24 desember 2005

Gleðilega JólaBirtuMessu 2005


Þetta ár sem er að renna sitt skeið hefur verið eitt það albesta sem ég man eftir í lífi mínu. Ég byrjaði að kyrja að hætti SGI á vordögum og fékk spegil sálar minnar GoHonZon 17. júní afhendan. Síðan þá hefur margt ótrúlegt gerst. Sérstaklega innra með mér. Ég gaf mig alla í umhverfisbaráttuna í sumar og haust, og galdraði smá á laun. Vefurinn minn Womb of Creation átti tíu ára afmæli, ég fermdi eldri son minn og fór á alþjóðlega skáldahátíð í Makedóníu. Ég gaf út skáldsöguna mína Dagbók Kameljónsins sem ég hef verið að vinna með í ein átján ár og ég fór á fjöll bæði við rætur Hveragerðis og fyrir Austan. Settist í hringiðu Bessastaðafoss og hét því að gleyma aldrei að þetta land á mig. Ég eignaðist nokkra dýrmæta vini og endurnýjaði tengsl mín við nokkra gamla vini. Það sem stendur upp úr þessu öllu er ÞAKKLÆTI.

Þakka þér fyrir að hafa átt þinn þátt í að gera þetta ár svona sérstakt.

Með einlægum hlýhug og birtu

Birgitta "Karls" Jónsdóttir

p.s. Jólamyndin í ár er teiknuð af Maurizio di Bona aka "theHand"

Engin ummæli: