14 desember 2006

Í minningu


Baiji höfrungana sem formlega var lýst útdauðum í gær. Var að lesa mér til um þá áðan og komst að því að þeir dóu út meðal annars út af áhrifum af byggingu stærstu stíflu í heimi. Baiji lifði í ferskvatni í Kína. Ég hef reynt að vekja athygli á annarri tegund höfrunga í útrýmingarhættu og hvet alla sem er annt um lífríki jarðar að skrifa undir áskorun sem ég útbjó fyrra til ríkistjórnarinnar í Pakistan en þar búa hinir blindu hvítu höfrungar og eru næstir á listanum til að hverfa að eilífu.

Hér er linkur í frétt um þetta af CNN og hér er undirskrifarlistinn minn fyrir blindu höfrungana sem einnig búa í ferskvatni.

Hef alla tíð elskað höfrunga allt frá þeim tíma sem ég sá þá hoppa og skoppa upp úr haffletinum þegar ég var út á sjó með pabba í bernsku.

Engin ummæli: