09 ágúst 2006

Dagarnir

mínir hafa sjaldan verið eins mikið "vinna, éta, sofa" eins og undanfarið. Ég vakna yfirleitt fyrir fimm, þýði þangað til ég fer í vinnuna um tíu og vinn svo til átta eða níu á kvöldin, elda mat, þvæ þvott, knúsa börnin mín og lognast svo út af og dreymi skringilega drauma. Því bið ég alla vini og ættingja forláts vegna sambandsleysi og almennri utanviðsig framkomu:)

hlakka svo rosalega til þegar þessi mánuður er á enda runninn og ég get gert eitthvað sérdeilis ekki neitt með hausnum
lagst í mosa og étið krækiber undir jökli, svolgrað í mig ilm náttúrunnar og fyllt vasa mína óskasteinum

Engin ummæli: