04 ágúst 2006

Í gær var


ég að fletta blaðinu sem ég vinn hjá og sá þar mynd af forsíðu n'yjasta Mannlífs í auglýsingu frá Mannlífi... þar var móðir mín glaðbeitt og undir myndinni stóð, "'Ég hlakka til að deyja" verð að viðurkenna að þetta sló mig herfilega. Viðtalið við hana er mjög gott en þessi fyrirsögn ömurleg, veit að svona fyrirsagnir selja en guð minn góður ég fór í algert þunglyndi og átti bágt með að fara ekki að grenja. Þó svo að mamma sé í hetjulegri baráttu við krabbameinið eins og svo margir krabbameinssjúklingar þá fannst mér þetta ömurleg fyrirsögn og vildi óska að það væri hægt að selja blöð á annan máta.

Engin ummæli: