25 janúar 2006

nikótín vörur

eru í raun og veru algerlega fáránlegar. til hvers að hætta að reykja en halda áfram að vera nikótín fíkill. ég veit um fólk sem hefur hætt að reykja en notar meira nikótín með allskonar plástrum og tyggjói og pillum og pennum sem eru seld á okurverði í lyfjaverslunum landsins. var að lesa í gær á mjög ganglegum andreykingavef um hinar líkamlegu orsakir og afleiðingar nikótíns. mjög áhugavert og gagnlegt fyrir mig. þar kom einmitt fram að það sé gjörsamlega tilgangslaust að halda að maður geti haldið niðri nikótín fíkn og þar af leiðandi fíkninni í að reykja með því að nota nikótín vörur. maður getur alveg eins bara haldið áfram að reykja út af því að langflestir sem nota svona vörur enda með því að kveika sér aftur í sígarettu og þá er maður fallinn, fallinn og þarf að byrja upp á nýtt á öllum heila pakkanum.
fór á doktor.is til að leita mér að upplýsingum hve lengi fráhvarfeinkennin vara og fann ekkert en ég fann eitthvað sjálfspróf um hve mikill fíkill maður er. og já það kom svo sem ekkert á óvart að maður er á hæstu skölum, það sem fór samt alveg hræðilega í taugarnar á mér er að þegar niðurstöður prófsins voru fengnar og manni ráðlegt hvernig hætta skildi, þá var þetta blygðunarlaus auglýsing frá einhverjum nikótín framleiðanda.

en hér er slóðin að WhyQuit, mjög mikið af gagnlegum upplýsingum fyrir þá sem vilja hætta og þá sem eru hættir. það hjálpaði mér mjög mikið að skilja hvaða áhrif nikótín hafa á líkamann. það tekur um tvær vikur að losna við nikótínið úr kerfinu eftir það eru allar langanir eingöngu félagslegar.

Engin ummæli: