28 september 2006

Á eftir verður byrjað að safna vatni í Hálslón


Þessi dagur markar tímamót í baráttunni um náttúru Íslands.
Á þessum sama degi, klukkan 22.00 verða Reykjavík og nágrannabyggðir myrkvaðar, til að hægt sé að njóta stjörnuhiminsins.
Þess vegna hvetjum við alla til að sýna andstöðu sína við Kárahnjúkavirkjun með því að safnast saman við Reykjavíkurtjörn í táknrænni athöfn, þar sem við munum fleyta kertum til að minnast þeirra atburða sem nú eiga sér stað. Munið að hafa með ykkur flotkerti og gjarnan sorgarbönd. Á sömu stundu munu íbúar við Lagarfljótið fleyta kertum á Fljótinu.

Engin ummæli: