30 nóvember 2005

Upplestur og viðtöl

klukkan 11:10 í dag mun ég vera í viðtali á talstöðinni. í dag mun ég líka vera forsíðuefni vikunnar. ég vildi reyna að nota bókina til að opna umræðuna um sjálfsvíg og aðstandendur þeirra og það er greinilega þörf á, hef nú þegar fengið viðbrögð sem segja mér að það er löngu tímabært að gera eitthvað fyrir þennan stóra hóp fólks sem eftir situr þegar nákomnir taka sitt líf. Hef verið að velta þessu fram og aftur fyrir mér og er að þróa nokkrar hugmyndir innra með mér sem gætu bara verið ágætis tillögur að úrbótum á þessum málum. meira um það síðar.

sölkukonurnar hafa verið alveg einstaklega góðar við mig, þó svo að þær séu bara að dreifa bókinni þá hafa þær tekið mig svollítið undir vænginn sinn. það verður heilmikil útgáfugleði í þjóðleikhúskjallaranum klukkan 20:15 í kvöld. ég mun lesa eitthvað smá uppúr dagbókinni.

Bjarni Hinriksson, Ingibjörg Hjartardóttir, Guðlaugur Arason, Þóra Jónsdóttir, Kristian Guttesen, Hildur Hákonardóttir og Þórhallur Heimisson eru meðal þeirra sem lesa upp úr sínum verkum.

Hvet alla til að mæta, það verður líka tónlist og mikil gleði og það kostar ekkert inn.

Engin ummæli: