þú með Saddam eða okkur var ég eitt sinn spurð á köldum desemberdegi af Guðna Ágústssyni þegar ég ásamt slatta af öðrum mótmælendum vildum minna ríkisstjórnina á þau voðaverk sem framin voru í Írak í okkar nafni í boði Halldórs og Davíðs.
Ég veit að Tígris-Hitler var ekki góður maður og stóð sjálfur fyrir hryllilegum voðaverkum. En það réttlætir ekki það sem gerst hefur í Írak undir handleiðslu USA-Stalíns. Hvenær mun fólk átta sig á að morð réttlætir ekki annað morð. Að tönn fyrir tönn og auga fyrir auga er hin fullkomna leið mannkyns til glötunar.
Eitt er það sem mér finnst ganga út yfir öll velsæmismörk hjá fjölmiðlum í tengslum við þetta og það er að sýna myndir af Saddam við það að deyja, með snöruna um hálsinn og nú var maður að frétta að hægt er að nálgast upptökur eða myndir af því hvernig hann er myrtur. Þetta finnst mér mikil vanvirðing við aðstandendur hans, hvort sem að hann var böðull eða ekki. Hvað verður næsta snuffið fyrir okkur sem erum orðin ónæm fyrir viðbjóðnum: kannski væri hægt að sýna nauðganir hermanna á barnungum stúlkum í beinni frá Fallujah?
Vesturveldunum hefur tekist að búa til píslavott úr Saddam, með því að hengja hann við upphaf Eid al-Adha, sem er hátíð hinnar miklu fórnar, stund fyrirgefningarinnar, sú stund sem Saddam ásamt öðrum leiðtogum í hinum múslímska heimi hafa notað til að fyrirgefa glæpamönnum og sleppa nokkrum völdum mönnum eða konum úr haldi. Ekki ósvipað og gerðist þegar Jesús var fórnað en Barabas fékk að ganga laus. Tekist hefur að búa til einskonar Jesús úr Saddam. En kannski var það tilgangurinn með þessu. Búa til grundvöll fyrir meiri átök og kynda undir borgarastyrjöldina í Írak.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Heyr, heyr, elsku frænka. Algjörlega sammála þér.
Vildi líka óska þér innilega gleðilegs árs!
kær kveðja af Skaganum
Kæra frænka... Gleðilegt nýtt ár og vonandi hittumst við eitthvað á þessu ári:)
Skrifa ummæli