22 júní 2006

Kláraði að þýða

the Four Agreements fyrir Sölku í dag og fékk líka að vita að ég hefði fengið 100.000 þúsund úr þýðingarsjóði til að þýða ljóðabók eftir Diane di Prima, plús heimild frá henni sjálfri til þess að gera það. Þannig að ég er býsna kát og full af þakklæti. Þarf fyrst að þýða heila bók sem ég er ekki síður spennt að þýða, samtöl Ikeda og Gorbachev. Mun því ekkert blogga hérna í nokkrar vikur. Ef að ég get mögulegt haldið aftur af mér. Er líka með nokkur ljóð í war and peace and everything in between hefti mindfire og eitt í ítölsku ljósmyndablaði sem heitir private, mjög flott tímarit.

Engin ummæli: