08 nóvember 2006

Eins og

sjá má í fréttatilkynningunni frá Nýhil þá mun ég hljómorða á hátíðinni um helgina. Veit ekki hvort kvöldið ég ætla að skapa draugagang en held að það verði á laugardagskvöld. Ég hlakka til að upplifa hin stórfurðulegu erlendu skáld sem án efa munu hafa áhrif. Ég er nú einu einu sinni kameljón.

Ég ætla að lesa úr Samtölum við Drauga með draugalegri tónlist eftir product 8 sem jafnvel fær mig til að fá gæsahúð ef ég spila hana hátt.

Kannski ef ég finn tíma mun ég varpa draugum af netinu á mig meðan ég hljómorða.

Engin ummæli: