mun ég hefja hina nýju vinnu sem ég er mjög spennt fyrir og auðvitað kvíði ég líka fyrir því, alltaf stress að gera eitthvað nýtt. Ég er að fara að vinna á skrifstofu VG fram yfir kosningar. Held að þetta verði einhverjar þær mikilvægustu kosningar sem við höfum sem þjóð staðið frammi fyrir. Þar eð ef við viljum sporna við risaeðluskrímslinu sem virðist hafa komið fyrir áleggjum allstaðar um landið. Þar eð ef við viljum eiga eins og einn foss eftir sem er ekki stýrt af manna höndum og aðeins hleypt af fyrir ferðamenn.
Annars þá er margt sem á mér brennur. Finnst svo margt algerlega skakkt og skælt í þessu samfélagi og við íslendingar eins og börn að leik með skæri.
Ég vil ekki græna konu í gönguljósin, ég vil að öll vinna mín sé metin. Líka þetta sjálfsagða, sem aldrei telst til tekna.
Ég vil geta verið meira heima, mamman sem er heima þegar krakkarnir koma heim úr skólanum. Skil ekki af hverju fjarvinnsla hefur ekki rutt sér meira til rúms hérlendis. Ég gæti gert allt sem ég geri í vinnunni upp á Blaði hér heima.
Hnífurinn stendur í yfirmannskúnni. Þeir óttast að maður vinni ekki alla tímana, en vinna er afköst ekki klukkustundir. Og ég afkasta miklu meira heima en þar. Enginn samtöl, bara ég og hlý tölvan mín og almennilegt kaffi.
21 nóvember 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
Þú færir samt á mis við skemmtilegan félagsskap okkar hinna ef þú ynnir bara heima.
Einar J
draumurinn væri að geta unnið með ykkur hinum í mesta lagi 25%, þá gæti maður nýtt betur tímann, átt í áhugaverðum samræðum, en unnið heima þess á milli. Ég er kannski geðklofi en ég er einskonar félagslyndur einfari. Nýt þess jafnmikið að væflast um ein og innan um annað fólk.
p.s. flottar myndir á myrkrakompunni, hlakka til að sjá sýningu hjá þér fyrr heldur en síðar
Skrifa ummæli