28 september 2006

Sorgardagur

Ég trúi því ekki enn að þetta sé að fara að bresta á. Ég trúi því ekki að ég búi í slíku bananalýðveldi. Allt frá upphafi hafa raddirnar sem hafa látið málefni Kárahnjúkavirkjunar varða, sem hafa sýnt virka andstöðu orðið sífellt fleiri. Af hverju? Varla út af því að þetta mál sé tapað mál, varla út af því að þeir sem eru andsnúnir þessari heimatilbúnu hamförum séu einhverjir vanþroska lopapeysu álfar. Ég held að ástæðan fyrir því að sífellt fleiri hafi sýnt andstöðu sína sé einfaldlega sú að okkur sem höfum verið í þessari baráttu hefur tekist að koma upplýsingum til almennings um hina hliðina á málinu. Það er reyndar eitthvað sem ríkisstjórn þessa lands hefði átt að gera. EN við búum ekki við raunverulegt lýðræði. Það er ástæða fyrir því að fyrir þúsundum ára leit Platón á lýðræði sem meingallað þjóðfélagsform, einmitt útaf hættunni á valdníðslu eins og við erum að upplifa hérlendis.

Engin ummæli: