07 ágúst 2006

Heimurinn

stendur í stað samkvæmt fréttafluttningi á Íslandi þegar það eru almenn frí á klakanum.

Ég er haldin fréttafíkn og henni er ekki svalað. Klukkan er 7 að morgni og ekkert nýtt inn á vefmiðlum. Bara fréttir frá því um eftirmiðdaginn í gær. Finnst þetta algerlega óþolandi. Getur varla verið svo erfitt að manna vefmiðla um hátíðar. Það eru ekki allir að þvælast út á land í bílahalarófu og ég sækist eiginlega ekki eftir að hlusta á fréttir eins og "gestir skemmtu sér fallega í vestmannaeyjum" eða umferðahnútur hér og þar. Heimurinn stendur í stað og ég hef ekkert til að leiða athygli mína frá þýðingum og sístækkandi tölvupóstskrímslinu....

Engin ummæli: