19 október 2006

Meira

fjör! Ég er að skipta um vinnu. Hef unnið á Blaðinu síðan í mars en elskulegir yfirmenn mín þar voru eitthvað svo hægfara þegar kom að því að fella úr gildi uppsögn sem ég fékk þar á bæ fyrir tæpum tveimur mánuðum að ég ákvað að hafa smá stolt og sækja bara um vinnu annarsstaðar.

Mér hefur fundist alveg ótrúlega lærdómsríkt að vinna á dagblaði. Að sumu leiti skil ég betur af hverju vinnubrögðin eru svona slöpp oft á tíðum. Of lítill tími og mikið álag og burn out, þetta venjulega. Hef kynnst helling af skemmtilegu og sérstaklega áhugaverðu fólki og ef ekki hefði verið hið mikla álag og svona léleg laun þá hefði ég kannski barist enn frekar fyrir því að fá að vera með áfram.

Mér finnst ég ríkari fyrir vikið og er bara ánægð með þetta allt saman. Finnst reyndar alveg ótrúlega leiðinleg þessi hefð sem er að skapast hér með að vera alltaf að endurnýja starfsfólk eins og skítugar nærbuxur. Ég hef eiginlega aldrei unnið neins staðar þar sem fyrirtækið annað hvort gerbreytist vegna samruna við annað, nýr yfirmaður eða gjaldþrot. Mjög mjög furðulegt. Lífið virðist bara endurtaka sig með ólíkum blæbrigðum. En einhver sagði, að þá sé einhverjir lærdómsgullmolar þar að finna, þeas í endurtekningunni. En ég stundum kölluð Pollýanna hef ekki fundið þá í þetta sinn.

Nýja vinnan mín er reyndar alveg rosalega rosalega spennandi og á örugglega alveg fullkomnlega við kameljón. Byrja þar 1. desember. Meira um það síðar.

2 ummæli:

Gurrí sagði...

Til hamingju með nýju vinnuna, kæra kameljónsfrænka. Það skyldi þó aldrei tengjast njósnum?

Joy B aka Birgitta Jónsdóttir sagði...

takk takk, njósnir, tja kannski, kannski get ég njósnað um endur, svani og gæsir í hádeginu.

eða hlerað hlerarararaarrara
eitthvað mun þetta nýja starf þó tengjast pólitík