Sá eitt sinn inn í heim dauðans
uppstoppaðir hrafnar og svört tré
í jökuleðju
svo langt sem augað eygði
Óttinn birtist sem svartur hvolpur
sem sleikir sár húsbónda síns
Sorgarhjúpur og sótsvartar hugsanir
Dauðalón og illvirkjun
lama huga og hjarta
En ekki skal gráta gljúfurbúann
heldur safna liði
Enn er von - þó foss hljóðni
Enn er von - sverðin hárbeittar tungur sannleikans
Enn er von - hiti í jökuleðju
og á greinum svartra tráa
glittir í iðagræn lauf
Á eftir þessum vetri kemur vor
eins og alltaf
Þó þessi nótt sé dimm
og dimmari enn
er alltaf dimmast fyrir dögun
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli