23 janúar 2007

Er farin

að blogga á mbl.is blogginu. Verð að viðurkenna að það er mjög flott kerfi. En hef ákveðið að halda áfram með mitt persónulega blogg hér. Hitt snýr meira að mínum pólitísku skoðunum og nöldri:)

Nú styttist óðum í að ég fari til Granada sem hin íslenska Sendiherrafrú ljóðsins, hátíðin lítur vægast sagt vel út. Ég verð á besta hótelinu í bænum og fæ sérstakan grænmetisætu matseðil. Á hinum austur Evrópsku hátíðum hef ég þurft að borða sama matinn dag eftir dag vegna þess að conceptið grænmetisæta er þeim framandi.

Sá í gær að hinn nýkjörni aftur forseti Ortega mun mæta á einhverja uppákomu okkar. Það er sumar þarna og yfirleitt 24 stiga hiti. Ég mun lesa þrisvar og verð síðust á mikilvægasta kvöldinu segja þau mér. Ætla að lesa eitt ljóð úr nýju bókinni sem ég er að vinna að og tvö eldri ljóð sem ég orti á ensku fyrir einhverjum árum, annað er um stríðin í heiminum okkar og hitt og skáld heimisins. Það ljóð var einhverju sinni birt í dagblaði í Nígeríu. Hef ekki haft neinn tíma til að skella inn upplýsingum hér um skáldin sem verða þarna með mér. Hef eitt öllum stundum undanfarnar vikur í að laga smákverin, datt í að laga ljóð og myndir í þeim og hafa þau tekið stakkaskiptum. En það er nú alltaf svo með svona skapandi vinnu að hún tekur meiri tíma en maður heldur því hún er svo skemmtileg að tíminn hverfur. Var að lesa frábæra bók um daginn sem heitir Travel light og svo er maður bara að lesa Alan Moore, sá hinn sami og gerði V for Vendetta. Mjög skringilegur heimur sem hann dregur upp en jafnframt heillandi.

Annars er ég alveg himinlifandi út af vinnunni minni, hún er gefandi, lærdómsrík og í aðdraganda kosninga ákaflega spennandi.

Hér er linkur í hátíðina sem ég er að fara á: http://www.festivalpoesianicaragua.org.ni/index.htm

Engin ummæli: