03 janúar 2007

Var að skoða

listann yfir þessi 113 skáld sem taka þátt í hátíðinni í Níkaragúa og ég verð þarna í afar góðum félagskap. Mikið af stórskáldum sem hafa látið að sér kveða í grasrótinni víðsvegar um heim og hinu pólitíska landslagi ljóðsins.

Ég ætla ef ég hef tíma að taka saman smá upplýsingar um þau skáld sem ég þekki til en það er ekki nema rétt rúmlega mánuður þangað til að ég fer til Granada og skella því hér á bloggið. Þessi hátíð lítur út fyrir að ætla að verða eins og sú besta sem ég hef farið á til þess, þeas hátíðin í Kólumbíu.

Var að lesa Sendiherran og hefði getað skrifað áþekka bók um upplifun mína á tveimur alveg hryllilegum austur evrópskum skáldahátíðum. Mér var svo nóg boðið eftir þá seinni sem ég fór á að ég ætlaði aldrei aftur á skáldahátíð en svo flaug boð um þessa í Níkaragúa og hún er bara of spennandi til að taka ekki þátt.

Meira um það síðar: en ég er núna ákveðin í að fjárfesta í diktafón og taka viðtöl við nokkur vel valin skáld fyrir action poet seríuna mína. Kannski verður úr því lítil bók. Er nú þegar komin með eitt mjög flott viðtal við Sam Hill sem hratt af stað Poets against the War : ég er ekkert nema spennt núna...

Engin ummæli: