nokkra vini sem eiga rætur sínar að rekja til Líbanon og hef því fengið sent til mín mun ítarlegri greinar en birtast í fjölmiðlum almennt um hvað er í gangi þarna, ásamt sögulegum heimildum um þetta land og hvernig Hizbollah varð til. Eftir að hafa kynnt mér báðar hliðar verð ég enn sannfærðari um að Ísraelsríki er í engu ólíkt Nasistaveldi Þýskalands á tímum Hitlers. Það er kaldhæðnislegt og afar sorglegt að þeir sem búa Ísrael hafa ekkert lært af sögunni. En kannski vegna þess að þar er trúað á fjall af tönnum á móti einni tönn eru þeir að fá útrás fyrir aldagamalar ofsóknir á sér og eiga nú fullt af skemmtilegum vopnum til að fá útfrás á fólki sem aldrei hafði gert nokkuð á þeirra hlut. Ég mæli með því að Ísrael ráðist á Þýskaland og England. Þar eru afkomendur nasistaböðlana, en láti almenna borgara í Líbanon og Palestínu í friði. Ísrael stal landi af Líbanon, Hizbollah varð til í kjölfarið, til að verja Líbanon og til að gera tilraun til að endurheimta landið. Hizbollah samkvæmt evrópskum stöðlum frá seinni heimstyrjöld ættu því að kallast andspyrnuhetjur... ekki hryðjuverkamenn.
Ég kemst því miður ekki á mótmælastöðuna við sendiráð USA í dag gegn þessum voðaverkum sem nú eru í gangi gegn Líbanon.. (verð í vinnunni) en ég mæli eindregið með því að fólk fari og sýni fólkinu í Líbanon að það styður engan veginn árásir á óbreytta borgara með klasasprengjum og efnavopnum.
Mótmælastaða við bandaríska sendiráðið föstudaginn 28. júlí kl. 17:30.
Ástandið í Líbanon verður stöðugt hryllilegra - og gleymum ekki heldur Palestínu þar sem árásir á Gaza hafa verið hertar. En ríkisstjórn Bandaríkjanna stendur í vegi fyrir allri viðleitni til að stöðva hryllinginn.
Við hvetjum því alla sem tök hafa á að mæta við bandaríska sendiráðið kl. 17:30 á föstudag - og hvetja aðra til að mæta.
Nú eru á hverjum einasta degi fjölmargir mótmælafundir, stórir og smáir, um allan heim. Látum ekki okkar eftir liggja!
26 júlí 2006
Öræfaævintýr
Þá er ég komin aftur til byggða eftir ógleymanlegt óbyggðaævintýr. Fjölskyldubúðirnar okkar tókust eru að takast miklu mun betur en ég þorði að vona. 150 manneskjur örkuðu um í 9 tíma undir traustri leiðsögn Grétu frá Vaði og Ástu síðasta laugardag. Mikilfengleiki og titrandi tár, reiði og gleði. Tilfinningaskalinn spilaður innra með okkur öllum í undarlegum samhljóm á meðan á göngunni stóð. Þarna voru manneskjur frá öllum skala lífsins. Gangan sjálf endaði svo í þögulli mótmælastöðu á útsýnispalli Landsvirkjunar. Stíflustæðið eitthvað svo óraunverulegt, eins og brothættur glerveggur inn í óþekkta ógn. Ég vildi óska að allar þær upplýsingar sem streyma upp á yfirborðið núna hefðu fundið farveg fyrir nokkrum árum. Ég hef af því þungar áhyggjur að stíflan bresti ef vatninu verði hleypt á og ég veit að ég er ekki ein um það og að tilfinningar mínar eru við rök studdar. Ég trúi enn á kraftaverk. Ég trúi því enn að af þessu verði aldrei. Dreymi enn Töfrafossa sem framleiða regnboga með þungum jökulsárkrafti. Ég trúi á vætti og huldufólk. Ég er íslendingur, það er mér eðlislægt að hlusta á hjartslátt jarðar. Megi landinu okkar verða hlíft við sturluðum draumórum Jakobs nokkurs sem skipti landinu í álland og fiskeldisland. Ekkert annað. Landið á aðeins að nýta, nýta á þann hátt að við eigum allt okkar undir stökkbreyttum álfisk og bandarískum síkópatafyrirtækjum ala the corperation....
jakob jakob jakob... ætli hann dreymi enn um glitrandi álfiska... með gullhjörtu
enn og aftur lesið draumalandið... enn og aftur þá hefur þjóð okkar verið blekkt... rekja má frumorsök þessarar blekkingar í staðreyndum sem andri setti saman í þessari bók... þetta er hans beina aðgerð... ásta og ósk í augnabliki stýra skrefum um feigðarinnar land í átt að von um að bjarga megi feigum.... ég trúi því að upplýst þjóð taki skynsamar ákvarðanir... núna erum við bara hrædd hrædd hrædd við ekkert... nema orðin tóm
ég vildi ekki fara heim eftir að hafa upplifað þetta landslag enn einu sinni, eftir að hafa tekið þátt í aðgerð sem á hæglátan hátt risti svo djúpt að ég finn landið anda í gegnum mig. ég vildi ekki fara heim vegna þess að fólkið þarna var svo einstaklega skemmtilegt, fróðleiksfúst, gefandi og sérstakt. ég vildi ekki fara heim vegna þess að maturinn frá belgísku anarkistakokkunum frá belgíu var ógleymanlegur, vegna þess að snæfell kallaði á mig að klöngrast upp í skjólgóðar hlíðarnar, vegna þess að niður lækjarins var raunverulegri en niður umferðarinnar, vegna þess að tónlistin var rétt að koma og ég rétt að fara, vegna þess að ég á enn eftir að lesa svo margt í þessa náttúru og átti enn eftir að komast nær hreindýrunum, hvet alla sem eru að spá í að fara að drífa sig upp að snæfelli fyrir næstu helgi.... sætaferðir frá egilsstöðum fyrir hina bíllausu og allt um það á vefnum okkar http://www.islandsvinir.org
20 júlí 2006
Er
að fara upp á hálendið, nánar tiltekið Snæfell, og í gönguferð meðal annarra íslandsvina á laugardaginn undir leiðsögn Ástu Augnabliks konu. Ég hef ekki farið í návígi við stífluna síðan í fyrra og verð að viðurkenna að ég hef blendnar tilfinningar til þess að fara austur. Veit að ég á eftir að njóta þess í botn að labba um landið sem á að drekkja en á sama skapi er þetta svo lítið eins og að fara í kistulagningu. En stundum rísa hinir dauðu og stundum eru heimskra manna ráðabrugg svo götótt að eitthvað verður að gefa, vonandi verður það áður en stíflan sjálf gefur eftir og fórnin mikla orðin að veruleika...
Lögrelgan er strax orðin eitthvað taugatrekk þarna við Kárahnjúka... en það er víst pólitískur gjörningur að vilja njóta feigrar náttúru... og þeirra er, að þjónka risafyrirtækjum eins og siður er í fasistaríkjum... held að það hafi verið hinn tröllmyndalegi mussolini sem skilgreindi fasisma á eftirfarandi hátt: það er hinn fullkomni samruni ríkisins og stórfyrirtækja... áfram bananinn... á iðandi bláu, rauðu og hvítu....
en burtséð frá þessu þá gera tollverðir upptæka vettlinga og láta blessaða útlendingana vita sem líta út eins og umhverfisterroristar að þeir séu ekki velkomnir til landsins... eins gott að við lítum öll eins út og allir þeir sem vilja landinu vel eru ekkert annað en skemmdarverkamenn og krónan er veik og verðbólgan gleypir góðærið en það er ekki ruðningsáhrifum stóriðju að kenna heldur vegna þess að við veiðum ekki hvali og byggjum ekki nógu mörg álver... kannski við ættum að éta þessa máva sem Gísli er að skjóta... eru mávar góðir??? sumir elska rottur, eins og til dæmis kínverjar... gefum þurfalingunum rottur háloftsins eða voru það dúfur sem voru kallaðar það.... nei hér er ekkert að: við erum hamingjusamasta þjóð í heimi og allt er svo gott svo gott svo gott....nema þegar það rignir.
Lögrelgan er strax orðin eitthvað taugatrekk þarna við Kárahnjúka... en það er víst pólitískur gjörningur að vilja njóta feigrar náttúru... og þeirra er, að þjónka risafyrirtækjum eins og siður er í fasistaríkjum... held að það hafi verið hinn tröllmyndalegi mussolini sem skilgreindi fasisma á eftirfarandi hátt: það er hinn fullkomni samruni ríkisins og stórfyrirtækja... áfram bananinn... á iðandi bláu, rauðu og hvítu....
en burtséð frá þessu þá gera tollverðir upptæka vettlinga og láta blessaða útlendingana vita sem líta út eins og umhverfisterroristar að þeir séu ekki velkomnir til landsins... eins gott að við lítum öll eins út og allir þeir sem vilja landinu vel eru ekkert annað en skemmdarverkamenn og krónan er veik og verðbólgan gleypir góðærið en það er ekki ruðningsáhrifum stóriðju að kenna heldur vegna þess að við veiðum ekki hvali og byggjum ekki nógu mörg álver... kannski við ættum að éta þessa máva sem Gísli er að skjóta... eru mávar góðir??? sumir elska rottur, eins og til dæmis kínverjar... gefum þurfalingunum rottur háloftsins eða voru það dúfur sem voru kallaðar það.... nei hér er ekkert að: við erum hamingjusamasta þjóð í heimi og allt er svo gott svo gott svo gott....nema þegar það rignir.
17 júlí 2006
Fallega fallega Beirut
af hverju fordæmum við ekki þessar endalausu árásir og þjóðarmorð eins og í Palestínu, Afghanistan og núna í Líbanon.
Þetta eru fórnarlömbin í Beirút.... á altari (fyllið sjálf í eyðurnar)
ég fordæmi Ísrael fyrir vísvitandi morðin á saklausum borgurum ... ég fordæmi USA fyrir að styðja morðin á saklausum borgurum.. ég fordæmi íslensk stjórnvöld fyrir þögnina...
15 júlí 2006
Að finna gullmola í sorpinu
Ég hef haft sama tölvupóst heimilisfangið síðan 1995 og var hún lengi vel mjög sýnileg á vefnum mínum sem hefur verið jafn lengi til. Því er þetta vefheimilisfang til á öllum spammmmmm diskum og listum sem eru framleiddir til að plaga saklaust fólk sem vill ekki óboðna þjónusta, en ég neita að breyta heimilisfangi mínu þrátt fyrir stöðugt ónæði af sölumönnum og svikurum og perrum og leirskáldum. Hef fengið varðhund sem þykist sjá í gegnum hverjum er treystandi að koma inn í forstofu. Í hverri viku koma um 1500 ofangreindar plágur í fýluferð til mín og enda í sorpinu án þess að ég verði mikið vör við þær. Nema ég held að hundinum sé farið að förlast því hann hleypir rolex sölumönnum inn um bakdyrnar og hendir út gullmolum. Ég fann gullmola í gær í sorptunnunni vegna þess ég treysti ekki alveg þessum hundi. Lít yfirleitt yfir sorpið áður en ég eyði því alveg.
