28 nóvember 2005

Að melta orð

hendur
heyrði frá tveimur lesendum dagbókarinnar og báðir sögðu að bókin væri þess eðlis að
það þyrfti að melta hana í smáskömmtum. mikið að gerjast eftir hvern kafla. eins gott að þeir eru frekar stuttir:)

þá sagði ein stelpa þegar hún sá hvernig ég skipti bókinni upp að þetta væri mjög gott fyrir fólk með ad&d
hmmm, sennilega erum við öll með snert af ad&d, mest allt sem við lesum nú til dags er stutt með fyrirsögn og mynd
bæði á skjánum og á prenti, sumir fá svima þegar þeir sjá óuppskiptan texta, eins og flestar skáldsögur eru, og kannski er það þessvegna sem ég sjálf, sjálfur lestrarfákurinn er með svona hræðilega háan stafla af hálfkláruðum bókum við hliðina á rúminu mínu, les smá í einni bók og svo er ég allt í einu byrjuð að lesa aðra og svo enn aðra eða aftur þessa fyrstu...

Engin ummæli: