16 nóvember 2005

Að vera óendanlega lánsöm!

þannig líður mér í dag ...
ég get ekki með orðum lýst hvað það er stórkostlegt að fá einhvern annan en sjálfa mig til að dreifa bókinni...
og ég er krónísku hamingjukasti yfir því að bókaútgáfan Salka ætli að sjá um það fyrir mig...
Þær eru líka bara svo ljúfar manneskjur og gaman að stússast með eða fyrir þær...

Ég er líka að vinna að hliðarmálum sem að snúast í kringum bókina, málefni sem skipta mig miklu máli
og vegna þess að ég er með svo úttútnaða siðferðiskennd þá er það nákvæmlega rétta gulrótin sem fær mig til
að höndla þennan sérstaka línudans sem fylgir því að gefa út bók...

Tala um þessi málefni síðar
þegar ég hef fengið heilstæða mynd á þau og þau eru orðin að veruleika

Er að skipuleggja uppákomu í Hljómalind og svo verð ég ehmmm forsíðustúlka vikunnar... það mun bresta á í byrjun desember og meira síðar ... kannski í kvöld

Engin ummæli: