22 desember 2005

Blysfararfundarstjóri


Mér veitist sá heiður að vera fundarstjóri eftir friðargönguna niður Laugarveg að Ingólfstorgi á Þorláksmessu. Hef aðallega stjórnað fundum hjá aktívistum í gegnum tíðina en það mun víst vera allt annað snið:) Gangan hefst við Hlemm klukkan 18:00.

Mér finnst þessi hefð fyrir blysförinni frábær, í fyrra dreifði ég jólakorti til fólksins sem hlustaði á ræðuhöldin, ég útbjó þetta kort vegna þess að mér fannst það stríða gegn minni betri vitund að við sem þjóð erum þátttakendur í stríði. Við vitum svo harla fátt um þetta stríð nema það sem að okkur er rétt í fjölmiðlum, en sú mynd á sér litla stoð í veruleikanum. Hér er kortið og ef að fólki finnst vont að horfa á það, þá ætti það að spyrja sig hvernig það hafi verið að vera þetta barn. Fallujah, Fallujah, draugavélar og hryðjuverk gegn hryðjuverkum. Við getum sem einstaklingar breytt þessum heimi. En aðeins með því að gera eitthvað, engin breyting verður ef við gerum ekkert. Allar byltingar hefjast í manns eigin hjarta.

Engin ummæli: