02 september 2006

Sonur minn


líkti mér við kakkalakka þegar ég fékk enn einu válegu fréttir lífs míns fyrir tveimur dögum. Sama hve á dynur þá lifi ég það af rétt eins og kakkalakki. (hann reyndar sagði að ég væri ekki eins ljót og kakkalakki blessaður) Ég ætti kannski að breyta heitinu á blogginu mínu í dagbók kakkalakkans! Annars þá veit ég fyrir víst að mínar hremmingar svona almennt á lífshlaupinu er búnar. Síðustu dreggjar því sem næst 40 árum af eilífu drama og harmleikjum. Og því til sönnunar að þetta dæmi, sem gaf mér hið skemmtilega viðurnefni kakkalakkinn, umbreyttist úr gallsúrri ediksúpu í framandi ávöxt. Lífið er eintóm alkemía og ég er að verða betri í að breyta kringumstæðunum í gull:)

þökk kyrjuninni og leynifélaginu

Engin ummæli: