23 desember 2006

Gleðilega birtuhátíð


Kæru vinir til sjávar og sveita, ég óska ykkur gleðilegra jóla.

Mín persónulega ósk fyrir næsta ár er að mér takist betur til með að vernda jörðina okkar og að fólk vakni til meðvitundar um þá einföldu staðreynd að einstaklingar geta breytt heiminum, fyrst og fremst með því að breyta sjálfum sér og horfast í auga við ótta sinn. Breytingar er það afl sem fær heiminn til að snúast. En breytingar án mannúðar eru miskunalausar.

p.s. Ég sendi ekki pappírskort og hef ekki gert í tíu ár af tilitsemi við jörðina:) Þó auðvitað þau kort sem ég hef fengið í ár hafi hrundið brosi á mitt andlit.

Og að lokum langar að deila með ykkur Lífsreglunum fjórum; ágætt veganesti inn í nýtt ár. Takk fyrir allt þetta gamla og góða.

Með birtukveðjum: Birgitta

Vertu flekklaus í orði
Talaðu af heilindum. Segðu aðeins það sem þú meinar. Passaðu að nota ekki orðið gegn þér eða til að slúðra um aðra. Beindu krafti orða þinna í átt að sannleika og kærleika, því orðið er eins og svartagaldur ef þú notar það án umhugsunar.

Ekki taka neitt persónulega
Ekkert sem annað fólk gerir er þín vegna. Það sem aðrir segja og gera er speglun af þeirra eigin veruleika, þeirra eigin hugarástandi. Þegar þú hættir að taka skoðanir og gjörðir annarra nærri þér, verðurðu ekki lengur fórnarlamb ónauðsynlegrar vanlíðunar.

Ekki draga rangar ályktanir
Hafðu hugrekki til þess að spyrja spurninga og til að biðja um það sem þú raunverulega vilt. Hafðu samskipti þín við aðra skýr svo þú komist hjá misskilningi og sárindum. Þessi eina lífsregla getur umbreytt lífi þínu.

Gerðu alltaf þitt besta
Þitt besta mun breytast á hverju andartaki við ólíkar aðstæður. Burtséð hverjar kringumstæðurnar eru, gerðu einfaldlega alltaf þitt besta og þú munt hætta að fordæma, fara illa með þig og fyllast eftirsjá.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðileg jól, kæra frænka. Takk fyrir frábærar lífsreglur! Hafðu það gott um jólin :)