig fram í hálsakoti fyrir Framsókn.

Eftir að hafa gaumgæft þetta og þrálát bónorð um að bjóða mig fram fyrir framsýnasta og hjartahlýjasta flokk landsmanna þá komst ég að þeirri niðurstöðu að fólkið sem leiðir þann flokk á mesta samleið með þjóðinni. Og vegna þess hve hógvær og stillt ég er þá virðist þetta vera hinn fullkomni flokkur fyrir mig.

Ég hef aldrei verið í neinni klíku, en þarna er stóra tækifærið til að fá að vera með. Ég hef alltaf verið frekar einföld og trúgjörn og hvergi annars staðar fyrirfinnst eins mikið af samherjum mínum á því sviði.

Framsókn er framsækinn flokkur og einstaklega hugmyndaríkur. Fersk framsókn, frjáls framsókn, freistandi framsókn.

Annars hef ég alltaf verið pínu skotin í Sjálfstæðisflokknum. Finnst til dæmis enginn eins traustvekjandi og Björn Bjarnason, vildi gjarnan sjá hann koma fram í hvítum sjóliðabúning. Veit ekki hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn sé ríkari af einfeldningum í ríkisstjórn, held að Framsókn eigi vinninginn. Þess vegna ætla ég að bjóða mig fram fyrir Framsókn.

Mér fannst það vera svo örlagaþrungið og skýr merki um þetta þegar ég mætti til vinnu í gær og fyrsta verkefnið mitt var að gera auglýsingu fyrir Framsókn þar sem auglýst var eftir frambjóðendum. Hafði reyndar haft fyrir því áður en ég fór að heiman að næla í úlpuna mína sæta merkið mitt þar sem á stendur aldrei kaus ég Framsókn. Ég vona að þeir erfi það ekki við mig landsfeðurnir.

19 október 2006

Meira

fjör! Ég er að skipta um vinnu. Hef unnið á Blaðinu síðan í mars en elskulegir yfirmenn mín þar voru eitthvað svo hægfara þegar kom að því að fella úr gildi uppsögn sem ég fékk þar á bæ fyrir tæpum tveimur mánuðum að ég ákvað að hafa smá stolt og sækja bara um vinnu annarsstaðar.

Mér hefur fundist alveg ótrúlega lærdómsríkt að vinna á dagblaði. Að sumu leiti skil ég betur af hverju vinnubrögðin eru svona slöpp oft á tíðum. Of lítill tími og mikið álag og burn out, þetta venjulega. Hef kynnst helling af skemmtilegu og sérstaklega áhugaverðu fólki og ef ekki hefði verið hið mikla álag og svona léleg laun þá hefði ég kannski barist enn frekar fyrir því að fá að vera með áfram.

Mér finnst ég ríkari fyrir vikið og er bara ánægð með þetta allt saman. Finnst reyndar alveg ótrúlega leiðinleg þessi hefð sem er að skapast hér með að vera alltaf að endurnýja starfsfólk eins og skítugar nærbuxur. Ég hef eiginlega aldrei unnið neins staðar þar sem fyrirtækið annað hvort gerbreytist vegna samruna við annað, nýr yfirmaður eða gjaldþrot. Mjög mjög furðulegt. Lífið virðist bara endurtaka sig með ólíkum blæbrigðum. En einhver sagði, að þá sé einhverjir lærdómsgullmolar þar að finna, þeas í endurtekningunni. En ég stundum kölluð Pollýanna hef ekki fundið þá í þetta sinn.

Nýja vinnan mín er reyndar alveg rosalega rosalega spennandi og á örugglega alveg fullkomnlega við kameljón. Byrja þar 1. desember. Meira um það síðar.

17 október 2006

Skemmtilega undarlegir dagar

þar sem draumar verða að veruleika. Dagbók kameljónsins hefur fengið enn eina rósina. Hrifla eftir Viðar Hreinsson birtist á kistan.is í síðustu viku og verð ég að viðurkenna að ég hefði ekki getað óskað mér betri rýni um bókina. Hún einkennist af virðingu og fagmennsku, tíma og vandvirkni. Bæði hann og Úlfhildur hafa gert henni þannig skil að ég get ekki annað en verið þakklát fyrir þeirra vinnubrögð. Þegar verk manns eru tekin fyrir þá er maður alltaf hálf hræddur um að einhvers miskilnings gæti eða eitthvað fari forgörðum. En þau bæði hafa náð að lesa í kjarna hennar og skilið hvað tilraun mín snérist um. Hvað meira gæti maður farið fram á? Ekkert, nema kannski að þeir sem enn hafa ekki gefið sér tíma til að lesa hana, drífi sig núna til þess. Held að margir séu hræddir um að þetta verk sé eitthvað sem það ekki er.

Í tilefni af þessum miklu mæringum mun ég bjóða bókina til sölu á aðeins 1000 krónur í nákvæmlega eina viku. Til að nálgast hana er best að nálgast mig; birgitta at this.is.

Smellið HÉR til að lesa hrifluna hans Viðars.

Í morgunn fékk ég svo fasta viðveru á bokmenntir.is. Þar fann ég frábæra grein sem Úlfhildur hefur skrifað um verk mín frá upphafi til dagsins í dag. Finnst hún ná því að lýsa brambolti mínu í ritheimum eins og mig hefði dreymt um að einhver sæi það. Ég er henni hjartanlega sammála þegar kemur að öllu sem hún skrifar. Bæði það sem flokkast mætti sem málskrúð mitt og allt hitt sem jákvæðara er. Ég er hreinlega að springa af innri gleði og ytra þakklæti. Það er ekkert sjálfgefið að fá réttilegar umfjallanir og ég hef oftar en einu sinni séð verk mín túlkuð á einhvern fljótfærnislegan hátt.

Þá kom út í síðustu viku ein af þýðingunum sem ég hef verið að vinna að í ár. Samtalsbók Ikdea og Gorbachev. Hefur verið undarlegur rússíbani... en mest um vert að bókin sé komin út og að þessar gagnlegu og oft á tíðum stórmerkilegu hugmyndir og hugmyndafræði sé orðin aðgengileg Íslendingum.

Í nóvember koma svo út Lífsreglurnar fjórar, þýddi þá bók fyrir Sölku.

Undanfarið hef ég verið að finna mig aftur. Hef verið hálf týnd í öllu þessu vinnuálagi og ekkert er skemmtilegra en að finna sig með svona marga jákvæða hluti að taka á móti manni.
Þegar ég vinn mikið hverf ég inn í einhvern heim þar sem ég vinn eins og sílarflökunarkona. Fylli hverja tunnuna eftir aðra og hætti ekki fyrr en allt er komið í tunnurnar, svo líð ég útaf í burn out ástandi, er tóm og langar ekkert annað að gera en að sofa, lesa, sofa, éta nammi, sofa, lesa, lesa meira og sofa.

En nú er tími til að fagna. Hvernig gerir maður það aftur?

09 október 2006

Að axla

ábyrgð á eigin lífi og örlögum virðist vera flestum afar erfitt. Fólk er yfirhöfðuð ekki ánægt með hlutskipti sitt, hvernig samfélagið er keyrt áfram og mikið er tuðað yfir hinu og þessu hérlendis. En sárasjaldan fylgja verk orði. Ef til dæmis maður er óánægður með eitthvað, eins og vinnuálag, að hafa lítinn tíma með börnunum sínum, skuldir, þjónustu, yfirmenn, laun, mengun, stóriðju, spillingu, ríkistjórn þá er ekkert einfaldara en að gera eitthvað í því. Ef maður vill verja meiri tíma með börnunum sínum, þá verður maður að breyta um lífstíl sem flestir eru kannski ekki alveg tilbúnir að gefa upp á bátinn. Það verða nákvæmlega engar breytingar í veröldinni nema við séum tilbúin að breytast. Ef við höldum áfram á fullu í neysluhyggju og gerviþarfa veruleika þá verðum við að sætta okkur við fórnirnar sem þarf að færa.

Ég skil í raun og veru ekki alveg hvað gerðist. Af hverju gengur allt út á að varpa ábyrgðinni yfir á aðra. Heilbrigt samfélag er samfélag þar sem einstaklingar bera ábyrgð á sér og sínum. Þar er ekki ætlast til þess að stofnanir sjái um yngstu og elstu fjölskyldumeðlimi svo maður geti keypt sér meira og meira af gagnslausu drasli sem verður úrelt eftir eitt ár. Við erum óheyrilega óábyrg. Með neysluhyggju okkar stuðlum við að eyðileggingu jarðarinnar, við búum til samfélag þar sem sívaxandi fjöldi barna á sér enga ósk heitari en að deyja. Ein meginástæða þess er að börn eru í sívaxandi mæli tilfinningalega afskipt af foreldrum sínum sem þurfa að vinna svo mikið til að framfleyta sér. Þegar ég var að alast upp, þótti sjálfsagt að safna sér fyrir því sem maður ætlaði að kaupa og ef maður fékk eitthvað þá var það sérstakt. Pabbi til dæmis keypti allt sem við áttum fyrir beinharða peninga og aldrei voru tekin lán á okkar heimili. Ég aftur á móti byrjaði í vítahring yfirdráttarlána og sér ekki fyrir endann á því hvenær mér muni takast að greiða það niður. En ég hef alla vega gert einn skynsaman hlut á lífsleið minni og það er að velja minni efnisleg gæði fyrir meiri tíma með krökkunum mínum.

Þetta hefur aldrei verið erfitt val. Af hverju ætti ég ekki að bera fulla ábyrgð á því að sinna mínu hlutverki sem foreldri ef ég á annað borð vel að eignast börn. Ég fæ þá allt annað seinna eða aldrei sem mætti flokkast undir efnislega velsæld og ég hef ekki haft fyrir því að moka í börnin mín merkjavöru eða öllu því sem þeim langar í. Fyrir vikið er ég reyndar ríkari en mig hefði nokkru sinni órað fyrir.

Ef ég vil breytingar þá er enginn nema ég sem get hrundið þeim í framkvæmd. Það væri fásinna að bíða eftir að einhverjir aðrir geri það fyrir mig. Það minnir mann bara á söguna um lata Geir á lækjarbakka.

Eftir að hafa séð mynd Al Gore um gróðurhúsa áhrifin er eitt alveg ljóst: ég verð að gera meira sem einstaklingur og ég verð að fræða aðra um þá miklu vá sem við stöndum frammi fyrir með aðgerðarleysi okkar. Mín kynslóð og kynslóð foreldra minna bera ábyrgð á þessum ósköpum og ef ekkert verður gert til að snúa þessari þróun við munu milljónir manna liggja í valnum.

Ein ástæða þess að ég hef varið svo miklum tíma í umhverfismál er sprottin frá þeirri þörf á að gefa til baka það sem mér hefur verið gefið. Ég ætti ekkert ef náttúran hefði ekki viðstöðulaust gefið mér af sér. Furðulegt að sparka stöðugt í höndina sem fæðir og klæðir mann, svo ég tali nú ekki um nærir sálina með fegurð sinni.
Ef heimurinn á að breytast verð ég að breytast. Neysluvenjur og gildismat.

28 september 2006

Dauðalón

Sá eitt sinn inn í heim dauðans
uppstoppaðir hrafnar og svört tré
í jökuleðju
svo langt sem augað eygði

Óttinn birtist sem svartur hvolpur
sem sleikir sár húsbónda síns

Sorgarhjúpur og sótsvartar hugsanir
Dauðalón og illvirkjun
lama huga og hjarta

En ekki skal gráta gljúfurbúann
heldur safna liði

Enn er von - þó foss hljóðni
Enn er von - sverðin hárbeittar tungur sannleikans
Enn er von - hiti í jökuleðju
og á greinum svartra tráa
glittir í iðagræn lauf

Á eftir þessum vetri kemur vor
eins og alltaf

Þó þessi nótt sé dimm
og dimmari enn
er alltaf dimmast fyrir dögun

Á eftir verður byrjað að safna vatni í Hálslón


Þessi dagur markar tímamót í baráttunni um náttúru Íslands.
Á þessum sama degi, klukkan 22.00 verða Reykjavík og nágrannabyggðir myrkvaðar, til að hægt sé að njóta stjörnuhiminsins.
Þess vegna hvetjum við alla til að sýna andstöðu sína við Kárahnjúkavirkjun með því að safnast saman við Reykjavíkurtjörn í táknrænni athöfn, þar sem við munum fleyta kertum til að minnast þeirra atburða sem nú eiga sér stað. Munið að hafa með ykkur flotkerti og gjarnan sorgarbönd. Á sömu stundu munu íbúar við Lagarfljótið fleyta kertum á Fljótinu.

Sorgardagur

Ég trúi því ekki enn að þetta sé að fara að bresta á. Ég trúi því ekki að ég búi í slíku bananalýðveldi. Allt frá upphafi hafa raddirnar sem hafa látið málefni Kárahnjúkavirkjunar varða, sem hafa sýnt virka andstöðu orðið sífellt fleiri. Af hverju? Varla út af því að þetta mál sé tapað mál, varla út af því að þeir sem eru andsnúnir þessari heimatilbúnu hamförum séu einhverjir vanþroska lopapeysu álfar. Ég held að ástæðan fyrir því að sífellt fleiri hafi sýnt andstöðu sína sé einfaldlega sú að okkur sem höfum verið í þessari baráttu hefur tekist að koma upplýsingum til almennings um hina hliðina á málinu. Það er reyndar eitthvað sem ríkisstjórn þessa lands hefði átt að gera. EN við búum ekki við raunverulegt lýðræði. Það er ástæða fyrir því að fyrir þúsundum ára leit Platón á lýðræði sem meingallað þjóðfélagsform, einmitt útaf hættunni á valdníðslu eins og við erum að upplifa hérlendis.

18 september 2006

Mér

tókst hið ómögulega. Að þýða tvær bækur, að brjóta um eina bók, að skrifa eina ljóðabók, að byrja í nýrri vinnu og halda geðheilsu í öllu þessu fári á þessu ári. Að ógleymdu allri sjálfboðaliðavinnunni sem ég þó hef skorið við nögl.
Ég held að sjaldan hafi ég lært eins mikið um sjálfa mig eins og í þessari hálfs árs geðveiku vinnutörn.
Kannski vegna þess að mér tókst að sleppa sjálfsvorkunarfuglinum emjandi út úr lífi mínu. Engar fleiri krossfestingar í eldhúsinu. Ég hef aftur á móti fengið smá bölsýni í blóðið. Sá Al Gore myndina og þrátt fyrir að í henni væri smá von þá er enn svo langt í að fólk fari að gera eitthvað til að hoppa út úr vítahringnum sem við erum búin að koma okkur í. Svefngenglar.

En nóg um það: fór á Þingvelli með Delphin og Guðborgu Gná um helgina. Fórum leið sem ég hef ekki gengið áður. Langi stígur og enginn var á ferðinni nema við, löbbuðum inn í vættagjá og hámuðum í okkur aðalbláber og krækiber, fullkomin hrútaber og böðuðum okkur í úðanum af Öxarárfossi.

Sá líka myndina hans Nick Cave. Hún er víkingamynd ástralalalala og meðan ég horfði á hana mundi ég af hverju ég vildi ekki búa í Ástralalalíu. En samt var eitthvað við þetta land. Eitthvað sem skaut rótum og ég held að ég muni alltaf sakna einhvers sem mér er fyrirmunað að skilja. Kannski framandleikanum. En myndin var góð, nei hún var meira en góð. Hún syngur í mér eins og hlátur Kookaburra, sem mér þótti frekar óhugnalegur um dimmar nætur í húsinu við jaðar skógarins, en þessi söngur sem minnti á barnsgrátur laumaði sér inn í mig og mig dreymir um að fanga hann ásamt hitanum sem ég sakna án afláts.

07 september 2006

Skapandi dagur gegn stóriðju

Listamenn taka höndum saman og sýna stuðning við náttúruvernd á Íslandi með listsköpun og tónlistarviðburðum á laugardaginn þann 9. september. Ávallt bætast fleiri og fleiri í hóp þeirra sem eru tilbúnir til að mótmæla þeim stóru mistökum sem ríkisstjórn Íslands er að gera núna og eru allir hvattir til að mæta í miðbæ Reykjavíkur og sýna baráttunni gegn stóriðjustefnunni stuðning og hvetja ríkisstjórnina til verka í átt að uppbyggingu umhverfisvæns samfélags sem stuðlað getur að atvinnusköpun í sátt og samlyndi við náttúruna. Öllum er opið að taka þátt með beinum hætti, hvort sem þeir vilja lesa ljóð, spila, mála eða hvað sem þeim dettur í hug.

Ætlunin er að byrja daginn kl. 13 á Hlemmi með karnivalgöngu sem fer niður Laugaveginn og endar á Austurvelli. Í hana eru allir hvattir til að mæta í búningum eða einhverju litríku gervi, taka upp hlóðfæri, dansa, syngja eða bara vera með. Á Austurvelli verða síðan tónleikar, uppákomur og lifandi málverk mun skapað af gestum og gangandi sem síðar verður gefið núverandi ríkisstjórn sem ábyrg er fyrir stærstu umhverfisspjöllum af mannavöldum í allri Íslandssögunni. Meðal þess tónlistarfólks sem fram mun koma má nefna Mr. Sillu og Mongoose, Ghostdigital, Palindrome, Cocktail Vomit, Bent og Magga Legó.

Einnig verður opnun í Gallerí Gyllinhæð og silkiþrykk fyrir utan Nakta apann. Þangað getur fólk komið með flíkur og töskur til að láta prenta á. Þeir sem vilja vita meira eða gefa kost á sér við aðstandendur dagsins er bent á að skrifa tölvupóst á skapandiskodun@hotmail.com.

Allir þeir sem vilja stuðla að verndun íslenskrar náttúru og uppbyggingu umhverfisvænna atvinnuvega eru hvattir til að mæta á staðinn og tjá skoðun sína.

04 september 2006

Skemmtilegur

dagur hjá mér í dag...
Einn af þessum fullkomnu dögum þar sem allt gengur upp nema tæknin!
Í fyrsta lagi kláraði ég að þýða bók númer tvö síðan í mars á þessu ári. Samræðubók Gorbachev og Ikeda. Vinur minn Jón Karl þýddi reyndar samræðuþátt Gorbachev. Þetta var nokkuð mikið torf að fara í gegnum til að komast að kjarnanum. En mjög merkileg og mikilvæg bók sem fékk mig til að fara að lesa aftur heimspeki. Gorgías eftir Platón aftur á náttborðið og ætla svo að detta í hans fullkomna hugmyndaheim, já hugrænt fyllerí á þessum bæ. Ég kláraði að þýða á laugardagsmorgunn... og er núna að pússa, fægja eins og silfrið sem ég nenni aldrei að pússa fyrr en það er orðið svart.

Í öðru lagi þá fékk ég óvænt viðtal upp í hendurnar í dag. Langaði að fjalla um tónleika Patti Smith annaðkvöld og auðvitað langaði mig að taka við hana viðtal. Spurði og fékk. Alveg stórkostlegt að spjalla við þesssa manneskju. Hún hefur svo mikla útgeislun og rosalega djúp og falleg augu. Ég vona að mér hafi tekist að ná kjarna hennar að einhverju leiti inn í þetta viðtal sem ég varð að vinna á mettíma svo það myndi ná í blaðið á morgunn.... svo spjallaði ég smá við gítarleikarann hennar hann Lenny og komst að því að við eigum sameiginlega vini, einn reyndar lést í fyrra, en þetta er svo skemmtilega lítill heimur.

Í þriðja lagi þá fékk ég skemmtilega pöntun á smákverasafninu : komplet:

Og í fjórða lagi þá mun það fara gerast á næstu dögum að ég fái minn fasta bústað á bokmenntir.is

Málið er það að ég hef alltaf haft furðuleg kvikindi lifandi í hausnum á mér, eitt heitir: sjálfsvorkunarpúkinn, annað er hinn illræmdi dómari og það þriðja og jafnan mest óþolandi er áköpuð hugmyndakerfi um mig og allt og alla. Ég er semsagt búin að vera að drepa þessi sníkjudýr með öllum tiltækum ráðum og viti menn ég held að mér sé að takast það.
En semsagt þessi kvikindi hafa alltaf verið að hvísla að mér að ég sé ekki nógu góð þetta eða hitt og þar af leiðandi þá hefur þetta kameljón verið alveg skelfing óframfærið á hinum undarlegustu sviðum. En allt horfir þetta til betri vegar og ég stend í eldhúsinu eða sit og malla gull úr galli í gríðarstórum potti þakklætis og svívirðilegrar bjartsýni ....

i will not strive oh yeah
i love my life oh yeah

02 september 2006

Sonur minn


líkti mér við kakkalakka þegar ég fékk enn einu válegu fréttir lífs míns fyrir tveimur dögum. Sama hve á dynur þá lifi ég það af rétt eins og kakkalakki. (hann reyndar sagði að ég væri ekki eins ljót og kakkalakki blessaður) Ég ætti kannski að breyta heitinu á blogginu mínu í dagbók kakkalakkans! Annars þá veit ég fyrir víst að mínar hremmingar svona almennt á lífshlaupinu er búnar. Síðustu dreggjar því sem næst 40 árum af eilífu drama og harmleikjum. Og því til sönnunar að þetta dæmi, sem gaf mér hið skemmtilega viðurnefni kakkalakkinn, umbreyttist úr gallsúrri ediksúpu í framandi ávöxt. Lífið er eintóm alkemía og ég er að verða betri í að breyta kringumstæðunum í gull:)

þökk kyrjuninni og leynifélaginu

25 ágúst 2006

Enginn upplifir heiminn á sama hátt

Ég upplifi ekki einu sinni heiminn á sama hátt dag frá degi. Því er ekkert skringilegt að þeir sem eru með stóriðju og sjá ekkert athugavert við að nýta auðlindir Íslands geri það og muni sennilega aldrei skipta um skoðun nema það sé PC (politically correct). Þetta sama fólk mun aldrei sjá Ísland eins og ég og í sjálfu sér ætlast ég ekki til þess. Það hryggir mig þó að upplifa þessa óhugnalegu heift sem ég finn gagnvart þeim sem hafa barist fyrir því að upplýsa þjóðina um sannleikan sem hún á heimtingu að vita. Það er aldrei of seint eða niðurlægjandi að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér. Ef það kemur í ljós eftir 100 ár að ég hafi haft rangt fyrir mér varðandi fórnirnar sem verið er að færa fyrir ekki neitt, þá lofa ég að viðurkenna það via spámiðil.


Flokkshollusta er ekkert annað sú undarlega þörf manneskjunnar að þurfa alltaf að finna sér leiðtoga og einhvern til að segja sér hvað er rétt eða rangt. Ekki svo langt síðan að trúarbrögð sáu um þetta fyrir fólk, svo komu vísindamenn en núna eru það stórfyrirtæki og stjórnmálamenn. Það er notalegt að láta aðra um að taka ábyrgð á öllu klúðrinu.

15 ágúst 2006

Starfsmannalýsingar

og orð úr vinnunni vegna þess að það er þriðjudagur!!!!

Þetta er ekki ljóð

1. Æsispennandi eltingaleikur í andkristilegum grafreit
2. Vinirnir tveir með skepnuleg áform
3.Ég er bara enn í tilverunni
4. Ég á amfetamín
5. Konur eru misjafnlega skapaðar
6. Hafðu hnetuna minni
7. Höskuldur er þetta bara haus
8. Ég minnkaði hausinn á Svönu
9. Er einhver sem býður fram rassgat
10. Eru afmælisbörn í hausnum á tilverunni
11. Hvernig er lífið, hvernig er staðan á því
12. Ég er búin að loka lífinu

Kvörtun: fæ líklegast slæma lýsingu á einhverju bloggi, Elli
Ég er fallegur að innan, Elli
Gáta: Elli sker sig í vinnunni, var í MH og hlustar á lækninguna
hvað er Elli?

skúbb: Atli Supreme á tvö regnbogaflögg

skúbb: Helga, Kolla og Atli III lesa ævisögur í strætó

skúbb: Atli Supreme skrifaði um blómadropa í draumi

Smellasmellasmellllllu mynd til að lesa

Smelltu á myndina til að lesa dóminn um ómen... ef þú hefur áhuga á því....

09 ágúst 2006

Dagarnir

mínir hafa sjaldan verið eins mikið "vinna, éta, sofa" eins og undanfarið. Ég vakna yfirleitt fyrir fimm, þýði þangað til ég fer í vinnuna um tíu og vinn svo til átta eða níu á kvöldin, elda mat, þvæ þvott, knúsa börnin mín og lognast svo út af og dreymi skringilega drauma. Því bið ég alla vini og ættingja forláts vegna sambandsleysi og almennri utanviðsig framkomu:)

hlakka svo rosalega til þegar þessi mánuður er á enda runninn og ég get gert eitthvað sérdeilis ekki neitt með hausnum
lagst í mosa og étið krækiber undir jökli, svolgrað í mig ilm náttúrunnar og fyllt vasa mína óskasteinum

07 ágúst 2006

Heimurinn

stendur í stað samkvæmt fréttafluttningi á Íslandi þegar það eru almenn frí á klakanum.

Ég er haldin fréttafíkn og henni er ekki svalað. Klukkan er 7 að morgni og ekkert nýtt inn á vefmiðlum. Bara fréttir frá því um eftirmiðdaginn í gær. Finnst þetta algerlega óþolandi. Getur varla verið svo erfitt að manna vefmiðla um hátíðar. Það eru ekki allir að þvælast út á land í bílahalarófu og ég sækist eiginlega ekki eftir að hlusta á fréttir eins og "gestir skemmtu sér fallega í vestmannaeyjum" eða umferðahnútur hér og þar. Heimurinn stendur í stað og ég hef ekkert til að leiða athygli mína frá þýðingum og sístækkandi tölvupóstskrímslinu....

04 ágúst 2006

Í gær var


ég að fletta blaðinu sem ég vinn hjá og sá þar mynd af forsíðu n'yjasta Mannlífs í auglýsingu frá Mannlífi... þar var móðir mín glaðbeitt og undir myndinni stóð, "'Ég hlakka til að deyja" verð að viðurkenna að þetta sló mig herfilega. Viðtalið við hana er mjög gott en þessi fyrirsögn ömurleg, veit að svona fyrirsagnir selja en guð minn góður ég fór í algert þunglyndi og átti bágt með að fara ekki að grenja. Þó svo að mamma sé í hetjulegri baráttu við krabbameinið eins og svo margir krabbameinssjúklingar þá fannst mér þetta ömurleg fyrirsögn og vildi óska að það væri hægt að selja blöð á annan máta.

HerFORinginn Óskar BjartMarz
hefur nú fundið upp enn eina snilldaraðferðina til að vernda hagsmuni góðgerðasamtaka eins og Alcoa og Impregilo gegn hryðjuverkamönnum á hálendinu. "Tja við ákváðum nú bara að svelta liðið út, höfum því meinað þeim um mat enda er þetta hvort sem er allt saman einhverjar grasætur og ættu að geta étið hundasúrur og fjallagrös, hahahaha..." Óskar fann líka upp á aðferðinni að keyra á kyrrstæða mótmælendur, setja grjót í snjóbolta í bernsku en vegna illkynja fantaskapar og lagni við að ljúga var hann fenginn austur til að díla við alvöru glæpamenn, "já maður hefur bara aldrei þurft að eiga við aðra eins glæpamenn og þetta mótmælapakk. Þau voga sér að bera skilti 20 metrum frá útsýnispallinum við Kárahnjúkastífluna, svona lið á auðvitað ekkert betra skilið en að dúsa í fangelsi og vera lamið með kylfum. Verst að löggæslumennirnir mínir gleymdu piparúðanum niður á stöð. Þessar stelpudruslur hlupu í burtu þegar þær sáu liðsmenn mína hlaupa í áttina að þeim með kylfur á lofti. Auðvitað áttu þær að stoppa strax, við erum nú þekktir fyrir ljúfmennsku í þeirra garð."

Óskar hefur skipað sínum mönnum að stoppa stórhættulegt fólk eins og liðsmenn Sigur rósar og Amiinu sem ætluðu að spila fyrir mótmælaskammirnar í Lindum. "Þetta 101 Reykjavík listamannapakk á ekkert með það að vera að sýna útlendingum sem koma hér með hryðjuverk gegn Íslenskum lögum og reglum í huga einhvern stuðning og hvað er þetta listamannapakk líka að skipta sér af málefnum hér fyrir austan. Vill það kannski að allir verða atvinnulausir hér? Umhverfisverndarsinnar eru terroristar og erum við á viðbúnaðarstiginu TERROR ALERT. Kannski voru Sigur rós og Amiina að reyna að smygla grænmeti til mótmælenda." Óskar er ánægður með hve duglegir löggæsluliðar hans hafa verið við að gera mikinn mat upptækan sem smygla átti til mótmælenda. "Já við höfum þurft að brenna einhver heil ósköp af ólöglegu grænmeti, eins og kartöflum og gulrótum sem greinlega átti að færa mótmælendum." Næsta mál á dagskrá hjá okkur er með aðstoð Víkingasveitar og Sérsveitar er aðgerðin losum okkur fyrir fullt og allt við mótmælendur. Við erum nú auðvitað mjög sárir yfir því að ekki er hægt að kæra þau fyrir eitt eða neitt en um að gera að sá fræjum ótta meðal almennings eins og að ljúga upp á þau skemmdarverkum á sprengjuefni og jafnvel þjófnaði og senda myndir á fjölmiðla landsins af mótmælenda númer 1 að senda löggæslumönnum dónalegt fingramerki eftir að við reyndum að keyra hann niður. Þessar aðferðir virkuðu mjög vel hjá Stansa á sínum tíma, þó að þeir væru helv. kommúnistar. Ég er auðvitað ekki ánægður með að ekki sé hægt að senda þau úr landi og að útlendingaeftirlitið sé ekki að vinna með okkur eins og í fyrra. En nú eru góð ráð dýr og notum við því til að spara almenningi stórfé, vond ráð." Svo rauk Óskar í burtu og verður spennandi að fylgjast með góðmenninu Óskari í baráttu sinni fyrir betra og öruggara lýðræði. Lifi bananinn!

01 ágúst 2006

Lögreglan ekur

á mótmælanda! Ný og betri aðferð hefur verið tekin til notkunar hjá lögreglunni til að hafa hemil á kyrrstæðum mótmælendum. Að sögn lögreglumanns númer 8716 þá hafi hann fundið til ákveðinnar fróunar þegar hann keyrði yfir mótmælanda númer 1 á Íslandi. "Verst að hann náði að snúa sér undan dekkjunum á jeppanum. Við náttúrulega komust upp með fantaskap okkar í fyrra og ákváðum að sjá hvort að við gætum ekki gegnið enn lengra í ár. Þetta lið er náttúrulega okkur til ama og við höfum ekkert fengið að nota Víkingasveitina í ár." Númer 8716 fannst bara best að reyna að taka þessa trjáfaðmara einn og einn. "Hverjum er svo sem ekki sama um þetta skítuga listamannalið frá 101 Reykjavík svo ég tali nú ekki um þetta útlenska lið. Þau eru ekki velkomin hér og þarna sendi ég þeim skýr skilaboð." Að sögn lögreglumannsins sem keyrði á glæsilegum lögReglu jeppa númer YD-613 yfir mótmælanda númer 1, þá eru uppi áform um að næst þegar mótmælendur leggja sig á vegina til að stöðva réttmæta vinnu við Kárahnjúka munu þeir taka deathrace 2000 sér til fyrirmyndar og verið sé að undirbúa keppni um hvaða lögregluÞjónn munu ná flestum mótmælendum undir dekkin hjá sér. Fyrir hvern mótmælenda sem ekið er yfir fást 100 stig. Sá sem vinnur keppnina mun fá glæsilegar felgur á bílinn sinn ásamt kassa af íslenskum bjór.

Áfram íslenZk réttvísi. Lifi bananinn!

Prosaic

Prosaic þýðir hverdagslegt
hálf þjóðin er á prósak
þeas hátt uppi á hverdagsleikanum

28 júlí 2006

Ég á

nokkra vini sem eiga rætur sínar að rekja til Líbanon og hef því fengið sent til mín mun ítarlegri greinar en birtast í fjölmiðlum almennt um hvað er í gangi þarna, ásamt sögulegum heimildum um þetta land og hvernig Hizbollah varð til. Eftir að hafa kynnt mér báðar hliðar verð ég enn sannfærðari um að Ísraelsríki er í engu ólíkt Nasistaveldi Þýskalands á tímum Hitlers. Það er kaldhæðnislegt og afar sorglegt að þeir sem búa Ísrael hafa ekkert lært af sögunni. En kannski vegna þess að þar er trúað á fjall af tönnum á móti einni tönn eru þeir að fá útrás fyrir aldagamalar ofsóknir á sér og eiga nú fullt af skemmtilegum vopnum til að fá útfrás á fólki sem aldrei hafði gert nokkuð á þeirra hlut. Ég mæli með því að Ísrael ráðist á Þýskaland og England. Þar eru afkomendur nasistaböðlana, en láti almenna borgara í Líbanon og Palestínu í friði. Ísrael stal landi af Líbanon, Hizbollah varð til í kjölfarið, til að verja Líbanon og til að gera tilraun til að endurheimta landið. Hizbollah samkvæmt evrópskum stöðlum frá seinni heimstyrjöld ættu því að kallast andspyrnuhetjur... ekki hryðjuverkamenn.

Ég kemst því miður ekki á mótmælastöðuna við sendiráð USA í dag gegn þessum voðaverkum sem nú eru í gangi gegn Líbanon.. (verð í vinnunni) en ég mæli eindregið með því að fólk fari og sýni fólkinu í Líbanon að það styður engan veginn árásir á óbreytta borgara með klasasprengjum og efnavopnum.


Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið föstudaginn 28. júlí kl. 17:30.

Ástandið í Líbanon verður stöðugt hryllilegra - og gleymum ekki heldur Palestínu þar sem árásir á Gaza hafa verið hertar. En ríkisstjórn Bandaríkjanna stendur í vegi fyrir allri viðleitni til að stöðva hryllinginn.

Við hvetjum því alla sem tök hafa á að mæta við bandaríska sendiráðið kl. 17:30 á föstudag - og hvetja aðra til að mæta.

Nú eru á hverjum einasta degi fjölmargir mótmælafundir, stórir og smáir, um allan heim. Látum ekki okkar eftir liggja!

26 júlí 2006

Öræfaævintýr
Þá er ég komin aftur til byggða eftir ógleymanlegt óbyggðaævintýr. Fjölskyldubúðirnar okkar tókust eru að takast miklu mun betur en ég þorði að vona. 150 manneskjur örkuðu um í 9 tíma undir traustri leiðsögn Grétu frá Vaði og Ástu síðasta laugardag. Mikilfengleiki og titrandi tár, reiði og gleði. Tilfinningaskalinn spilaður innra með okkur öllum í undarlegum samhljóm á meðan á göngunni stóð. Þarna voru manneskjur frá öllum skala lífsins. Gangan sjálf endaði svo í þögulli mótmælastöðu á útsýnispalli Landsvirkjunar. Stíflustæðið eitthvað svo óraunverulegt, eins og brothættur glerveggur inn í óþekkta ógn. Ég vildi óska að allar þær upplýsingar sem streyma upp á yfirborðið núna hefðu fundið farveg fyrir nokkrum árum. Ég hef af því þungar áhyggjur að stíflan bresti ef vatninu verði hleypt á og ég veit að ég er ekki ein um það og að tilfinningar mínar eru við rök studdar. Ég trúi enn á kraftaverk. Ég trúi því enn að af þessu verði aldrei. Dreymi enn Töfrafossa sem framleiða regnboga með þungum jökulsárkrafti. Ég trúi á vætti og huldufólk. Ég er íslendingur, það er mér eðlislægt að hlusta á hjartslátt jarðar. Megi landinu okkar verða hlíft við sturluðum draumórum Jakobs nokkurs sem skipti landinu í álland og fiskeldisland. Ekkert annað. Landið á aðeins að nýta, nýta á þann hátt að við eigum allt okkar undir stökkbreyttum álfisk og bandarískum síkópatafyrirtækjum ala the corperation....

jakob jakob jakob... ætli hann dreymi enn um glitrandi álfiska... með gullhjörtu

enn og aftur lesið draumalandið... enn og aftur þá hefur þjóð okkar verið blekkt... rekja má frumorsök þessarar blekkingar í staðreyndum sem andri setti saman í þessari bók... þetta er hans beina aðgerð... ásta og ósk í augnabliki stýra skrefum um feigðarinnar land í átt að von um að bjarga megi feigum.... ég trúi því að upplýst þjóð taki skynsamar ákvarðanir... núna erum við bara hrædd hrædd hrædd við ekkert... nema orðin tóm

ég vildi ekki fara heim eftir að hafa upplifað þetta landslag enn einu sinni, eftir að hafa tekið þátt í aðgerð sem á hæglátan hátt risti svo djúpt að ég finn landið anda í gegnum mig. ég vildi ekki fara heim vegna þess að fólkið þarna var svo einstaklega skemmtilegt, fróðleiksfúst, gefandi og sérstakt. ég vildi ekki fara heim vegna þess að maturinn frá belgísku anarkistakokkunum frá belgíu var ógleymanlegur, vegna þess að snæfell kallaði á mig að klöngrast upp í skjólgóðar hlíðarnar, vegna þess að niður lækjarins var raunverulegri en niður umferðarinnar, vegna þess að tónlistin var rétt að koma og ég rétt að fara, vegna þess að ég á enn eftir að lesa svo margt í þessa náttúru og átti enn eftir að komast nær hreindýrunum, hvet alla sem eru að spá í að fara að drífa sig upp að snæfelli fyrir næstu helgi.... sætaferðir frá egilsstöðum fyrir hina bíllausu og allt um það á vefnum okkar http://www.islandsvinir.org

20 júlí 2006

Er

að fara upp á hálendið, nánar tiltekið Snæfell, og í gönguferð meðal annarra íslandsvina á laugardaginn undir leiðsögn Ástu Augnabliks konu. Ég hef ekki farið í návígi við stífluna síðan í fyrra og verð að viðurkenna að ég hef blendnar tilfinningar til þess að fara austur. Veit að ég á eftir að njóta þess í botn að labba um landið sem á að drekkja en á sama skapi er þetta svo lítið eins og að fara í kistulagningu. En stundum rísa hinir dauðu og stundum eru heimskra manna ráðabrugg svo götótt að eitthvað verður að gefa, vonandi verður það áður en stíflan sjálf gefur eftir og fórnin mikla orðin að veruleika...

Lögrelgan er strax orðin eitthvað taugatrekk þarna við Kárahnjúka... en það er víst pólitískur gjörningur að vilja njóta feigrar náttúru... og þeirra er, að þjónka risafyrirtækjum eins og siður er í fasistaríkjum... held að það hafi verið hinn tröllmyndalegi mussolini sem skilgreindi fasisma á eftirfarandi hátt: það er hinn fullkomni samruni ríkisins og stórfyrirtækja... áfram bananinn... á iðandi bláu, rauðu og hvítu....

en burtséð frá þessu þá gera tollverðir upptæka vettlinga og láta blessaða útlendingana vita sem líta út eins og umhverfisterroristar að þeir séu ekki velkomnir til landsins... eins gott að við lítum öll eins út og allir þeir sem vilja landinu vel eru ekkert annað en skemmdarverkamenn og krónan er veik og verðbólgan gleypir góðærið en það er ekki ruðningsáhrifum stóriðju að kenna heldur vegna þess að við veiðum ekki hvali og byggjum ekki nógu mörg álver... kannski við ættum að éta þessa máva sem Gísli er að skjóta... eru mávar góðir??? sumir elska rottur, eins og til dæmis kínverjar... gefum þurfalingunum rottur háloftsins eða voru það dúfur sem voru kallaðar það.... nei hér er ekkert að: við erum hamingjusamasta þjóð í heimi og allt er svo gott svo gott svo gott....nema þegar það rignir.

17 júlí 2006

Fallega fallega Beirut

af hverju fordæmum við ekki þessar endalausu árásir og þjóðarmorð eins og í Palestínu, Afghanistan og núna í Líbanon.

Þetta eru fórnarlömbin í Beirút.... á altari (fyllið sjálf í eyðurnar)
ég fordæmi Ísrael fyrir vísvitandi morðin á saklausum borgurum ... ég fordæmi USA fyrir að styðja morðin á saklausum borgurum.. ég fordæmi íslensk stjórnvöld fyrir þögnina...

15 júlí 2006

Að finna gullmola í sorpinu

Ég hef haft sama tölvupóst heimilisfangið síðan 1995 og var hún lengi vel mjög sýnileg á vefnum mínum sem hefur verið jafn lengi til. Því er þetta vefheimilisfang til á öllum spammmmmm diskum og listum sem eru framleiddir til að plaga saklaust fólk sem vill ekki óboðna þjónusta, en ég neita að breyta heimilisfangi mínu þrátt fyrir stöðugt ónæði af sölumönnum og svikurum og perrum og leirskáldum. Hef fengið varðhund sem þykist sjá í gegnum hverjum er treystandi að koma inn í forstofu. Í hverri viku koma um 1500 ofangreindar plágur í fýluferð til mín og enda í sorpinu án þess að ég verði mikið vör við þær. Nema ég held að hundinum sé farið að förlast því hann hleypir rolex sölumönnum inn um bakdyrnar og hendir út gullmolum. Ég fann gullmola í gær í sorptunnunni vegna þess ég treysti ekki alveg þessum hundi. Lít yfirleitt yfir sorpið áður en ég eyði því alveg.

Gullmolinn minn er að vera boðið til Nikaragúa á alþjóðlega skáldahátíð í febrúar næstkomandi. Ég er heimshornaflakkari í eðli mínu og veit fátt skemmtilegra en að heimsækja framandi staði, sérstaklega hef ég tekið ástfóstri við Suður-Ameríku eftir að hafa farið til Kólumbíu 1996 á heimsins mögnuðust skáldahátíð sem haldin er í Medellín. Það er eiginlega frekar slæmt að hafa byrjað skáldahátíðarflandursferil minn á þeirri sem ber höfuð og herðar yfir aðrar slíkar. Ég hef farið á tvær síðan og voru þær báðar í Austur-Evrópu, ein í Rúmeníu og önnur í Makedóníu. Báðar alveg skelfilega leiðinlegar, en ég hefði umborið kakkalakkana í klósettinu, að vera með nýaldarsönggyðjum í herbergi og hryllilegan matinn ef við hefðum fengið að lesa fyrir almenning eins og í Kólumbíu, en við skáldin vorum mest að tala um ljóð við hvort annað (ekki beint það skemmtilegasta sem ég veit), lesa fyrir hvort annað og heimsækja trúarleiðtoga. En í Kólumbíu lásum við á götuhornum, í fangelsum, í háskólanum, í leikhúsinu, í risastóru útileikhúsi sem rúmaði 5000 manneskjur og það var pakkfullt og hittum framandi seiðmenn og frábæra salsadansara.

Ég er því ægilega spennt að sjá hvernig þessi hátíð verður í Nikaragúa. Hún getur ekki orðið verri en Rúmenía eða Makedónía... ég var reyndar búin að lofa mér því að fara aldrei aftur á skáldahátíð, en Nikaragúa.... allt of spennandi til að hafna....

Ég kann reyndar enga spænsku, gaf meira að segja dr k spænskukúrsinn minn áður en hann fór að landi brott.... verð víst að fá mér nýjar lærdómsbækur...

07 júlí 2006

Bíódómur: Ofurhetjuhasar: X-Men, The Last StandÉg er haldin teiknimyndasöguáráttu. Les frekar teiknimyndir en að horfa á sápuóperur og hef ekki lengur tölu yfir hve margar útgáfur af X-Men ég hef lesið og þar af leiðandi skiptir mig litlu máli hvaða söguþræði er fylgt eða hvort að persónurnar séu
nákvæmlega eins og í einhverri tiltekinni sögu. Finnst aðalmálið við kvikmyndir sem byggðar eru á teiknimynda sögum að þær nái ákveðnum hughrifum, áferð og síðast en ekki síst að þær nái að blása lífi í söguhetjurnar og gera þær spennandi. Fyrstu tvær X-Men myndirnar hafa náð þeim árangri að mig langar að sjá þær aftur og mun X-Men 3 án efa bætast í DVD safnið mitt.

Auðvitað er söguþráður inn hvorki djúpur né flókinn enda átti ég ekki von á því. Styrkur þessarar myndar er að hún er þétt, alltaf eitthvað að gerast sem fangar athygli manns og heldur henni út alla myndina. Einhversstaðar heyrði ég meðal þeirrasem elska hasar myndir að þetta væri hasarmynd ársins. Ég leit í það minnsta aldrei á klukkuna á meðan á henni stóð. Það er hægt að sjá þessa mynd án þess að hafa séð hinar tvær X-Men myndirnar, hún stendur sem sjálfstætt verk. Það er áberandi að sami leikstjórinn er ekki við stjórnvöllinn á þessari og hinum tveimur og alþekkt að Singer hefur sérstakt lag á að ljá teiknimyndasögum líf á hvíta tjaldinu. Mér finnst nýja leikstjóran um Ratner takast að búa til eitthvað sem ég er sátt við. Það eina sem fór í taugarnar á mér er hve ömurleg og fy irsjáanleg flest samtölin eru.

Óheft ógnarafl í endurrisu
Sagan gengur út á hið sígilda stríð milli góðs og ills. Lyfjarisi kynnir lyf til sögunnar sem gefur þeim sem hafa stökkbreytta genið í sér tækifæri á að læknast og verða eins og “venjulegt” fólk. Auðvitað bregðast ekki allir stökkbreyttu vel við að litið sé á þá og þeirra einstöku eiginleika sem sjúkdóm. Eigandi lyfjafyrirtækisins er pabbi Englastráksins. Persónusköpunin er oftast flott nema Englastrákurinn ekki alveg vera að gera sig þó að vængirnir hans séu afar fallegir. Hann er einfaldlega allt of litlaus. Flottasta persónan er Fönixinn, óheft ógnarafl í endurrisinni persónu Jean Grey og uppgjörsatriðið á milli hennar og
Xavier er ógleymanlegt. Það var eitthvað óhemjusorglegt við að sjá sumar persónurnar læknast og verða venjulegar, þó þær hefðu verið bláar eða broddgölltóttar, siðlausar eða saklausar.

Fyrir þá sem vilja lesa eða kynnast þess um söguhetjum þá er Borgarbókasafnið með gott úrval af sögum um X-Men.

1. júlí 2006

06 júlí 2006

Ekki er allt sem sýnist í ævintýraheimum

Kvikmyndin Rauðhetta er lauslega byggð á hinu sígilda ævintýri um Rauðhettu. Söguþráðurinn er listilega vel smíðaður í kringum þetta ævintýri sem við öll þekkjum, en myndin á ekkert annað sameiginlegt með ævintýrinu. Það er ekki oft sem maður sér fjölskyldumynd sem hefur almennilegan þráð og leikfléttu sem höfðar til vitsmuna bæði barna og fullorðinna. Oftar en einu sinni hefur maður þurft að þjást í gegnum myndir með yngstu fjölskyldumeðlimunum, sem eru byggðar á úreltum söguþræði sem er búið að nota svo oft að maður getur ekki beðið eftir að komast út.

Kolsvartur húmor
Það sem heillaði mig við þessa mynd var kolsvartur húmorinn og uppbygging sögunnar. Það kom mjög vel út að notast við formúlur sakamálamynda, minnti jafnvel á Agötu Christie kvikmyndir þar sem sagan er sögð útfrá sjónarhorni allra sem liggja undir grun um glæpinn. Þá fannst mér töff að sýna sömu senurnar út frá mismunandi vinklum sem síðan juku við plottið uns það náði ákveðnu hámarki. Amman er ekki öll þar sem hún er séð en hún lifir algerlega tvöföldu lífi sem snýst um listilega gott bakkelsi og jaðaríþróttir. Þá fáum við blaðamenn smá skot með því að gera úlfinn lævísa og undirförula að rannsóknarblaðamanni og ljósmyndarinn er útúrvíraður paparazzi íkorni. Ekki má gleyma kjötsölubílstjóranum sem fer að leita að skógarhöggsmanninum innra með sér til að geta uppfyllt draum sinn um að gerast leikari. Persónusköpunin er vel gerð og myndin er brimfull af skemmtilegum persónuleikum.
Enginn teiknimyndasöngleikur
Ég fékk í upphafi myndarinnar vægan hroll þegar fyrsta lagið byrjaði í flutningi Birgittu Haukdal, hélt að þetta myndi þróast í enn eina söngvamyndina sem ég er búin að fá algerlega nóg af. Ég er enn að jafna mig á hörmungarútfærslunni á Herkúles hinum gríska í amerísku gospellandi. En þessari mynd tókst meira að segja að sneiða framhjá því að ofnota söngvana og gera úr þessu teiknimyndasöngleik. Ef að ég ætti að leita að einhverju til að kvarta yfir þá er það eitthvað sem ég pirra mig sífellt á í tengslum við íslenska talsetningu. Finnst sumir leikarar og söngvarar algerlega ofnotaðir og sama hve þau reyna að aðlaga röddina nýjum persónum þá heyrir maður bergmálið af öllum hinum persónunum sem þau hafa talsett.
Mér finnst að þeim sem standa að baki Rauðhettu, hafi tekist að gera nútímalegt ævintýri þar sem einfaldlega allt gengur upp.
Fyrsti bíódómurinn í Blaðinu, birtist 10. maí 2006

02 júlí 2006

Brúðkaup aldarinnar í mínu lífi:)

Bróðir minn gifti sig í gær yndislegri konu. Yfirleitt leiðist mér ákaflega í kirkjum enda fer ég nú eiginlega bara í jarðafarir en presturinn sem gaf þau saman var alveg laus við helgislepju og gæti þess vegna flokkast undir "stand up" prest. Skemmtiatriðin voru frábær og einhver fullkomin fegurð hjúpaði allt og alla. Já ég veit að ég er væmin og það er allt í lagi. Ég er væmin manneskja að upplagi þó að töffarinn í mér fái nú oft að vera gríman sem ég ber. Veislan var ekki síður skemmtileg. Og maturinn ógleymanlegur, já ég tek svo djúpt í árina vegna þess að ég hef verið grænmetisæta í 20 ár og hef bara aldrei fengið svona góðan mat eins og í gær, því að sjálfsögðu var tekið tillit til sérvitringanna í fjölskyldinni og framreiddur sér matur fyrir oss. Fjölmargt var gert til skemmtunar í veislunni og vegna þess að brúðhjónin eiga sér bæði afar músíkalskar fjölskyldur var mikið um tónlistaratriði og fjöldasöng. Ég samdi eitt ljóð í tilefni dagsins og flutti það með fósturbróður okkar honum Hjörleifi Vals og tja okkur tókst að fá fólk til að tárast... það ætti að segja allt um það atriði...
hér er annars ljóðið sem ég gaf þeim það heitir "Áheitin"

Óheft ástin
óskilyrt
flæðir
streymir
hvítfreyðandi
vatnsfall
fegurstu kennda
sem í mannshjartanu býr

Hrifnæm ástfangin
með tímanum
eðalvín

Brugg, grugg úr lífsins vatni

Lífsvegurinn er
kræklóttur stígur
hindrana og reynslu
en samstíga
verða hæstu fjöll kleif
dýpstu gljúfur yfirstíganleg

Viltu taka þessa konu
eins og hún er án þess að
vilja
þurfa
breyta henni
fullkomin eins og hún er í hjarta þér
um aldir alda

Viltu taka þennan mann
eins og hann er án þess að
vilja
þurfa
breyta honum
fullkominn eins og hann er í hjarta þér
um aldir alda

tileinkað Jóni Tryggva og Lindu á brúðkaupsdaginn þeirra 1. júlí 2006

og ég er svo stolt af mínum litla bróður sem er drengur góður í alla staði...