07 nóvember 2005

911

bókin kemur út 9.11.
dálítið skemmtileg tímasetning og alls ekki neitt sem var fyrirfram ákveðið, hún átti reyndar að koma út í dag...
ég fékk í hendurnar involsið úr henni á föstudag til að geta lesið upp úr henni og er mjög ánægð með útkomuna...
hafði smá áhyggjur af sumum myndunum, að þær væru of dökkar undir textanum en ég gat lesið allt hnökralaust...
það er stórfurðulegt að gefa þessa bók út, hef verið svo lengi að vinna í henni að ég var farin að halda að rétti tíminn til að ljúka henni myndi aldrei koma. hef helling af öðrum bókum bíðandi þess að ég fari að vinna í þeim... verst að ljóðin sitja á hakanum en á einhvern hátt finnst mér ljóð vera skemmtilegasta ritformið fyrir mig til að tjá mig...

Engin ummæli: