28 júlí 2006

Ég á

nokkra vini sem eiga rætur sínar að rekja til Líbanon og hef því fengið sent til mín mun ítarlegri greinar en birtast í fjölmiðlum almennt um hvað er í gangi þarna, ásamt sögulegum heimildum um þetta land og hvernig Hizbollah varð til. Eftir að hafa kynnt mér báðar hliðar verð ég enn sannfærðari um að Ísraelsríki er í engu ólíkt Nasistaveldi Þýskalands á tímum Hitlers. Það er kaldhæðnislegt og afar sorglegt að þeir sem búa Ísrael hafa ekkert lært af sögunni. En kannski vegna þess að þar er trúað á fjall af tönnum á móti einni tönn eru þeir að fá útrás fyrir aldagamalar ofsóknir á sér og eiga nú fullt af skemmtilegum vopnum til að fá útfrás á fólki sem aldrei hafði gert nokkuð á þeirra hlut. Ég mæli með því að Ísrael ráðist á Þýskaland og England. Þar eru afkomendur nasistaböðlana, en láti almenna borgara í Líbanon og Palestínu í friði. Ísrael stal landi af Líbanon, Hizbollah varð til í kjölfarið, til að verja Líbanon og til að gera tilraun til að endurheimta landið. Hizbollah samkvæmt evrópskum stöðlum frá seinni heimstyrjöld ættu því að kallast andspyrnuhetjur... ekki hryðjuverkamenn.

Ég kemst því miður ekki á mótmælastöðuna við sendiráð USA í dag gegn þessum voðaverkum sem nú eru í gangi gegn Líbanon.. (verð í vinnunni) en ég mæli eindregið með því að fólk fari og sýni fólkinu í Líbanon að það styður engan veginn árásir á óbreytta borgara með klasasprengjum og efnavopnum.


Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið föstudaginn 28. júlí kl. 17:30.

Ástandið í Líbanon verður stöðugt hryllilegra - og gleymum ekki heldur Palestínu þar sem árásir á Gaza hafa verið hertar. En ríkisstjórn Bandaríkjanna stendur í vegi fyrir allri viðleitni til að stöðva hryllinginn.

Við hvetjum því alla sem tök hafa á að mæta við bandaríska sendiráðið kl. 17:30 á föstudag - og hvetja aðra til að mæta.

Nú eru á hverjum einasta degi fjölmargir mótmælafundir, stórir og smáir, um allan heim. Látum ekki okkar eftir liggja!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your are Nice. And so is your site! Maybe you need some more pictures. Will return in the near future.
»

Nafnlaus sagði...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»