07 júlí 2006

Bíódómur: Ofurhetjuhasar: X-Men, The Last StandÉg er haldin teiknimyndasöguáráttu. Les frekar teiknimyndir en að horfa á sápuóperur og hef ekki lengur tölu yfir hve margar útgáfur af X-Men ég hef lesið og þar af leiðandi skiptir mig litlu máli hvaða söguþræði er fylgt eða hvort að persónurnar séu
nákvæmlega eins og í einhverri tiltekinni sögu. Finnst aðalmálið við kvikmyndir sem byggðar eru á teiknimynda sögum að þær nái ákveðnum hughrifum, áferð og síðast en ekki síst að þær nái að blása lífi í söguhetjurnar og gera þær spennandi. Fyrstu tvær X-Men myndirnar hafa náð þeim árangri að mig langar að sjá þær aftur og mun X-Men 3 án efa bætast í DVD safnið mitt.

Auðvitað er söguþráður inn hvorki djúpur né flókinn enda átti ég ekki von á því. Styrkur þessarar myndar er að hún er þétt, alltaf eitthvað að gerast sem fangar athygli manns og heldur henni út alla myndina. Einhversstaðar heyrði ég meðal þeirrasem elska hasar myndir að þetta væri hasarmynd ársins. Ég leit í það minnsta aldrei á klukkuna á meðan á henni stóð. Það er hægt að sjá þessa mynd án þess að hafa séð hinar tvær X-Men myndirnar, hún stendur sem sjálfstætt verk. Það er áberandi að sami leikstjórinn er ekki við stjórnvöllinn á þessari og hinum tveimur og alþekkt að Singer hefur sérstakt lag á að ljá teiknimyndasögum líf á hvíta tjaldinu. Mér finnst nýja leikstjóran um Ratner takast að búa til eitthvað sem ég er sátt við. Það eina sem fór í taugarnar á mér er hve ömurleg og fy irsjáanleg flest samtölin eru.

Óheft ógnarafl í endurrisu
Sagan gengur út á hið sígilda stríð milli góðs og ills. Lyfjarisi kynnir lyf til sögunnar sem gefur þeim sem hafa stökkbreytta genið í sér tækifæri á að læknast og verða eins og “venjulegt” fólk. Auðvitað bregðast ekki allir stökkbreyttu vel við að litið sé á þá og þeirra einstöku eiginleika sem sjúkdóm. Eigandi lyfjafyrirtækisins er pabbi Englastráksins. Persónusköpunin er oftast flott nema Englastrákurinn ekki alveg vera að gera sig þó að vængirnir hans séu afar fallegir. Hann er einfaldlega allt of litlaus. Flottasta persónan er Fönixinn, óheft ógnarafl í endurrisinni persónu Jean Grey og uppgjörsatriðið á milli hennar og
Xavier er ógleymanlegt. Það var eitthvað óhemjusorglegt við að sjá sumar persónurnar læknast og verða venjulegar, þó þær hefðu verið bláar eða broddgölltóttar, siðlausar eða saklausar.

Fyrir þá sem vilja lesa eða kynnast þess um söguhetjum þá er Borgarbókasafnið með gott úrval af sögum um X-Men.

1. júlí 2006

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Here are some links that I believe will be interested

Nafnlaus sagði...

Here are some links that I believe will be interested

Nafnlaus sagði...

Interesting website with a lot of resources and detailed explanations.
»

Nafnlaus sagði...

Interesting site. Useful information. Bookmarked.
»