20 júlí 2006

Er

að fara upp á hálendið, nánar tiltekið Snæfell, og í gönguferð meðal annarra íslandsvina á laugardaginn undir leiðsögn Ástu Augnabliks konu. Ég hef ekki farið í návígi við stífluna síðan í fyrra og verð að viðurkenna að ég hef blendnar tilfinningar til þess að fara austur. Veit að ég á eftir að njóta þess í botn að labba um landið sem á að drekkja en á sama skapi er þetta svo lítið eins og að fara í kistulagningu. En stundum rísa hinir dauðu og stundum eru heimskra manna ráðabrugg svo götótt að eitthvað verður að gefa, vonandi verður það áður en stíflan sjálf gefur eftir og fórnin mikla orðin að veruleika...

Lögrelgan er strax orðin eitthvað taugatrekk þarna við Kárahnjúka... en það er víst pólitískur gjörningur að vilja njóta feigrar náttúru... og þeirra er, að þjónka risafyrirtækjum eins og siður er í fasistaríkjum... held að það hafi verið hinn tröllmyndalegi mussolini sem skilgreindi fasisma á eftirfarandi hátt: það er hinn fullkomni samruni ríkisins og stórfyrirtækja... áfram bananinn... á iðandi bláu, rauðu og hvítu....

en burtséð frá þessu þá gera tollverðir upptæka vettlinga og láta blessaða útlendingana vita sem líta út eins og umhverfisterroristar að þeir séu ekki velkomnir til landsins... eins gott að við lítum öll eins út og allir þeir sem vilja landinu vel eru ekkert annað en skemmdarverkamenn og krónan er veik og verðbólgan gleypir góðærið en það er ekki ruðningsáhrifum stóriðju að kenna heldur vegna þess að við veiðum ekki hvali og byggjum ekki nógu mörg álver... kannski við ættum að éta þessa máva sem Gísli er að skjóta... eru mávar góðir??? sumir elska rottur, eins og til dæmis kínverjar... gefum þurfalingunum rottur háloftsins eða voru það dúfur sem voru kallaðar það.... nei hér er ekkert að: við erum hamingjusamasta þjóð í heimi og allt er svo gott svo gott svo gott....nema þegar það rignir.

4 ummæli:

Kristian Guttesen sagði...

Í hádegisfréttum var sagt frá því að lögreglan væri í „viðbragðsstöðu“.

Joy B aka Birgitta Jónsdóttir sagði...

það er um að gera að fylgjast með börnum og gamalmennum, alþjóðlegum hippum og trjáföðmurum og síðast en ekki síst mér... því að fáir hafa verið jafn iðnir við að smella fingurkossum á glaðlegar löggur og sérsveitamenn í bláum skátabúningum....

nei ég er viss um að þeir séu að leita að mér svo að við getum spallað saman um gagnsemi álvera og landsins þjóðnýtingu.. ég er viss um að þeir séu í viðbragsstöðu til að fara í göngutúr um auðn og sand... sem ef nánari er að gáð er iðandi af lífi og skringilegum gróðri, mögnuðum fossum og tröllagljúfrum...

Nafnlaus sagði...

I love your website. It has a lot of great pictures and is very informative.
»

Nafnlaus sagði...

Great site loved it alot, will come back and visit again.
»