21 október 2006

Hér með

tilkynnist að ég hef ákveðið að bjóða mig fram í hálsakoti fyrir Framsókn.

Eftir að hafa gaumgæft þetta og þrálát bónorð um að bjóða mig fram fyrir framsýnasta og hjartahlýjasta flokk landsmanna þá komst ég að þeirri niðurstöðu að fólkið sem leiðir þann flokk á mesta samleið með þjóðinni. Og vegna þess hve hógvær og stillt ég er þá virðist þetta vera hinn fullkomni flokkur fyrir mig.

Ég hef aldrei verið í neinni klíku, en þarna er stóra tækifærið til að fá að vera með. Ég hef alltaf verið frekar einföld og trúgjörn og hvergi annars staðar fyrirfinnst eins mikið af samherjum mínum á því sviði.

Framsókn er framsækinn flokkur og einstaklega hugmyndaríkur. Fersk framsókn, frjáls framsókn, freistandi framsókn.

Annars hef ég alltaf verið pínu skotin í Sjálfstæðisflokknum. Finnst til dæmis enginn eins traustvekjandi og Björn Bjarnason, vildi gjarnan sjá hann koma fram í hvítum sjóliðabúning. Veit ekki hvort Sjálfstæðisflokkurinn eða Framsóknarflokkurinn sé ríkari af einfeldningum í ríkisstjórn, held að Framsókn eigi vinninginn. Þess vegna ætla ég að bjóða mig fram fyrir Framsókn.

Mér fannst það vera svo örlagaþrungið og skýr merki um þetta þegar ég mætti til vinnu í gær og fyrsta verkefnið mitt var að gera auglýsingu fyrir Framsókn þar sem auglýst var eftir frambjóðendum. Hafði reyndar haft fyrir því áður en ég fór að heiman að næla í úlpuna mína sæta merkið mitt þar sem á stendur aldrei kaus ég Framsókn. Ég vona að þeir erfi það ekki við mig landsfeðurnir.

Engin ummæli: