06 desember 2005

SjálfsElskuKvöld Kameljónsins

Aldrei upplifað tíman líða jafn hratt og síðan þessi bók kom út, kem bara brotabroti í verk af því sem ég ætlaði mér. er að skipuleggja SjálfsElskuKvöld Kameljónsins í Alþjóðahúsinu, það verður 15. des. klukkan 21:00. Meira af því seinna en það mun meira og minna snúast um sjálfa mig og bókina. Hjörleifur Valsson næstum því uppeldisbróðir og Jón Sigurðsson ætla að spila bæði undir upplestri úr bókinni og sóló.

Er ekki annars merkilegt þversögn að það er talað um að ekkert sé mikilvægara en að vera fær um að elska sjálfan sig og á sama tíma er orðið sjálfselskur eitthvað það neikvæðasta í íslenskri tungu.

Ég er sjálfselsk, elska mig mig mig
og skammast mín ekkert fyrir það....

Engin ummæli: