08 nóvember 2006

Delphin

átti afmæli í gær. Orðin sex ára. Ótrúlegt hvað tíminn er bæði hægur og hraður. (klisja en satt) Ég er svo óendanlega heppin með hvað ég á frábæra krakka. Í gærmorgun(n) gaf ég Delphin hljómborð og hann hoppaði og skoppaði af gleði en var samt alveg til í að eiga það með mér og Neptúnusi. Verð að viðurkenna að ég mun sennilega nota það meira en þeir báðir. Það er nefnilega kennslaforrit í því og ég hef alla tíð dreymt um að kunna að spila á píanó. Svo er alls ekki leiðinlegt að búa til tónlist, hávaða og prófa alla þessa girnilegu takka.

Eftir að við tókum upp pakka og svoleiðis neyddist ég til að fara til vinnu en Neptúnus sótti afmælisbarnið í skólann. Hann hafði búið til ratleik fyrir litla bróður sinn og eytt óhemjumiklum tíma og hugarflugi í það. En ratleikurinn færði Delphin gamlan glanspókemonkarl sem hann ágirntist mjög. Ég kom svo heim rétt fyrir átta og bjó til óskamat fyrir hr D, ala pítu og síðan var snæddur ís og horft á tvo fyrstu futurama þættina.

1 ummæli:

Kristjón Kormákur sagði...

Til lukku með strákinn