02 desember 2005

Upplestur: Iða næsta þriðjudagskvöld



48. Skáldaspírukvöldið verður haldið í Iðu þriðjudagskvöldið 6. des. klukkan 20 á jarðhæð, í bókahorninu. Birgitta Jónsdóttir og Kristian Guttesen lesa úr nýútkomnum bókum þeirra. Birgitta les úr skáldsögunni: Dagbók kameljónsins, bók sem brýtur upp margar hefðir skáldsöguformsins. Hún mun jafnframt spila hljómOrð úr safni sínu sem tengjast dagbókinni á einhvern hátt. Kristian les úr nýrri ljóðabók: Litbrigðamygla og eftir lestur skáldanna er fólki frjálst að spyrja skáldin, bækurnar eiga það sammerkt að fjalla um það sjálfgefna í þessu lífi: dauðann og áhrif hans á mannsálina.

1 ummæli:

Birgitta Jónsdóttir sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.