fór í gærkveldi á ljóðaupplestur á 22 sem var bara helvíti skemmtilegur...
ég ÞOLI alls ekki hefðbundna upplestra
ég fæ lessvima af leiðindum og fel mig inn á klósetti
helst ofaní því til að heyra ekki óþolandi leskliðinn í mónótónískum munndælum
í gær var þetta alls ekki svona leiðinlegt, ég reyndar mætti frekar seint og missti af slatta af upplestri
en sá Val Brynjar Antons .... mér finnst hann einn besti upplesari Íslands
og það eru bara alls ekki margir sem mér hefur tekist að segja þetta um af hérlendum skáldum
eða rithöfundum. Kannski get ég hætt að tuða jafn mikið og ég geri útaf upplestrum
kannski er eitthvað nýtt í alvörunni að gerast
ég vona það að eldri skáldin geti lært eitthvað af þessu fólki sem var þarna í gærkvöldi
drepum helgislepjuna í kringum upplestra og ljóðið almennt
það er engum að kenna nema skáldunum sjálfum ef að fólk nennir ekki að lesa verkin þeirra
hver nennir að hlusta á einn eða neinn lesa heila bók
þó að hann eða hún séu fræg
fór svo á sirkus, hitti þar félaga róttæklingu
margt að gerjast fyrir næsta sumar
og borgaralega óhlýðni í nýjum víddum
fór svo í dag á magnaða sýningu í ráðhúsinu
til heiðurs meisturum borgaralegri óhlýðni með friðarívafi
Ghandi, dr King og Ikeda
frábær flutningur á broti úr draumaræðunni hans King, man ekki hvað maðurinn heitir sem flutti hana,
ég verð alveg meir inni í mér þegar ég heyri þessa ræðu...
ég gerði reyndar plakatið fyrir þessa sýningu og þegar ég var að leita að myndefni fyrir það þá rifjaðist upp fyrir mér svo margir ótrúlegir hlutir sem þessir menn hafa gert og minnir mig á mína persónulegu möntru
einstaklingar geta breytt heiminum.... það eru bara stjórnvöld sem vilja selja okkur vanmátt okkar til að geta breytt einu eða neinu.... já meira segja borgarstjórinn sagðist hliðholl borgaralegri óhlýðni og framkvæmt slíka óhlýðni ...
koma svo
gera eitthvað
eiga draum
gera draum að veruleika
en þetta er ekki róttælingablogg...
ég fæ að lesa upp hjá MFÍK menningarogfriðarsamtökíslenskra kvenna
annars þá þarf ég eiginlega að lemja Val Gunnarsson
hann kallaði mig Birgittu Haukdal í sirkusblaðinu ....
það verst hvað hann er stór... kannski ég taki hann bara í glímu
ég var nú einu sinni að læra svoleiðis eða akídó
12 nóvember 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli