10 janúar 2006

Að gera helst ekki neitt


er alls ekki dyggð sem mér er eðlislæg. Gerði heiðarlega tilraun til þess á milli jóla og nýárs og tókst bara nokkuð vel til. Las Yosoy eftir Guðrúnu Evu, alveg frábær bók, í topp 10 yfir bestu bækur sem ég hef lesið á Íslensku. Verð þó að viðurkenna að ég datt í teiknimyndasögur ala graphic novels um jólin, fékk fyrir seríu sem heitir Fables eftir Bill Willingham, ég og Neptúnus söfnum nokkrum seríum saman og er þessi okkar uppáhalds. Ég er líka að leita mér ramma til að vinna að teiknimynda graphic novelnum sem ég er búin að vera að vinna með theHand í rúmlega ár. Hann er mikið upptekinn og ég líka þannig að starfið hefur verið nokkuð gloppótt, en afar ögrandi. Við höfum aldrei hist í hinum raunverulega heimi en gert heilmikið saman í sköpunarheimum. Mjög gaman að vinna með honum. Alger ítali með mikinn blóðhita gagnvart því sem hann gerir. Gaman að vinna með svona ólgandi mannfólki. Ég þurfti náttúrulega að gera ýmislegt fyrir savingiceland vegna ertu að verða náttúrlaus tónleika í höllinni. Er mjög ánægð með kortið sem ég hannaði. Annars þá hef ég verið óvenju dugleg að vísa verkefnum frá mér. Þannig að ég var ekki að drepast úr stress adrenalíni fyrir tónleikana.

Núna þarf ég að þýða smá fyrir the Hand og koma savingiceland bókinni saman, þetta var nú einu sinni mitt hugarfóstur og mér sýnist best að gerast einræðisfrauka og bara ráðast á þetta verkefni með ástríðuþunga ala the Hand.

Tónleikarnir í höllinni voru frábærir, var reyndar ekki alveg sammála þessu dæmi að ekki mætti segja neitt um af hverju þessir tónleikar væri í hljóðnema og saknaði þess að tónlistarmennirnir tjáðu huga sinn, þó ekki væri nema með einföldum slagorðum eins og ekki meiri stóriðju eða ekki gera ekki neitt. Hetjur kvöldsins í þessu ljósi voru Ghostdigital og Damon Albarn. Ál lagið var frábært....

Ég fann nafnið mitt í undarlegri upptalningu hjá Fréttablaðinu um helgina. Þeir sem munu hljóta náð á komandi ári eða eitthvað svoleiðis... það kitlaði nú egóið pínu pons. Já ekki amalegt að vera ung og upprennandi svona á gamals aldri. Nei satt best að segja fannst mér þetta bara ágætt, sparkaði í afturendann á mér varðandi að gera upp við mig hvað ég ætla að gera á árinu varðandi ritstörf. Er með allt of margar hálf karaðar bækur í gangi ...
ætla að henda þeim öllum og gera eitthvað alveg nýtt.. orðin hundleið að vinna með fortíðardrauga, ....
og ljóðin og ljóðin sem ég þó elska mest eru bara ekki að hellast yfir mig, innblástur minn frekar furðulegt fyrirbæri og algerlega óútreiknanlegur. Að skrifa bók er meiri tækni en eintómur innblástur.

Engin ummæli: