Ég upplifi ekki einu sinni heiminn á sama hátt dag frá degi. Því er ekkert skringilegt að þeir sem eru með stóriðju og sjá ekkert athugavert við að nýta auðlindir Íslands geri það og muni sennilega aldrei skipta um skoðun nema það sé PC (politically correct). Þetta sama fólk mun aldrei sjá Ísland eins og ég og í sjálfu sér ætlast ég ekki til þess. Það hryggir mig þó að upplifa þessa óhugnalegu heift sem ég finn gagnvart þeim sem hafa barist fyrir því að upplýsa þjóðina um sannleikan sem hún á heimtingu að vita. Það er aldrei of seint eða niðurlægjandi að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér. Ef það kemur í ljós eftir 100 ár að ég hafi haft rangt fyrir mér varðandi fórnirnar sem verið er að færa fyrir ekki neitt, þá lofa ég að viðurkenna það via spámiðil.
Flokkshollusta er ekkert annað sú undarlega þörf manneskjunnar að þurfa alltaf að finna sér leiðtoga og einhvern til að segja sér hvað er rétt eða rangt. Ekki svo langt síðan að trúarbrögð sáu um þetta fyrir fólk, svo komu vísindamenn en núna eru það stórfyrirtæki og stjórnmálamenn. Það er notalegt að láta aðra um að taka ábyrgð á öllu klúðrinu.
25 ágúst 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
...það er eins og að segja að hinn mikli meirihluti (þeir sem trúa á lýðræði og slíkur lýður) sé algjörlega á villigötum og þú ein vitir betur en hinir - þ.e. þegar þú segir að stjórnmálamennirnir séu af hinu illa.
Það eru einmitt þeir sem "fría" sig ábyrgð með því að vera eingöngu á móti sem ættu að skammast sín en ekki þeir sem þó þora að taka afstöðu jafnvel með stefnu heils flokks!
Flokkshollusta þarf ekki að vera bara ofaná brauð ?
Þetta svar sannar einmitt staðhæfingu mína um að enginn sér eða upplifir veruleikan eins. Ég skil ekki hvar þú sérð að ég hafi sagt að lýðræði væri vond hugsjón, eða hvar standi að ég álíti ráðamenn af hinu illa.
Það er að fría sig ábyrgð að taka heila stefnu ómelta og gera að sínu vegna þess að þessi stefna er ekki þín, nema að þú hafir samið hana eða tekið þátt í mótun hennar. Öll pólitísk hugmyndafræði hefur alltaf mistekist sama hve frábærlega úthugsuð hún er á pappír vegna þess að manneskjan hefur svo ríka þörf á að firra sig ábyrgð.
Ég lít ekki á að annað fólks sé lýður eða ekki lýður, bara manneskjur eins og ég, hvorki meira eða minni mikilvægt eða merkilegt en ég.
Og ég skammast mín ekkert fyrir það sem ég skrifa hér, þú ættir að skammast þín fyrir að vera að skrifa inn á þetta blogg með eitthvað skítkast án þess að setja nafnið þitt undir.
Skrifa ummæli