30 nóvember 2005

Upplestur og viðtöl

klukkan 11:10 í dag mun ég vera í viðtali á talstöðinni. í dag mun ég líka vera forsíðuefni vikunnar. ég vildi reyna að nota bókina til að opna umræðuna um sjálfsvíg og aðstandendur þeirra og það er greinilega þörf á, hef nú þegar fengið viðbrögð sem segja mér að það er löngu tímabært að gera eitthvað fyrir þennan stóra hóp fólks sem eftir situr þegar nákomnir taka sitt líf. Hef verið að velta þessu fram og aftur fyrir mér og er að þróa nokkrar hugmyndir innra með mér sem gætu bara verið ágætis tillögur að úrbótum á þessum málum. meira um það síðar.

sölkukonurnar hafa verið alveg einstaklega góðar við mig, þó svo að þær séu bara að dreifa bókinni þá hafa þær tekið mig svollítið undir vænginn sinn. það verður heilmikil útgáfugleði í þjóðleikhúskjallaranum klukkan 20:15 í kvöld. ég mun lesa eitthvað smá uppúr dagbókinni.

Bjarni Hinriksson, Ingibjörg Hjartardóttir, Guðlaugur Arason, Þóra Jónsdóttir, Kristian Guttesen, Hildur Hákonardóttir og Þórhallur Heimisson eru meðal þeirra sem lesa upp úr sínum verkum.

Hvet alla til að mæta, það verður líka tónlist og mikil gleði og það kostar ekkert inn.

28 nóvember 2005

bókin er nú fáanleg á vef Sölku

Hægt að smella beint á linkinn hér fyrir ofan á fá hana á sérstöku veftilboðsverði.

Það er líka slatti af öðru góðgæti á vef bókaútgáfunnar Sölku

Að melta orð

hendur
heyrði frá tveimur lesendum dagbókarinnar og báðir sögðu að bókin væri þess eðlis að
það þyrfti að melta hana í smáskömmtum. mikið að gerjast eftir hvern kafla. eins gott að þeir eru frekar stuttir:)

þá sagði ein stelpa þegar hún sá hvernig ég skipti bókinni upp að þetta væri mjög gott fyrir fólk með ad&d
hmmm, sennilega erum við öll með snert af ad&d, mest allt sem við lesum nú til dags er stutt með fyrirsögn og mynd
bæði á skjánum og á prenti, sumir fá svima þegar þeir sjá óuppskiptan texta, eins og flestar skáldsögur eru, og kannski er það þessvegna sem ég sjálf, sjálfur lestrarfákurinn er með svona hræðilega háan stafla af hálfkláruðum bókum við hliðina á rúminu mínu, les smá í einni bók og svo er ég allt í einu byrjuð að lesa aðra og svo enn aðra eða aftur þessa fyrstu...

25 nóvember 2005

Minningabrot

Skringilegir dagar

Einu sinni sagði vinkona mín við mig að eitt Birgittuár væri eins og sjö ár hjá öðrum. Í fyrstu fannst mér þetta mjög svalt. Var jafnvel svolítið montin af þessu. Alltaf fundist ég hundgömul og ekkert jafnast á við að geta réttlæt fyrir sér að maður sé sérdeilis sérstakur. En sko ég er eiginlega orðin hundleið á þessu. Vildi fá eitt ár þar sem ekkert dramatískt gerist, engir furðulegir dauðdagar ættmenna og vina, enginn fáránlegur aðskilnaður, sjúkdómar, gjaldþrot. Ég er meira að segja orðin leið á ævintýrum, allavega í bili.
Jólin eru alltaf frekar skringileg, pabbi dó klukkan 18:00 á aðfangadag og þó að ég sé í raun og veru löngu búin að jafna mig á því, þá eru jólin pínulítið eins og jarðaförin hans. Núna er nýr dauði yfirvofandi og á einhvern hátt þá minnir hann mig á öll hin dauðsföllin. Ég er semsagt á dauðatrippi núna, er stöðugt að velta fyrir mér dauða í bæði jákvæðum og neikvæðum skilningi. Ég er alls ekki hrædd við dauðann, miklu frekar pirruð út í kringumstæðurnar á þessum dauðsföllum.

Nóg um þetta, fór á annað skemmtilegt ljóðakvöld, Mike Pollock sem var einu sinni minn perluvinur áttu afmæli og annar vinur minn Dr.K var að lesa upp á ljóðafmæliskvöldi Mike til heiðurs. Bragi Ólafs las nýleg ljóð og brilleraði, vex stöðugt sem skáld. Didda las líka og mér fannst sum nýju ljóðin hennar líka með því besta sem ég hef heyrt hana lesa. Ég þekki náttúrulega bókina hans KKG út og inn, eftir að hafa brotið hana um og grúskað í henni frá frumbyrjun. Hann er skemmtilegur upplesari, allavega þá fór ég ekkert að hugsa á finnsku á meðan hann las(og ég kann enga finnsku).
Ekki má gleyma MegaSukki, langt síðan ég hef séð þá í svona góðu formi. Svo tróð upp strákur sem ég man því miður ekki hvað heitir sem var helvíti góður, þó að hann væri búin að fá sér aðeins of marga bjóra. Því miður missti ég að mestu af upplestrinum hans Mike en hef heyrt hann lesa svo oft upp að það ætti ekki að koma að sök. Þetta var í allastaði eftirminnilegt afmæli og Rósenberg er góður staður fyrir upplestra.

Ég hálf kvíði fyrir að lesa upp í Iðu
hef frétt að frekar fáir mæti og staðurinn er frekar kaldur og óupplestrarvænn

Annars þá er ég á fullu að skipuleggja egósentríska uppákomu í höfðu mínu
Verður það mikil veisla til að fagna þessari bók
nánari upplýsingar þegar ég er búin að negla draumastaðinn fyrir þessa uppákomu
og mig vantar líka helling af græjum

Er alltaf eitthvað að bralla og skrifaði reyndar ljóð í dag um dauðann sem mér finnst vera í topp fimm bestu ljóð lífs míns

23 nóvember 2005

sniglatími hérans

ég var alveg tilbúin að fara á flug í að kynna bókina mína en þá eins og svo oft áður koma hindranirnar á færibandi.
báðir strákarnir mínir og ég sjálf með ógeðshósta og þó að ég geti harkað þetta af mér þá kemst ég hvorki lönd né strönd með veik börn í húsinu. en ég er að temja mér æðruleysi og fæ alltaf svona próf til að athuga hvort að ég hafi lært eitthvað.

ég gleðst yfir því að valda svefnleysi hjá lesendum mínum. gott að vita að þeir geti ekki lagt bókina frá sér og vilji meira.
annars þá var ég í tveggja tíma viðtali hjá hildi helga í gær. það gekk ágætlega nema að það voru einhverjar framkvæmdir á meðan á þessu stóð, mikil læti í borum og hömrum sem að blæddu inn í lesturinn. kannski viðeigandi:)

það að gefa svona bók út er bæði alveg hræðilega stressandi fyrir manneskju sem að óttast mest af öllu höfnun og mikið gaman, gaman að sjá eitthvað sem maður hefur verið að vinna í árum saman verða að heild og að einhverju sem ég er mjög ánægð með. mjög glöð að ég þurfti að salta þetta verkefni í tíu ár vegna þess að hún hefði aldrei verið eins heilsteypt og núna. hefði vantað alla þessa myndrænu, ekki ritrænu myndrænu, heldur alvöru myndefni sem mér finnst gefa henni aukavídd. ég veit að ég er að taka áhættur með því að brjóta formið upp á þennan máta, en að sama skapi þá virðist það hafa þannig áhrif á fólk að því langi til að gera svona bækur sjálf.

sumir hafa fyrst keypt eina svo aðra bók til að gefa öðrum. mér finnst það góðs viti.

en semsagt verð að bíða uns veikindadraugurinn er farin af heimilinu með að færa mbl, blaðinu og fróða bækur, svolítil synd hvað allir þessir miðlar eru komnir langt frá hjarta borgarinnar.

22 nóvember 2005

Í mínum veruleika er ég mest "normal" manneskja sem ég þekki

Ég hef verið að leita að "normal" fólki allt mitt líf, haldið að það væri til
einhver staðall á normið, hef heyrt um vísitölufjölskyldur og úthverfamódelin
en ég hef samt ekki fundið neinn sem flokkast getur undir "normal" samkvæmt mínum
stöðlum nema sjálfa mig. Það var reyndar alveg frábært í Makedóníu að upplifa það að við skáldin
værum í meirihluta og allir aðrir væru hálfskrýtnir miðað við okkur.

Ætla að reyna að finna tíma til að skrifa ferðasögu um skáldahátíðina í Makedóníu:
ferðalag sem var svona ævintýri eins og Lísa í Undralandi lendir í ...

16 nóvember 2005

Að vera óendanlega lánsöm!

þannig líður mér í dag ...
ég get ekki með orðum lýst hvað það er stórkostlegt að fá einhvern annan en sjálfa mig til að dreifa bókinni...
og ég er krónísku hamingjukasti yfir því að bókaútgáfan Salka ætli að sjá um það fyrir mig...
Þær eru líka bara svo ljúfar manneskjur og gaman að stússast með eða fyrir þær...

Ég er líka að vinna að hliðarmálum sem að snúast í kringum bókina, málefni sem skipta mig miklu máli
og vegna þess að ég er með svo úttútnaða siðferðiskennd þá er það nákvæmlega rétta gulrótin sem fær mig til
að höndla þennan sérstaka línudans sem fylgir því að gefa út bók...

Tala um þessi málefni síðar
þegar ég hef fengið heilstæða mynd á þau og þau eru orðin að veruleika

Er að skipuleggja uppákomu í Hljómalind og svo verð ég ehmmm forsíðustúlka vikunnar... það mun bresta á í byrjun desember og meira síðar ... kannski í kvöld

Ég ætla að gefa þér dagbókina mína ...

sagði ég við ónafngreint skáld í gærkvöldi, sá að hann fölnaði þegar ég byrjaði að draga bókina upp úr hallæristöskunni minni, þá vissi ég að mér hefði tekist það sem ég vildi með útlitið á bókinni, sá að hann dró andann léttar þegar ég sagði honum að þetta væri skáldsaga en ekki mín persónulega dagbók, hann hefur örugglega haldið að ég væri orðin sinnissjúkur "stalker" sem héldi dagbók um hann eða eitthvað svoleiðis....

fór á ljóðakvöld til heiðurs Geirlaugi, upplesturinn var frekar langdreginn eins og vill gjarnan verða á svona kvöldum, en mikið var er hann Geirlaugur magnað skáld... þarf að finna mér á fornbókasölum eitthvað af gömlu bókunum hans sem ég á ekki í safninu mínu...

14 nóvember 2005

bls.24-25 : minningabrot

13 nóvember 2005

bls: 10 & 11 : dagbókarfærsla

12 nóvember 2005

Ljóðaupplestur> skemmtilegt> merkilegt nokk

fór í gærkveldi á ljóðaupplestur á 22 sem var bara helvíti skemmtilegur...

ég ÞOLI alls ekki hefðbundna upplestra
ég fæ lessvima af leiðindum og fel mig inn á klósetti
helst ofaní því til að heyra ekki óþolandi leskliðinn í mónótónískum munndælum
í gær var þetta alls ekki svona leiðinlegt, ég reyndar mætti frekar seint og missti af slatta af upplestri
en sá Val Brynjar Antons .... mér finnst hann einn besti upplesari Íslands
og það eru bara alls ekki margir sem mér hefur tekist að segja þetta um af hérlendum skáldum
eða rithöfundum. Kannski get ég hætt að tuða jafn mikið og ég geri útaf upplestrum
kannski er eitthvað nýtt í alvörunni að gerast
ég vona það að eldri skáldin geti lært eitthvað af þessu fólki sem var þarna í gærkvöldi
drepum helgislepjuna í kringum upplestra og ljóðið almennt
það er engum að kenna nema skáldunum sjálfum ef að fólk nennir ekki að lesa verkin þeirra
hver nennir að hlusta á einn eða neinn lesa heila bók
þó að hann eða hún séu fræg

fór svo á sirkus, hitti þar félaga róttæklingu
margt að gerjast fyrir næsta sumar
og borgaralega óhlýðni í nýjum víddum

fór svo í dag á magnaða sýningu í ráðhúsinu
til heiðurs meisturum borgaralegri óhlýðni með friðarívafi
Ghandi, dr King og Ikeda
frábær flutningur á broti úr draumaræðunni hans King, man ekki hvað maðurinn heitir sem flutti hana,
ég verð alveg meir inni í mér þegar ég heyri þessa ræðu...

ég gerði reyndar plakatið fyrir þessa sýningu og þegar ég var að leita að myndefni fyrir það þá rifjaðist upp fyrir mér svo margir ótrúlegir hlutir sem þessir menn hafa gert og minnir mig á mína persónulegu möntru
einstaklingar geta breytt heiminum.... það eru bara stjórnvöld sem vilja selja okkur vanmátt okkar til að geta breytt einu eða neinu.... já meira segja borgarstjórinn sagðist hliðholl borgaralegri óhlýðni og framkvæmt slíka óhlýðni ...
koma svo
gera eitthvað
eiga draum
gera draum að veruleika

en þetta er ekki róttælingablogg...
ég fæ að lesa upp hjá MFÍK menningarogfriðarsamtökíslenskra kvenna

annars þá þarf ég eiginlega að lemja Val Gunnarsson
hann kallaði mig Birgittu Haukdal í sirkusblaðinu ....
það verst hvað hann er stór... kannski ég taki hann bara í glímu
ég var nú einu sinni að læra svoleiðis eða akídó

09 nóvember 2005

Fréttatilkynningin:::::

Skáldsagan Dagbók kameljónsins eftir Birgittu Jónsdóttur er komin út

Birgitta Jónsdóttir hefur í fjöldamörg ár unnið að því að þurrka út mörkin sem aðskilja listgreinar. Í Dagbók kameljónsins tekur hún skáldsöguna ofurlítið nær teiknimyndasöguforminu, þar sem hin myndræna upplifun fær aukið vægi miðað við það sem við eigum að venjast sem lesendur. Þá leikur hún sér með söguformið, tekur dagbókina alla leið með því að þurrka út mörkin á milli veruleika og ímyndunar. Bókin hefur verið í vinnslu í með nokkrum hléum í 18 ár en segja má að vinna Birgittu við hinn myndræna heim internetsins í áratug hafi nokkuð mikið vægi í því hvernig þessi saga þróaðist. Síðast en ekki síst notar höfundur heilmikið efni úr sínum eigin dagbókum frá því þegar hún er um tvítugt, til að ná frá raunsærri mynd af hugarheimi söguhetjunnar, hvaða síður eru alvörufærslur og hvaða síður eru uppspuni er erfitt að átta sig á, en þær dagbækur sem stuðst er við áttu aldrei að koma fyrir sjónir annarra, þannig að þær ættu að sína djúpt inn í sálarkviku söguhetjunnar og setja tóninn fyrir annað í bókinni.
Söguhetjan sem skrifar dagbókarfærslurnar er sett inn í þannig kringumstæður að hún verður að pína sig til að horfast í augu við það sem hún óttast mest til þess að halda lífi, minningarnar sínar. Ef að hún horfist ekki í augu við sína eigin sjálfseyðingarhvöt þá fer fyrir henni eins og pabba hennar sem í upphafi bókarinnar fremur sjálfsmorð. Með dauða sínum gefur hann Argitt tækifæri á að byrja upp á nýtt. Því verður sjálfsvíg hans til þess að gefa henni líf. En tekst Argitt að komast út úr sjálfspíslinni og draumórum um dauðann sem einni allsherjar lausn á sinni vanlíðan. Það er staðreynd að lótusblómið verði aðeins fallegt og stórt ef undir því sé nógu mikill skítur og myrkur. Aðeins með því að horfast í augu við myrka og hryllilega bernsku sína getur söguhetjan orðið heil. Lesandinn fær að fylgjast með sálarstríði hennar í dagbókarfærslum og minningum sem á meðan Argitt umbreytir sínu innra ástandi, breytast úr hryllingi í eitthvað manneskjulegt og jafnvel grátbroslegt. Hún gerir sér grein fyrir því að enginn nema hún getur haft áhrif á upplifun sína á fortíðinni. Það er ekki hægt að skilgreina þessa bók, hún er fyndin, sorgleg, fallegt, ljót, hrá, fáguð. Dagbókin er kviksjá, full af vísbendingum um eitthvað sem gefur sögunni meiri dýpt eða tekur hana í aðrar víddir upplifunar, hún er ríkulega myndræn, þar sem úir og grúir af listaverkum, ljósmyndum og kroti.

Það er bókaútgáfan Radical sem gefur bókina út og er hún fáanleg í öllum helstu bókaverslunum landsins, en bókaútgáfan Salka sér um dreifingu.

08 nóvember 2005

bls 2. - 3.

07 nóvember 2005

911

bókin kemur út 9.11.
dálítið skemmtileg tímasetning og alls ekki neitt sem var fyrirfram ákveðið, hún átti reyndar að koma út í dag...
ég fékk í hendurnar involsið úr henni á föstudag til að geta lesið upp úr henni og er mjög ánægð með útkomuna...
hafði smá áhyggjur af sumum myndunum, að þær væru of dökkar undir textanum en ég gat lesið allt hnökralaust...
það er stórfurðulegt að gefa þessa bók út, hef verið svo lengi að vinna í henni að ég var farin að halda að rétti tíminn til að ljúka henni myndi aldrei koma. hef helling af öðrum bókum bíðandi þess að ég fari að vinna í þeim... verst að ljóðin sitja á hakanum en á einhvern hátt finnst mér ljóð vera skemmtilegasta ritformið fyrir mig til að tjá mig...