22 október 2006

Sofandi

á frumsýningu! Ég er kannski alltof kröfuhörð en mér fannst þessi útfærsla á Amadeus svo hryllilegt að undir lokin var ég búin að loka augunum og útilokan ljótustu leikmynd sem ég hef séð og æði misjafnan leik okkar stærstu og einbeitti mér aðeins að tónlistinni. Naut sálumessunar í hálfgerðu móki inní mínum haus og fannst að þetta hefði verið flott útvarpsleikrit.

Ætla að kaupa mér sálumessuna, var búin að gleyma klassískri tónlist. Kannski gerist hið sama um ljóð. Maður verður svo upptekinn af samtímanum og þessu endalausa áreiti að maður hættir að sjá tæra snilld.

Sumir njóta bara viðbjóðar og vilja lesa um þarma sem festast í niðurföllum.

Ég er að spá í að hætta að ganga með linsurnar og sjá heiminn aftur í móðu.

4 ummæli:

Þórdís Gísladóttir sagði...

Algjörlega sammála um Amadeus. Þetta er drasl.

Birgitta Jónsdóttir sagði...

Sá einmitt SME mæra þetta verk, held samt að hann hafi verið eina manneskjan sem ég hitti þarna sem þótti þetta skemmtilegt, jú það var einn annar karlmaður sem var að fíla þetta. Karlaverk! Kannski!

Nafnlaus sagði...

Hef bara heyrt vonbrigði, sérstaklega yfir því að svo lítið af tónlistinni fékk að hljóma! Ja, ekki ætla ég að fara!

Birgitta Jónsdóttir sagði...

Þetta var líka allt of langt leikrit miðað við hve innantómt það er. En jákvæði punkturinn er að ég fór aftur að hugsa um sálumessuna og verk fáráðlingsins Amadeusar. (þannig var hans persónu gerð skil í þessu verki).