25 ágúst 2006

Enginn upplifir heiminn á sama hátt

Ég upplifi ekki einu sinni heiminn á sama hátt dag frá degi. Því er ekkert skringilegt að þeir sem eru með stóriðju og sjá ekkert athugavert við að nýta auðlindir Íslands geri það og muni sennilega aldrei skipta um skoðun nema það sé PC (politically correct). Þetta sama fólk mun aldrei sjá Ísland eins og ég og í sjálfu sér ætlast ég ekki til þess. Það hryggir mig þó að upplifa þessa óhugnalegu heift sem ég finn gagnvart þeim sem hafa barist fyrir því að upplýsa þjóðina um sannleikan sem hún á heimtingu að vita. Það er aldrei of seint eða niðurlægjandi að viðurkenna að maður hafi haft rangt fyrir sér. Ef það kemur í ljós eftir 100 ár að ég hafi haft rangt fyrir mér varðandi fórnirnar sem verið er að færa fyrir ekki neitt, þá lofa ég að viðurkenna það via spámiðil.


Flokkshollusta er ekkert annað sú undarlega þörf manneskjunnar að þurfa alltaf að finna sér leiðtoga og einhvern til að segja sér hvað er rétt eða rangt. Ekki svo langt síðan að trúarbrögð sáu um þetta fyrir fólk, svo komu vísindamenn en núna eru það stórfyrirtæki og stjórnmálamenn. Það er notalegt að láta aðra um að taka ábyrgð á öllu klúðrinu.

15 ágúst 2006

Starfsmannalýsingar

og orð úr vinnunni vegna þess að það er þriðjudagur!!!!

Þetta er ekki ljóð

1. Æsispennandi eltingaleikur í andkristilegum grafreit
2. Vinirnir tveir með skepnuleg áform
3.Ég er bara enn í tilverunni
4. Ég á amfetamín
5. Konur eru misjafnlega skapaðar
6. Hafðu hnetuna minni
7. Höskuldur er þetta bara haus
8. Ég minnkaði hausinn á Svönu
9. Er einhver sem býður fram rassgat
10. Eru afmælisbörn í hausnum á tilverunni
11. Hvernig er lífið, hvernig er staðan á því
12. Ég er búin að loka lífinu

Kvörtun: fæ líklegast slæma lýsingu á einhverju bloggi, Elli
Ég er fallegur að innan, Elli
Gáta: Elli sker sig í vinnunni, var í MH og hlustar á lækninguna
hvað er Elli?

skúbb: Atli Supreme á tvö regnbogaflögg

skúbb: Helga, Kolla og Atli III lesa ævisögur í strætó

skúbb: Atli Supreme skrifaði um blómadropa í draumi

Smellasmellasmellllllu mynd til að lesa

Smelltu á myndina til að lesa dóminn um ómen... ef þú hefur áhuga á því....

09 ágúst 2006

Dagarnir

mínir hafa sjaldan verið eins mikið "vinna, éta, sofa" eins og undanfarið. Ég vakna yfirleitt fyrir fimm, þýði þangað til ég fer í vinnuna um tíu og vinn svo til átta eða níu á kvöldin, elda mat, þvæ þvott, knúsa börnin mín og lognast svo út af og dreymi skringilega drauma. Því bið ég alla vini og ættingja forláts vegna sambandsleysi og almennri utanviðsig framkomu:)

hlakka svo rosalega til þegar þessi mánuður er á enda runninn og ég get gert eitthvað sérdeilis ekki neitt með hausnum
lagst í mosa og étið krækiber undir jökli, svolgrað í mig ilm náttúrunnar og fyllt vasa mína óskasteinum

07 ágúst 2006

Heimurinn

stendur í stað samkvæmt fréttafluttningi á Íslandi þegar það eru almenn frí á klakanum.

Ég er haldin fréttafíkn og henni er ekki svalað. Klukkan er 7 að morgni og ekkert nýtt inn á vefmiðlum. Bara fréttir frá því um eftirmiðdaginn í gær. Finnst þetta algerlega óþolandi. Getur varla verið svo erfitt að manna vefmiðla um hátíðar. Það eru ekki allir að þvælast út á land í bílahalarófu og ég sækist eiginlega ekki eftir að hlusta á fréttir eins og "gestir skemmtu sér fallega í vestmannaeyjum" eða umferðahnútur hér og þar. Heimurinn stendur í stað og ég hef ekkert til að leiða athygli mína frá þýðingum og sístækkandi tölvupóstskrímslinu....

04 ágúst 2006

Í gær var


ég að fletta blaðinu sem ég vinn hjá og sá þar mynd af forsíðu n'yjasta Mannlífs í auglýsingu frá Mannlífi... þar var móðir mín glaðbeitt og undir myndinni stóð, "'Ég hlakka til að deyja" verð að viðurkenna að þetta sló mig herfilega. Viðtalið við hana er mjög gott en þessi fyrirsögn ömurleg, veit að svona fyrirsagnir selja en guð minn góður ég fór í algert þunglyndi og átti bágt með að fara ekki að grenja. Þó svo að mamma sé í hetjulegri baráttu við krabbameinið eins og svo margir krabbameinssjúklingar þá fannst mér þetta ömurleg fyrirsögn og vildi óska að það væri hægt að selja blöð á annan máta.

HerFORinginn Óskar BjartMarz




hefur nú fundið upp enn eina snilldaraðferðina til að vernda hagsmuni góðgerðasamtaka eins og Alcoa og Impregilo gegn hryðjuverkamönnum á hálendinu. "Tja við ákváðum nú bara að svelta liðið út, höfum því meinað þeim um mat enda er þetta hvort sem er allt saman einhverjar grasætur og ættu að geta étið hundasúrur og fjallagrös, hahahaha..." Óskar fann líka upp á aðferðinni að keyra á kyrrstæða mótmælendur, setja grjót í snjóbolta í bernsku en vegna illkynja fantaskapar og lagni við að ljúga var hann fenginn austur til að díla við alvöru glæpamenn, "já maður hefur bara aldrei þurft að eiga við aðra eins glæpamenn og þetta mótmælapakk. Þau voga sér að bera skilti 20 metrum frá útsýnispallinum við Kárahnjúkastífluna, svona lið á auðvitað ekkert betra skilið en að dúsa í fangelsi og vera lamið með kylfum. Verst að löggæslumennirnir mínir gleymdu piparúðanum niður á stöð. Þessar stelpudruslur hlupu í burtu þegar þær sáu liðsmenn mína hlaupa í áttina að þeim með kylfur á lofti. Auðvitað áttu þær að stoppa strax, við erum nú þekktir fyrir ljúfmennsku í þeirra garð."

Óskar hefur skipað sínum mönnum að stoppa stórhættulegt fólk eins og liðsmenn Sigur rósar og Amiinu sem ætluðu að spila fyrir mótmælaskammirnar í Lindum. "Þetta 101 Reykjavík listamannapakk á ekkert með það að vera að sýna útlendingum sem koma hér með hryðjuverk gegn Íslenskum lögum og reglum í huga einhvern stuðning og hvað er þetta listamannapakk líka að skipta sér af málefnum hér fyrir austan. Vill það kannski að allir verða atvinnulausir hér? Umhverfisverndarsinnar eru terroristar og erum við á viðbúnaðarstiginu TERROR ALERT. Kannski voru Sigur rós og Amiina að reyna að smygla grænmeti til mótmælenda." Óskar er ánægður með hve duglegir löggæsluliðar hans hafa verið við að gera mikinn mat upptækan sem smygla átti til mótmælenda. "Já við höfum þurft að brenna einhver heil ósköp af ólöglegu grænmeti, eins og kartöflum og gulrótum sem greinlega átti að færa mótmælendum." Næsta mál á dagskrá hjá okkur er með aðstoð Víkingasveitar og Sérsveitar er aðgerðin losum okkur fyrir fullt og allt við mótmælendur. Við erum nú auðvitað mjög sárir yfir því að ekki er hægt að kæra þau fyrir eitt eða neitt en um að gera að sá fræjum ótta meðal almennings eins og að ljúga upp á þau skemmdarverkum á sprengjuefni og jafnvel þjófnaði og senda myndir á fjölmiðla landsins af mótmælenda númer 1 að senda löggæslumönnum dónalegt fingramerki eftir að við reyndum að keyra hann niður. Þessar aðferðir virkuðu mjög vel hjá Stansa á sínum tíma, þó að þeir væru helv. kommúnistar. Ég er auðvitað ekki ánægður með að ekki sé hægt að senda þau úr landi og að útlendingaeftirlitið sé ekki að vinna með okkur eins og í fyrra. En nú eru góð ráð dýr og notum við því til að spara almenningi stórfé, vond ráð." Svo rauk Óskar í burtu og verður spennandi að fylgjast með góðmenninu Óskari í baráttu sinni fyrir betra og öruggara lýðræði. Lifi bananinn!

01 ágúst 2006

Lögreglan ekur

á mótmælanda! Ný og betri aðferð hefur verið tekin til notkunar hjá lögreglunni til að hafa hemil á kyrrstæðum mótmælendum. Að sögn lögreglumanns númer 8716 þá hafi hann fundið til ákveðinnar fróunar þegar hann keyrði yfir mótmælanda númer 1 á Íslandi. "Verst að hann náði að snúa sér undan dekkjunum á jeppanum. Við náttúrulega komust upp með fantaskap okkar í fyrra og ákváðum að sjá hvort að við gætum ekki gegnið enn lengra í ár. Þetta lið er náttúrulega okkur til ama og við höfum ekkert fengið að nota Víkingasveitina í ár." Númer 8716 fannst bara best að reyna að taka þessa trjáfaðmara einn og einn. "Hverjum er svo sem ekki sama um þetta skítuga listamannalið frá 101 Reykjavík svo ég tali nú ekki um þetta útlenska lið. Þau eru ekki velkomin hér og þarna sendi ég þeim skýr skilaboð." Að sögn lögreglumannsins sem keyrði á glæsilegum lögReglu jeppa númer YD-613 yfir mótmælanda númer 1, þá eru uppi áform um að næst þegar mótmælendur leggja sig á vegina til að stöðva réttmæta vinnu við Kárahnjúka munu þeir taka deathrace 2000 sér til fyrirmyndar og verið sé að undirbúa keppni um hvaða lögregluÞjónn munu ná flestum mótmælendum undir dekkin hjá sér. Fyrir hvern mótmælenda sem ekið er yfir fást 100 stig. Sá sem vinnur keppnina mun fá glæsilegar felgur á bílinn sinn ásamt kassa af íslenskum bjór.

Áfram íslenZk réttvísi. Lifi bananinn!

Prosaic

Prosaic þýðir hverdagslegt
hálf þjóðin er á prósak
þeas hátt uppi á hverdagsleikanum