dagur hjá mér í dag...
Einn af þessum fullkomnu dögum þar sem allt gengur upp nema tæknin!
Í fyrsta lagi kláraði ég að þýða bók númer tvö síðan í mars á þessu ári. Samræðubók Gorbachev og Ikeda. Vinur minn Jón Karl þýddi reyndar samræðuþátt Gorbachev. Þetta var nokkuð mikið torf að fara í gegnum til að komast að kjarnanum. En mjög merkileg og mikilvæg bók sem fékk mig til að fara að lesa aftur heimspeki. Gorgías eftir Platón aftur á náttborðið og ætla svo að detta í hans fullkomna hugmyndaheim, já hugrænt fyllerí á þessum bæ. Ég kláraði að þýða á laugardagsmorgunn... og er núna að pússa, fægja eins og silfrið sem ég nenni aldrei að pússa fyrr en það er orðið svart.
Í öðru lagi þá fékk ég óvænt viðtal upp í hendurnar í dag. Langaði að fjalla um tónleika Patti Smith annaðkvöld og auðvitað langaði mig að taka við hana viðtal. Spurði og fékk. Alveg stórkostlegt að spjalla við þesssa manneskju. Hún hefur svo mikla útgeislun og rosalega djúp og falleg augu. Ég vona að mér hafi tekist að ná kjarna hennar að einhverju leiti inn í þetta viðtal sem ég varð að vinna á mettíma svo það myndi ná í blaðið á morgunn.... svo spjallaði ég smá við gítarleikarann hennar hann Lenny og komst að því að við eigum sameiginlega vini, einn reyndar lést í fyrra, en þetta er svo skemmtilega lítill heimur.
Í þriðja lagi þá fékk ég skemmtilega pöntun á smákverasafninu : komplet:
Og í fjórða lagi þá mun það fara gerast á næstu dögum að ég fái minn fasta bústað á bokmenntir.is
Málið er það að ég hef alltaf haft furðuleg kvikindi lifandi í hausnum á mér, eitt heitir: sjálfsvorkunarpúkinn, annað er hinn illræmdi dómari og það þriðja og jafnan mest óþolandi er áköpuð hugmyndakerfi um mig og allt og alla. Ég er semsagt búin að vera að drepa þessi sníkjudýr með öllum tiltækum ráðum og viti menn ég held að mér sé að takast það.
En semsagt þessi kvikindi hafa alltaf verið að hvísla að mér að ég sé ekki nógu góð þetta eða hitt og þar af leiðandi þá hefur þetta kameljón verið alveg skelfing óframfærið á hinum undarlegustu sviðum. En allt horfir þetta til betri vegar og ég stend í eldhúsinu eða sit og malla gull úr galli í gríðarstórum potti þakklætis og svívirðilegrar bjartsýni ....
i will not strive oh yeah
i love my life oh yeah
04 september 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli