24 október 2006

Gönguferðir

aftur komnar á dagskrá hjá mér. Var alveg búin að sniðganga fjöruna vegna anna allt of lengi. Fór með Delphin í göngutúr í fjörunni í gær og þar lét hann mig leika einhvern furðulegan leik sem vakti hjá okkur kátínu. Fann að vetrardrunginn hvarf á einu augnabragði og svei mér þá ég held að ég muni gera snjókarla á færibandi og kannski kaupa mér snjóþotu í stað þess að bölsótast.

Engin ummæli: