árlegu serial veikindi á heimilinu eru hafin. Allir búnir að vera veikir. Í gær fór ég til tannlæknis með hita. Mæli ekki með því ef það þarf að deifa. Annars þá var þetta súrealísk upplifun. Ég lá þarna í einskonar móki og inn kemur Fríða frænka sem hefur alla tíð verið uppáhalds tannlæknir minn. Eftir að hafa legið alein um stund á meðan deifingin byrjaði að virka og hlustað á veðurfregnir, Hallormstaður, suðsuðvestan tveir, hiti við frostmark og svo framvegis, komu þær stöllur inn og um leið hófst harmonikkuþáttur. Fríða fékk mikla löngun til að gera við mína skemmdu tönn dansandi. Ég í mínu hitamóki átti ekkert erfitt með að sjá hana fyrir mér í hröðum dansi með borinn taktfastann, gat ekki hlegið með gúmmíklút í munni og tunguna svo dofna að ég var smámælt í nokkra klukkutíma.
Það er undarleg tilfinning að hafa hita. Allt verður óáþreifanlegt og tíminn er stórfljót sem rennur inn og út úr draumheimum. Veit ekkert hvað er raunverulegt lengur. Væri alls ekki viss um tannlæknaheimsóknina nema vegna þess að skjannahvít fylling blasir við tungunni þegar ég snerti hana með tungubrodd.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli