23 janúar 2007

Delphin

er svolítið sérstök persóna, sumir segja að hann sé klón af mér því við erum svo lík í útliti. En hann er mun meiri rebel en ég var á þessum aldri:) Og algerlega ófeiminn að gera það sem honum langar til að gera. Ég var nú bara bókaormur og prakkari á laun. Vorum að fagna nýju ári á nýárshátíð búddistafélagsins míns um daginn og þar náði þessari mynd af honum þar sem hann tekur hið sjálfskipaða hlutverk forsöngvarans mjög alvarlega. Hann vill alls ekki fá klippingu, finnst svo gott að finna hárið strjúkast við bakið. Ég var aftur á móti á þessum aldri með algert strákahár, held reyndar að það hafi verið vegna þess að ég neitaði að láta greiða mér.

3 ummæli:

hver sagði...

Gaman að eiga svona yndislegan frænda. Var bara að ráfa um netið og rakst þa á þig í þessu formi kæra frænka. Heyrumst vonandi og sjáumst fyrr en síðar. Kærleikskveðja, Ingibjörg G.G.

Ingolfur sagði...

Hehe æðisleg mynd

Birgitta Jónsdóttir sagði...

takk takk, hvað er að frétta af þér Ingó, hvenær kemur þú til byggða, hefur hádegismóaskrímslið tekið þig heljartökum. Sá því bregða við þegar ég keyrði framhjá Rauðavatni og var það ægilegt ásýndum.