Gullmolinn minn er að vera boðið til Nikaragúa á alþjóðlega skáldahátíð í febrúar næstkomandi. Ég er heimshornaflakkari í eðli mínu og veit fátt skemmtilegra en að heimsækja framandi staði, sérstaklega hef ég tekið ástfóstri við Suður-Ameríku eftir að hafa farið til Kólumbíu 1996 á heimsins mögnuðust skáldahátíð sem haldin er í Medellín. Það er eiginlega frekar slæmt að hafa byrjað skáldahátíðarflandursferil minn á þeirri sem ber höfuð og herðar yfir aðrar slíkar. Ég hef farið á tvær síðan og voru þær báðar í Austur-Evrópu, ein í Rúmeníu og önnur í Makedóníu. Báðar alveg skelfilega leiðinlegar, en ég hefði umborið kakkalakkana í klósettinu, að vera með nýaldarsönggyðjum í herbergi og hryllilegan matinn ef við hefðum fengið að lesa fyrir almenning eins og í Kólumbíu, en við skáldin vorum mest að tala um ljóð við hvort annað (ekki beint það skemmtilegasta sem ég veit), lesa fyrir hvort annað og heimsækja trúarleiðtoga. En í Kólumbíu lásum við á götuhornum, í fangelsum, í háskólanum, í leikhúsinu, í risastóru útileikhúsi sem rúmaði 5000 manneskjur og það var pakkfullt og hittum framandi seiðmenn og frábæra salsadansara.
Ég er því ægilega spennt að sjá hvernig þessi hátíð verður í Nikaragúa. Hún getur ekki orðið verri en Rúmenía eða Makedónía... ég var reyndar búin að lofa mér því að fara aldrei aftur á skáldahátíð, en Nikaragúa.... allt of spennandi til að hafna....
Ég kann reyndar enga spænsku, gaf meira að segja dr k spænskukúrsinn minn áður en hann fór að landi brott.... verð víst að fá mér nýjar lærdómsbækur...
Gullmolinn minn er að vera boðið til Nikaragúa á alþjóðlega skáldahátíð í febrúar næstkomandi. Ég er heimshornaflakkari í eðli mínu og veit fátt skemmtilegra en að heimsækja framandi staði, sérstaklega hef ég tekið ástfóstri við Suður-Ameríku eftir að hafa farið til Kólumbíu 1996 á heimsins mögnuðust skáldahátíð sem haldin er í Medellín. Það er eiginlega frekar slæmt að hafa byrjað skáldahátíðarflandursferil minn á þeirri sem ber höfuð og herðar yfir aðrar slíkar. Ég hef farið á tvær síðan og voru þær báðar í Austur-Evrópu, ein í Rúmeníu og önnur í Makedóníu. Báðar alveg skelfilega leiðinlegar, en ég hefði umborið kakkalakkana í klósettinu, að vera með nýaldarsönggyðjum í herbergi og hryllilegan matinn ef við hefðum fengið að lesa fyrir almenning eins og í Kólumbíu, en við skáldin vorum mest að tala um ljóð við hvort annað (ekki beint það skemmtilegasta sem ég veit), lesa fyrir hvort annað og heimsækja trúarleiðtoga. En í Kólumbíu lásum við á götuhornum, í fangelsum, í háskólanum, í leikhúsinu, í risastóru útileikhúsi sem rúmaði 5000 manneskjur og það var pakkfullt og hittum framandi seiðmenn og frábæra salsadansara.
Ég er því ægilega spennt að sjá hvernig þessi hátíð verður í Nikaragúa. Hún getur ekki orðið verri en Rúmenía eða Makedónía... ég var reyndar búin að lofa mér því að fara aldrei aftur á skáldahátíð, en Nikaragúa.... allt of spennandi til að hafna....
Ég kann reyndar enga spænsku, gaf meira að segja dr k spænskukúrsinn minn áður en hann fór að landi brott.... verð víst að fá mér nýjar lærdómsbækur...
07 júlí 2006
Bíódómur: Ofurhetjuhasar: X-Men, The Last Stand
Ég er haldin teiknimyndasöguáráttu. Les frekar teiknimyndir en að horfa á sápuóperur og hef ekki lengur tölu yfir hve margar útgáfur af X-Men ég hef lesið og þar af leiðandi skiptir mig litlu máli hvaða söguþræði er fylgt eða hvort að persónurnar séu
nákvæmlega eins og í einhverri tiltekinni sögu. Finnst aðalmálið við kvikmyndir sem byggðar eru á teiknimynda sögum að þær nái ákveðnum hughrifum, áferð og síðast en ekki síst að þær nái að blása lífi í söguhetjurnar og gera þær spennandi. Fyrstu tvær X-Men myndirnar hafa náð þeim árangri að mig langar að sjá þær aftur og mun X-Men 3 án efa bætast í DVD safnið mitt.
Auðvitað er söguþráður inn hvorki djúpur né flókinn enda átti ég ekki von á því. Styrkur þessarar myndar er að hún er þétt, alltaf eitthvað að gerast sem fangar athygli manns og heldur henni út alla myndina. Einhversstaðar heyrði ég meðal þeirrasem elska hasar myndir að þetta væri hasarmynd ársins. Ég leit í það minnsta aldrei á klukkuna á meðan á henni stóð. Það er hægt að sjá þessa mynd án þess að hafa séð hinar tvær X-Men myndirnar, hún stendur sem sjálfstætt verk. Það er áberandi að sami leikstjórinn er ekki við stjórnvöllinn á þessari og hinum tveimur og alþekkt að Singer hefur sérstakt lag á að ljá teiknimyndasögum líf á hvíta tjaldinu. Mér finnst nýja leikstjóran um Ratner takast að búa til eitthvað sem ég er sátt við. Það eina sem fór í taugarnar á mér er hve ömurleg og fy irsjáanleg flest samtölin eru.
Óheft ógnarafl í endurrisu
Sagan gengur út á hið sígilda stríð milli góðs og ills. Lyfjarisi kynnir lyf til sögunnar sem gefur þeim sem hafa stökkbreytta genið í sér tækifæri á að læknast og verða eins og “venjulegt” fólk. Auðvitað bregðast ekki allir stökkbreyttu vel við að litið sé á þá og þeirra einstöku eiginleika sem sjúkdóm. Eigandi lyfjafyrirtækisins er pabbi Englastráksins. Persónusköpunin er oftast flott nema Englastrákurinn ekki alveg vera að gera sig þó að vængirnir hans séu afar fallegir. Hann er einfaldlega allt of litlaus. Flottasta persónan er Fönixinn, óheft ógnarafl í endurrisinni persónu Jean Grey og uppgjörsatriðið á milli hennar og
Xavier er ógleymanlegt. Það var eitthvað óhemjusorglegt við að sjá sumar persónurnar læknast og verða venjulegar, þó þær hefðu verið bláar eða broddgölltóttar, siðlausar eða saklausar.
Fyrir þá sem vilja lesa eða kynnast þess um söguhetjum þá er Borgarbókasafnið með gott úrval af sögum um X-Men.
1. júlí 2006
06 júlí 2006
Ekki er allt sem sýnist í ævintýraheimum
Kvikmyndin Rauðhetta er lauslega byggð á hinu sígilda ævintýri um Rauðhettu. Söguþráðurinn er listilega vel smíðaður í kringum þetta ævintýri sem við öll þekkjum, en myndin á ekkert annað sameiginlegt með ævintýrinu. Það er ekki oft sem maður sér fjölskyldumynd sem hefur almennilegan þráð og leikfléttu sem höfðar til vitsmuna bæði barna og fullorðinna. Oftar en einu sinni hefur maður þurft að þjást í gegnum myndir með yngstu fjölskyldumeðlimunum, sem eru byggðar á úreltum söguþræði sem er búið að nota svo oft að maður getur ekki beðið eftir að komast út.
Kolsvartur húmor
Það sem heillaði mig við þessa mynd var kolsvartur húmorinn og uppbygging sögunnar. Það kom mjög vel út að notast við formúlur sakamálamynda, minnti jafnvel á Agötu Christie kvikmyndir þar sem sagan er sögð útfrá sjónarhorni allra sem liggja undir grun um glæpinn. Þá fannst mér töff að sýna sömu senurnar út frá mismunandi vinklum sem síðan juku við plottið uns það náði ákveðnu hámarki. Amman er ekki öll þar sem hún er séð en hún lifir algerlega tvöföldu lífi sem snýst um listilega gott bakkelsi og jaðaríþróttir. Þá fáum við blaðamenn smá skot með því að gera úlfinn lævísa og undirförula að rannsóknarblaðamanni og ljósmyndarinn er útúrvíraður paparazzi íkorni. Ekki má gleyma kjötsölubílstjóranum sem fer að leita að skógarhöggsmanninum innra með sér til að geta uppfyllt draum sinn um að gerast leikari. Persónusköpunin er vel gerð og myndin er brimfull af skemmtilegum persónuleikum.
Enginn teiknimyndasöngleikur
Ég fékk í upphafi myndarinnar vægan hroll þegar fyrsta lagið byrjaði í flutningi Birgittu Haukdal, hélt að þetta myndi þróast í enn eina söngvamyndina sem ég er búin að fá algerlega nóg af. Ég er enn að jafna mig á hörmungarútfærslunni á Herkúles hinum gríska í amerísku gospellandi. En þessari mynd tókst meira að segja að sneiða framhjá því að ofnota söngvana og gera úr þessu teiknimyndasöngleik. Ef að ég ætti að leita að einhverju til að kvarta yfir þá er það eitthvað sem ég pirra mig sífellt á í tengslum við íslenska talsetningu. Finnst sumir leikarar og söngvarar algerlega ofnotaðir og sama hve þau reyna að aðlaga röddina nýjum persónum þá heyrir maður bergmálið af öllum hinum persónunum sem þau hafa talsett.
Mér finnst að þeim sem standa að baki Rauðhettu, hafi tekist að gera nútímalegt ævintýri þar sem einfaldlega allt gengur upp.
Fyrsti bíódómurinn í Blaðinu, birtist 10. maí 2006
Kolsvartur húmor
Það sem heillaði mig við þessa mynd var kolsvartur húmorinn og uppbygging sögunnar. Það kom mjög vel út að notast við formúlur sakamálamynda, minnti jafnvel á Agötu Christie kvikmyndir þar sem sagan er sögð útfrá sjónarhorni allra sem liggja undir grun um glæpinn. Þá fannst mér töff að sýna sömu senurnar út frá mismunandi vinklum sem síðan juku við plottið uns það náði ákveðnu hámarki. Amman er ekki öll þar sem hún er séð en hún lifir algerlega tvöföldu lífi sem snýst um listilega gott bakkelsi og jaðaríþróttir. Þá fáum við blaðamenn smá skot með því að gera úlfinn lævísa og undirförula að rannsóknarblaðamanni og ljósmyndarinn er útúrvíraður paparazzi íkorni. Ekki má gleyma kjötsölubílstjóranum sem fer að leita að skógarhöggsmanninum innra með sér til að geta uppfyllt draum sinn um að gerast leikari. Persónusköpunin er vel gerð og myndin er brimfull af skemmtilegum persónuleikum.
Enginn teiknimyndasöngleikur
Ég fékk í upphafi myndarinnar vægan hroll þegar fyrsta lagið byrjaði í flutningi Birgittu Haukdal, hélt að þetta myndi þróast í enn eina söngvamyndina sem ég er búin að fá algerlega nóg af. Ég er enn að jafna mig á hörmungarútfærslunni á Herkúles hinum gríska í amerísku gospellandi. En þessari mynd tókst meira að segja að sneiða framhjá því að ofnota söngvana og gera úr þessu teiknimyndasöngleik. Ef að ég ætti að leita að einhverju til að kvarta yfir þá er það eitthvað sem ég pirra mig sífellt á í tengslum við íslenska talsetningu. Finnst sumir leikarar og söngvarar algerlega ofnotaðir og sama hve þau reyna að aðlaga röddina nýjum persónum þá heyrir maður bergmálið af öllum hinum persónunum sem þau hafa talsett.
Mér finnst að þeim sem standa að baki Rauðhettu, hafi tekist að gera nútímalegt ævintýri þar sem einfaldlega allt gengur upp.
Fyrsti bíódómurinn í Blaðinu, birtist 10. maí 2006
02 júlí 2006
Brúðkaup aldarinnar í mínu lífi:)
Bróðir minn gifti sig í gær yndislegri konu. Yfirleitt leiðist mér ákaflega í kirkjum enda fer ég nú eiginlega bara í jarðafarir en presturinn sem gaf þau saman var alveg laus við helgislepju og gæti þess vegna flokkast undir "stand up" prest. Skemmtiatriðin voru frábær og einhver fullkomin fegurð hjúpaði allt og alla. Já ég veit að ég er væmin og það er allt í lagi. Ég er væmin manneskja að upplagi þó að töffarinn í mér fái nú oft að vera gríman sem ég ber. Veislan var ekki síður skemmtileg. Og maturinn ógleymanlegur, já ég tek svo djúpt í árina vegna þess að ég hef verið grænmetisæta í 20 ár og hef bara aldrei fengið svona góðan mat eins og í gær, því að sjálfsögðu var tekið tillit til sérvitringanna í fjölskyldinni og framreiddur sér matur fyrir oss. Fjölmargt var gert til skemmtunar í veislunni og vegna þess að brúðhjónin eiga sér bæði afar músíkalskar fjölskyldur var mikið um tónlistaratriði og fjöldasöng. Ég samdi eitt ljóð í tilefni dagsins og flutti það með fósturbróður okkar honum Hjörleifi Vals og tja okkur tókst að fá fólk til að tárast... það ætti að segja allt um það atriði...
hér er annars ljóðið sem ég gaf þeim það heitir "Áheitin"
Óheft ástin
óskilyrt
flæðir
streymir
hvítfreyðandi
vatnsfall
fegurstu kennda
sem í mannshjartanu býr
Hrifnæm ástfangin
með tímanum
eðalvín
Brugg, grugg úr lífsins vatni
Lífsvegurinn er
kræklóttur stígur
hindrana og reynslu
en samstíga
verða hæstu fjöll kleif
dýpstu gljúfur yfirstíganleg
Viltu taka þessa konu
eins og hún er án þess að
vilja
þurfa
breyta henni
fullkomin eins og hún er í hjarta þér
um aldir alda
Viltu taka þennan mann
eins og hann er án þess að
vilja
þurfa
breyta honum
fullkominn eins og hann er í hjarta þér
um aldir alda
tileinkað Jóni Tryggva og Lindu á brúðkaupsdaginn þeirra 1. júlí 2006
og ég er svo stolt af mínum litla bróður sem er drengur góður í alla staði...
hér er annars ljóðið sem ég gaf þeim það heitir "Áheitin"
Óheft ástin
óskilyrt
flæðir
streymir
hvítfreyðandi
vatnsfall
fegurstu kennda
sem í mannshjartanu býr
Hrifnæm ástfangin
með tímanum
eðalvín
Brugg, grugg úr lífsins vatni
Lífsvegurinn er
kræklóttur stígur
hindrana og reynslu
en samstíga
verða hæstu fjöll kleif
dýpstu gljúfur yfirstíganleg
Viltu taka þessa konu
eins og hún er án þess að
vilja
þurfa
breyta henni
fullkomin eins og hún er í hjarta þér
um aldir alda
Viltu taka þennan mann
eins og hann er án þess að
vilja
þurfa
breyta honum
fullkominn eins og hann er í hjarta þér
um aldir alda
tileinkað Jóni Tryggva og Lindu á brúðkaupsdaginn þeirra 1. júlí 2006
og ég er svo stolt af mínum litla bróður sem er drengur góður í alla staði...
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)