12 desember 2005

serial flensur og umfjöllun

þetta er sá árstími sem að á mitt heimili hlaðast serial flensur í ótal afbrigðum. ég ætlaði á fullt af uppákomum þessa helgi og átti sjálf að lesa upp í hléinu hjá mfík en varð að afboða. lá rænulaus með öfgakennda verki í hitamóki alla helgina. og svo tók yngri sonur minn við af mér. en sem betur fer eru til símar og internet. hef því getað haldið áfram að herja á blaða og útvarpsmenn og konur. bókin mín virðist hafa týnst í bókafjöllum sumstaðar en það er allt í lagi. ég er alveg einstaklega æðrulaus þessa dagana. kem sjálfri mér á óvart. en ég kem allavega til með að vera í bókaþing á rúv. les í 6 mínútur eða svo upp úr dagbókinni. þegar ég veit nánar í hvaða þætti þá skelli ég linki hér á bloggið. ég er mjög ánægð með vitalið sem hann Hávar tók við mig. það var eitthvað svo fallegur tónn í því sem hann setti. ég set það hér inn þegar ég hef fengið blaðið. það fór fram hjá mér að það kom í mbl á föstudaginn var þá komin með óráð light. en kristian er að redda mér blaði svo að ég geti séð þetta og átt í mínum fórum. ég er nefnilega sjúklegur safnari á skringilega hluti. steina, orð og myndir. allt frekar þungt til flutninga.

er á fullu að undirbúa sjálfselskukvöldið
hlakka mjög mikið til.. er að reyna að stefna þarna sem flestum sem ég þekki og er vensluð. maður hittir þetta fólk svo sjaldan. en þá er gráupplagt að búa til tilefni. hlakka til að búa til seið með Hjölla, hef gert það svo oft og alltaf eitthvað sérstakt komið útúr okkar samspili. þá er ég ekki síður spennt að sjá hvernig við Jón vinnum saman en ég hef aldrei unnið með honum áður. nema að hanna fyrir hann geisladisk...

Engin ummæli: