10 desember 2006

Pétur Blöndal

lítur svo á að allir aðrir hugsi og geri eins og hann, eða ættu að gera það. Þeir eru reyndar fjölmargir ráðamenn og konur sem gera þessi herfilegu mistök en Pétur er ef til vill sá þingmaður sem gerir í því að afhjúpa það.

Reyndir virðist flokkurinn hans líta á sig sem valdaflokk. Ég hélt alltaf að fólkið inn á þingi væri þarna í vinnu fyrir mig. (ég veit að ég er frekar einföld) Mér finnst verst að ekki er hægt að reka þetta fólk fyrir léleg vinnubrögð. Hefði verið gaman að sjá einhvern axla ábyrgð á Íraksmálinu á sínum tíma, á Kárahnjúkaklúðrinu, á eilífum svikum við öryrkja og gamla fólkið.

Hvernig væri annars að hafa sérstakt framboð fyrir glæpamenn. Minnihlutahópur sem þarf sinn þrýstihóp á þingi og Árni gæti leitt þann flokk með hljómfagurri röddu. Annars gæti ég nú tuðað út í hið óendalega yfir ömurlegu réttarkerfi landsins.

Fólk sem klifrar upp í krana fær hærri sektir en barnaníðingar, það fær lengra skilorð en nauðgarar. Skil ekki af hverju nauðgun er ekki bara nauðgun og af hverju nauðgun telst ekki til ofbeldis af verstu gerð.

Annars þá held ég að það sé kominn tími fyrir grasrótina að sanna sig í þjónustuhlutverkinu á þingi. Valdaþreyta og valdahroki ríkisvaldins hreinlega orðið hættulega kærulaust.

Engin ummæli: