þá ætti hin þýðingin mín að vera komin út, en auðvitað þá bilaði eitthvað í prentsmiðjunni, saumavélin í rusli og kalla þarf til viðgerða erlendan sérfræðing.
Ég ætla að gefa nokkur eintök af dagbók kameljónsins í ókeypisbúðina á eftir og kaupa ekkert í dag. Svindlaði smá í gær og keypti heil ósköp af mat. Annars mæli ég ekki með því að keyra bíl þegar maður er með hita. Mér leið sem ég væri á einskonar ofskynjunarferðalagi þegar ég keyrði út á nes. Og ekki skánaði þessi upplifun þegar ég kom inn í Bónus og allt þetta jóla jóla dæmi blasti við. Ég hef reynt að leiða hjá mér þetta jóladæmi. Það er svo margt í sambandi við jólin sem fer svo hryllilega í taugarnar á mér. En ég ætla samt að baka haug af smákökum. En ekki með hita. Maður ætti ekki að búa til mat þegar maður er veikur. Bara borða epli og sælgæti og drekka te og kaffi og djús og vatn og malt.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli