19 janúar 2006

Upplestur á eftir í bókasafninu í Þorlákshöfn

Ég, Aðalsteinn Ásberg, Eyvindur P, Kristian Guttesen, Vilborg Dagbjarts og Þorsteinn frá Hamri munum keyra niður Þrengslin í gegnum móa og á hinum víðfræga Þorlákshafnarvegi til að lesa upp á eftir; orðaveislan byrjar klukkan 18:00...

Ég ólst upp í Þorlákshöfn, var þar frá því að ég var 4 til 12 ára og sögusviðið fyrir stóran hluta dagbókar kameljónsins er fengið þaðan. Þegar ég bjó þarna var þetta með sanni endaþarmur alheimsins. Ekkert nema sandur og sandfok og ógeðsleg peningalyktin. Þá var alger rottuplága þarna vegna þess að einhverjum snillingnum datt í hug að drepa alla villiketti þorpsins. Þeir gerðu reyndar atlögu að okkar köttum, en misheppnaðist. Og ekki má gleyma hamförunum sem áttu sér stað í þorpinu og fiskiflugufaraldrinum. Þorlákshöfn er fullkomið sögusvið fyrir svo margar sögur, allavega á þeim tíma sem ég bjó þar.

Það verður semsagt alveg ferlega furðulegt fyrir hlunkinn, gleraugnanördinn bókasafnsorminn sjálfan að lesa upp í sínu eigin sögusviði...

Engin ummæli: