26 nóvember 2006

Upplifanir

undanfarið hafa verið með fjölbreytilegasta móti undanfarin mánuðinn og af svo miklu að taka að ég ætla aðeins að rifja upp nóvember í þessu tilliti::::::

Fyrst : Hin alþjóðlega ljóðahátíð Nýhils: Ég hef farið á margar alþjóðlegar ljóðahátíðir og þessi er sú næstskemmtilegasta sem ég hef tekið þátt í og farið á. Held að enginn muni slá út þessa í hinni ofurmögnuðu borg Medellín í Kólumbíu. En skemmtanagildi Nýhilshátíðarinnar slagaði vel upp í Prometo. Menningarsnobb hefur alltaf farið ákaflega í taugarnar á mér og ég fann enga slíka strauma í Stúdentakjallaranum. Það var bara nokkuð inspirerandi að sjá þessi útlensku skáld í mixi við þessi íslensku og ekki skemmdi tónlistin og performanse snildartaktar sem sum þeirra bjuggu yfir.

Auðvitað var ekki allt jafn skemmtilegt en í heildina séð þá var þetta ógleymanlegt hátíð og ég vona að næst verði staðurinn stærri, ég varð frá að hverfa seinna kvöldið vegna þess að það var svo þétt setið og ég orðin fótafúin.... og nennti ekki að standa í marga tíma.

Svo fór ég á alveg magnaða tónleika með Sykurmolunum. Ég var ein af þeim fáu heppnu sem sáu þessa hljómsveit spila í eldgamla daga. 20 ár síðan... ótrúlegt. Ef eitthvað var þá voru þau hreinlega betri núna en þá. Það var eitthvað svo fullkomið jafnvægi á milli þeirra allra. Hér á árum áður var ég hálf hrædd við Einar Örn. Hann var oft frekar andstyggilegur við mig þegar ég rakst á hann í partíum og ég ákaflega viðkvæmur unglingur undir pönkarabrynju minni. Ég var meira segja farin að hafa martraðir þar sem hann var eins konar skrímsli sem lagði mig viðstöðulaust í einelti og ég vaknaði kófsveitt og vonaði að ég myndi ekki rekast á hann í þessari litlu borg. (ég er löngu hætt að vera hrædd við Einar Örn og hafa martraðir með hann í aðalhlutverki:) Og í eldgamla daga þá fannst mér hann bara vera skemmdarverk í Sykurmolunum. En 17. nóvember þessa á þessum ógleymanlegu tónleikum þá fannst mér hann vera það sem stóð upp úr á tónleikunum. Alveg frábær skemmtikraftur og óendanlega meinhæðin komment sem runnu frá honum í stríðum straumum fengu ekki bara mig til að velltast um að hlátri. Um miðbik tónleikana var runnið á mig einskonar æði og langaði mig mest að hoppa sem óð væri eins og í gamla daga en það var ekki hægt vegna þrengsla. Eldri sonur minn (15 ára) var þarna ásamt vini hans sem átti líka afmæli 17ánda. Þeir voru ekki síður hrifnir af þessum tónleikum en ég. Þó Múm væri skemmtilega skringileg sveit, þá voru Rass bara flottastir. Alter egó Ótt(arrrrrs) er eins og teiknimyndapersóna úr einhverri súrealískri japanskri teiknimynd og hrá og einföld lögin algerlega fullkomlega fyndin en þó ekki. Það eina sem ég get sett út á tónleikana voru þessi löngu hlé á milli atriða. Ég var gjörsamlega ónýt í fótum og baki að standa svona hreyfingarlaus í þvögunni. En ég vildi ekki missa hina fullkomnu staðsetningu við miðju nálægt sviðinu og varð því að standa eins og þvara. Þoli ekki að sitja á tónleikum og það eina sem bjargaði mér var að geta hoppað smá þegar Sykurmolarnir spiluðu. Enda útlendingarnir allt um kring líka að hoppa. Þá leið nálardofinn úr fótunum.

Hápunkturinn var svo Johnny Triump... og hinn ódauðlegi Luftgitar. Mjög glöð að N fékk að upplifa þetta. Ætla að gefa okkur plötuspilara í jólagjöf og draga svo allar gömlu plöturnar út úr geymslunni og hafa almennileg tónlistarjól. Á að eiga tvær Sykurmolaplötur. Ég er með alvarleg fráhvörf frá öllum gömlu plötunum mínum. Gaf reyndar flestar uppáhaldsplötur mínar í einhverju kasti þegar ég var um tvítugt til að sanna að ég væri ekki þræll efnislegra hluta (damm) ....

Ég hélt svo ræðu á leynifundi síðasta laugardag sem tókst ótrúlega vel að sögn þeirra sem hlýddu á og ég fékk að gefa til baka eitthvað af því sem mér hefur verið gefið.

Langþráður tími hjá tannlækni varð loks að veruleika. Já það eru með sanni forréttindi að fá að fara til tannlæknis enda óheyrilega dýrt og furðulegt að að tennur og munnur séu ekki hluti af líkamanum í almannatryggingarkerfinu.

Já fátt finnst mér skemmtilegra en að fara til tannlæknis og skil ekki fólk sem kvartar undan því. Hef reynt að fá Fríðu frænku til að setja spegil í loftið hjá sér en mér hefur enn ekki tekist að sannfæra hana..

Þá hitti ég og átti langa fundi með þýskri kvikmyndagerðakonu og byrjuðum við að vinna ljóðavídeó saman. Hún er fremur framúrstefnuleg og veit ég ekki hvernig þetta mun þróast en með okkur tókst ágætur vinskapur. Hún varð fyrir því óláni að stranda út á Gróttu, símalaus og illa klædd. Hún var þarna í kulda og roki orðin raddlaus og köllum um hjálp og hræddist mjög að verða úti. Loks heyrði einhver til hennar og lögreglan kom á bát og bjargaði henni úr sjálfheldunni. Hún var samt þakklát fyrir þessa upplifun og ætlar að nota hana sem skapandi drifkraft.

Ég lagði óhemju vinnu á mig að búa til slideshow fyrir earth first global warming daginn en veður var válynt og enginn mætti. Notum þetta vonandi síðar. Þá lagði ég líka mikla vinnu á mig að tímasetja slideshow og tónlist sem ég fékk hjá Jóa Eiríks fyrir nýhilshátíðar hlut minn, en tónlistin var sett í vitlaust kerfi og eitthvað klikkaði að setja myndasýninguna af stað um leið og tónlistina .... næst hef ég með mér hljóðmann .... eða konu.

En það var hellingur af öðrum upplifinum í nóvember sem ég vildi gjarnan tala um ... og bæti einu við en svo er ég hætt... þarf að fara að vinna í conversations with ghosts NÚNA eða hinn ítalski vinnifélagði minn mun senda mér voldug og lamandi hugskeyti frá ítalíu og gefa hana út alla í klessu.... ég las bókina Svavar Pétur og tuttugusta öldin eftir Hauk Má og hún heillaði mig nógu mikið til að ég las hana til enda. Er núna að lesa verðlaunabók frá því í fyrra og er skemmt...
ásamt því að lesa the teachings of don juan.... sem ég hef reyndar lesið áður en hún datt í fang mitt um daginn og þrábað um að verða endurlesin....

Ég nenni ekki að lesa þessa færslu yfir til að leita að innsláttarvillum eða málfarsvillum

enda er ég veik og því ætti mér að vera allt fyrirgefið sem ég skrifa...

bara eitt og svo ekki meir... bókin sem ég var að þýða fyrir sölku er ekki nýaldarvæmni og ekki nýaldartexti og ekki mjúk ... heldur vægarlaust heiðarleg... og ég hef hafið að særa út sníkjudýrin í huga mér....

Engin ummæli: